Það skiptir samrýndu systkinin í Samtúni engu máli hvort borðarnir eru grænir, rauðir eða gylltir, þau eru fljót að stökkva til um leið og þeir hreyfast og elta endana fram og aftur og aftur til baka. Að hamast í skrjáfandi jólapappír lítur út fyrir að vera mikil skemmtun milli þess sem þau skríða ofan í jólagjafapoka. Pakkaskraut af öllum gerðum er elt á milli hæða og finnst ýmist í stiganum eða eldhúsinu, svefnherberginu eða já, bara hvar sem er í húsinu.
Meðan systir mín dvaldi í París dvaldi ég í íbúðinni hennar í Kópavogi. Tók lyftuna á hverjum morgni niður í bílakjallara og keyrði í vinnuna eins og fín frú, þvílíkur lúxus að þurfa ekki að skafa, maður minn. Var orðin svo heimakær að ég greip með mér bók sem mágur minn hafði tekið á bókasafninu þegar ég neyddist til að fara aftur í Samtún. Eins og margir góðir krimmar hefst sagan á líkfundi en þessi bók, sem er frumraun sænsks aristókrata, er enginn einfaldur og harðsoðinn krimmi heldur mikil örlagasaga sem greip mig strax á fyrstu síðu, örlagakrimmasaga með þéttri fléttu og sögulegri innsýn. Ef þú átt tök á að lesa þessa bók, lestu hana þá.
Á morgun er síðasti skiladagur, ég neyðist því til að bruna á bókasafn í Kópavogi eftir vinnu. Hvað sem öðru líður þá er ég búin að pakka inn síðustu jólagjöfinni. Enda sofa systkinin vært, Bjössi í rauðum ruggustól ömmu Boggu og Birta ofan í töskunni minni.
þriðjudagur, 17. desember 2019
þriðjudagur, 10. desember 2019
Talandi um systur
þá á Magga systir mín afmæli í dag. Magga er þriðja systirin og ég er sú fjórða. Árin eru fimm sem skilja okkur að í aldri. Í dag skilur haf okkur að en Magga systir mín frísportar sig í París ásamt sínum ektamanni. Síðast þegar Magga var í París dandalaðist hún um með litlu systur sína í eftirdragi og löngu tímabært fyrir hana að fara aftur. Alveg er ég viss um að París klæðir hana betur í dag.
Af öðrum góðum fréttum dagsins þá eru þessi tvö eins árs í dag
Af öðrum góðum fréttum dagsins þá eru þessi tvö eins árs í dag
mánudagur, 9. desember 2019
Á gamals aldri eignaðist ég systur,
litlu systur. Við erum ekki sammæðra og því ekki alsystur. Við erum enn síður samfeðra og því ekki heldur hálfsystur. Systur erum við samt, að sögn þeirrar stuttu. Litla systir mín heitir Hallveig alveg eins og elsta systir mín enda skírð í höfuðið á henni. Hallveig er amma Hallveigar. Við litla systir erum nefninlega þrælskyldar þrátt fyrir að vera ekki systur.
Talandi um Hallveigar þá fór í bókabúð eftir vinnu og keypti Billede Bladet, jólaútgáfan með konunglega dagatalinu, blaðið sem amma mín Hallveig varð að fá á hverju ári. Það voru ófá Billede blöðin sem ég fletti með henni ömmu minni, sötrandi kaffi og smjattandi á Berlínarbollum, en jólablaðið var möst, eins og sagt er.
Amma mín Hallveig var skírð í höfuðið á landnámskonu okkar Íslendinga. Systir mín Hallveig var skírð í höfuðið á ömmu okkar. Litla systir mín Hallveig var skírð í höfuðið á ömmu sinni Hallveigu.
Litla systir mín á afmæli í dag. Í morgun borðaði ég afmæliskökubakstur Janesar sem ég vinn með, hún á líka afmæli í dag. Jan, maðurinn hennar Janesar, á sama afmælisdag og amma mín Hallveig.
Legg ekki meira á ykkur að sinni, elskurnar.
Talandi um Hallveigar þá fór í bókabúð eftir vinnu og keypti Billede Bladet, jólaútgáfan með konunglega dagatalinu, blaðið sem amma mín Hallveig varð að fá á hverju ári. Það voru ófá Billede blöðin sem ég fletti með henni ömmu minni, sötrandi kaffi og smjattandi á Berlínarbollum, en jólablaðið var möst, eins og sagt er.
Amma mín Hallveig var skírð í höfuðið á landnámskonu okkar Íslendinga. Systir mín Hallveig var skírð í höfuðið á ömmu okkar. Litla systir mín Hallveig var skírð í höfuðið á ömmu sinni Hallveigu.
Litla systir mín á afmæli í dag. Í morgun borðaði ég afmæliskökubakstur Janesar sem ég vinn með, hún á líka afmæli í dag. Jan, maðurinn hennar Janesar, á sama afmælisdag og amma mín Hallveig.
Legg ekki meira á ykkur að sinni, elskurnar.
laugardagur, 7. desember 2019
Baroque
Stjórnandinn var rússneskur og vart kominn af barnsaldri, rétt liðlega þrítugur. Hann fetti sig og bretti, hoppaði og skoppaði, sveiflaði höndum og hármakka. Bach og Telemann fyrir hlé. Lully og Rameau eftir hlé. Út undan mér sá ég konu sem svaf vært með opinn munn og allt. Í hléinu heyrði ég þessa sömu konu segja vinahjónum sínum að hún ætti kannski að fara í jóga en að hún slakaði best á á Sinfóníutónleikum.
Þýskararnir voru góðir en ég heillaðist meira af frökkunum. Mér á vinstri hönd sat maður í blárri skyrtu, á hægri hönd kona í rauðum jakka. Bæði voru þau gráhærð. Sjálf var ég í svörtum kjól, í rauðri jólapeysu. Ein á tónleikum.
Eða nei, reyndar ekki, ég var langt í frá ein, ég var með sjálfri mér. Það er ekki amalegur félagsskapur get ég sagt ykkur. Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
Þýskararnir voru góðir en ég heillaðist meira af frökkunum. Mér á vinstri hönd sat maður í blárri skyrtu, á hægri hönd kona í rauðum jakka. Bæði voru þau gráhærð. Sjálf var ég í svörtum kjól, í rauðri jólapeysu. Ein á tónleikum.
Eða nei, reyndar ekki, ég var langt í frá ein, ég var með sjálfri mér. Það er ekki amalegur félagsskapur get ég sagt ykkur. Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
þriðjudagur, 3. desember 2019
Matur er manns gaman
Cosmóbleikur |
Laugardaginn sem leið brunaði ég ásamt góðri vinkonu á Hótel Glym. Þar eyddum við kvöldinu í eðal félagsskap, röðuðum í okkur dásemdarmat af jólahlaðborði, hlógum svo skein í allar tennur yfir skemmtiatriði kvöldsins milli þess sem við spjölluðum við æskuvinina, borðfélaga okkar. Mesta furða að við ættum tíma aflögu til að tyggja allann góða matinn.
Bogga sæta syss |
Í gærkvöld fór ég út að borða með Boggu systur minni. Ef Eiriksson væri opið á mánudögum hefði ég dregið hana þangað en Rok varð fyrir valinu í rokinu. Vorum ekki sviknar af misáfengum kokteilum, bragðgóðum smáréttum og brosmildri þjónustu. Þrátt fyrir vindasamt mánudagskvöld var staðurinn smekkfullur af fólki, túrhestum að sjálfsögðu, við systur gátum því talað tæpitungulaust um lífsins mál af hjartans alvöru og hlógum eins og hrossabrestir þess á milli.
Í kvöld steikti ég fisk. Samrýndu systkinin í Samtúni fengu að sjálfsögðu soðningu.
Legið á meltunni |
sunnudagur, 17. nóvember 2019
Samviskulaus sunnudagur
Gekk hnarreist inn í bókabúð gærdagsins og beina leið að ljóðabókastaflanum sem ég staldraði örlítið við í gær. Rigsaði út með ekki bara eina, heldur tvær ljóðabækur. Já, að sjálfsögðu er önnur ljóðabók gærdagsins og já, það má vel vera að hin hafi slæðst með sökum samviskubits.
Frá bókabúðinni gekk ég yfir götu og inn á kaffihús þar sem ég pantaði mér kampavínsglas og eggin hans Benedikts. Engin sneypt yfir því. Gúffaði ljóðabók gærdagsins í mig aftur og skolaði hinni í mig með cappuchinoi með tvöföldu kaffiskoti.
Frá kaffihúsinu rölti ég niður að tjörn þar sem ég virti fyrir mér endur semja ljóð í svanasöng og dúfnakurri. Hvítur snjór, stilla og kuldi. Skrefin heim léttari en í gær.
Frá bókabúðinni gekk ég yfir götu og inn á kaffihús þar sem ég pantaði mér kampavínsglas og eggin hans Benedikts. Engin sneypt yfir því. Gúffaði ljóðabók gærdagsins í mig aftur og skolaði hinni í mig með cappuchinoi með tvöföldu kaffiskoti.
Frá kaffihúsinu rölti ég niður að tjörn þar sem ég virti fyrir mér endur semja ljóð í svanasöng og dúfnakurri. Hvítur snjór, stilla og kuldi. Skrefin heim léttari en í gær.
laugardagur, 16. nóvember 2019
Stuldur í bókabúð
Stóð í bókabúð síðdegis í dag og gleypti í mig ljóðabók. Ég ætlaði bara rétt að kíkja í hana en áður en ég vissi af var ég búin með hana. Var hálf skömmustuleg er ég lagði hana frá mér, leið eins og ég yrði að kaupa hana en gerði það ekki, setti undir mig hausinn og arkaði út úr búðinni, út í Reykvíska dimmuna. Arkaði beinustu leið heim, þjökuð af samviskubiti yfir stolnum orðum.
Ég ætlaði ekki að gera þetta gæti ég sagt, orðin voru svo falleg að ég gat ekki hætt gæti ég líka sagt. Oscar Wilde sagði víst að besta leiðin til að losna við freistingu væri að falla fyrir henni en hvort hann átti við orðastuld er ég hreint ekki viss um.
Ég ætlaði ekki að gera þetta gæti ég sagt, orðin voru svo falleg að ég gat ekki hætt gæti ég líka sagt. Oscar Wilde sagði víst að besta leiðin til að losna við freistingu væri að falla fyrir henni en hvort hann átti við orðastuld er ég hreint ekki viss um.
þriðjudagur, 12. nóvember 2019
Hjólaði í vinnuna í morgun
Kom við í Sandholti og keypti krossant handa mér og hinum Pétrinum í lífi mínu, klædd í regnjakka og regnbuxur. Rigndi tvisvar á leiðinni.
Á heimleiðinni steig ég pedalana í lægsta gír með rokið og rigninguna í fangið, með fisk og kartöflur í bakpokanum. Rokóratorían við Hörpu var svaðaleg en ég klauf hana á háa céinu. Í rigndumrokbarning á hjólabrautinni við sjávarsíðuna sá ég loks glitta í Höfða og fann til léttis, loksins að komast á áfangastað. Var búin að gleyma Turninum, skrímslinu sem vofir yfir Túnbyggðinni. Þar sem ég setti í herðarnar og bjóst til átaka við vindinn fann ég hviðuna hefja mig á loft, steig pedalana útí tómið, ríghélt í stýrið á hjólinu þar sem turnhviðan feykti mér hærra og hærra, svo hátt að ég glitti í Brad Pitt og Gwyneth Paltrow í lúxus íbúðinni á turnhæðinni eða nei, var þetta ekki Jennifer Aniston eða nei, djók!
Ég setti bara undir mig hausinn og steig pedalana. Hjólið og kartöflurnar báru mig alla leið í Samtún þar sem ég steikti þær og fiskinn og fleira góðgæti sem ég fann í ísskápnum. Príma súrefnisinntaka, getið sveiað ykkur uppá það.
Á heimleiðinni steig ég pedalana í lægsta gír með rokið og rigninguna í fangið, með fisk og kartöflur í bakpokanum. Rokóratorían við Hörpu var svaðaleg en ég klauf hana á háa céinu. Í rigndumrokbarning á hjólabrautinni við sjávarsíðuna sá ég loks glitta í Höfða og fann til léttis, loksins að komast á áfangastað. Var búin að gleyma Turninum, skrímslinu sem vofir yfir Túnbyggðinni. Þar sem ég setti í herðarnar og bjóst til átaka við vindinn fann ég hviðuna hefja mig á loft, steig pedalana útí tómið, ríghélt í stýrið á hjólinu þar sem turnhviðan feykti mér hærra og hærra, svo hátt að ég glitti í Brad Pitt og Gwyneth Paltrow í lúxus íbúðinni á turnhæðinni eða nei, var þetta ekki Jennifer Aniston eða nei, djók!
Ég setti bara undir mig hausinn og steig pedalana. Hjólið og kartöflurnar báru mig alla leið í Samtún þar sem ég steikti þær og fiskinn og fleira góðgæti sem ég fann í ísskápnum. Príma súrefnisinntaka, getið sveiað ykkur uppá það.
mánudagur, 11. nóvember 2019
Sa Ta Na Ma
Var að koma heim úr rúmlega klukkustunda löngum hugleiðslugöngutúr í Grasagarðinum. Gekk í hópi regnfataklæddra kvenna, æfðum hugleiðslustöður, handahreyfingar og fórum með möntrur, vorum duglegar að teygja og einbeita okkur að öndun. Príma súrefnisinntaka get ég sagt ykkur.
Fann ekki fyrir kulda þrátt fyrir rigningarúðann í útiverunni en þar sem ég ligg núna berfætt undir sæng finn ég að mér er kalt á tánum. Lauklykt í loftinu, eiginmaður sýslar við mat. Þar til kallið kemur held ég áfram með Tilfinningabyltinguna.
Fann ekki fyrir kulda þrátt fyrir rigningarúðann í útiverunni en þar sem ég ligg núna berfætt undir sæng finn ég að mér er kalt á tánum. Lauklykt í loftinu, eiginmaður sýslar við mat. Þar til kallið kemur held ég áfram með Tilfinningabyltinguna.
föstudagur, 1. nóvember 2019
Frunsan er farin
Löngu farin. Hirti upp sinn stakk og hélt útí buskann. Í staðinn kom kvefið með kláða í nefi og hóstakjöltur, kitl í hálsi og raddbandaráma. Líka kominn nóvember og styttist í páska. Tíminn bíður ekki eftir neinum. Skuldar heldur engum eitt né neitt.
Doðinn biður heldur ekki afsökunar. Kvefinu er alveg sama um doðann. Gott ef frunsan var ekki sama sinnis.
Doðinn biður heldur ekki afsökunar. Kvefinu er alveg sama um doðann. Gott ef frunsan var ekki sama sinnis.
þriðjudagur, 22. október 2019
Doði
Líkamlegt ástand þessa dagana: dofin. Andlegt ástand þessa dagana: dofin. Allt að gerast en líka ekki neitt. Í gær tók ég þungbært skref en nauðsynlegt úr því sem komið er. Í morgun vaknaði ég með frunsu. Úti hamast rokið í áköfum dansi við haustkulda.
Hver er sinnar gæfusmiður og allt það. Nú mega þungu skrefin fara að tifa í léttum gæfusporum. Mætti ef til vill bjóða yður upp í dans?
Hver er sinnar gæfusmiður og allt það. Nú mega þungu skrefin fara að tifa í léttum gæfusporum. Mætti ef til vill bjóða yður upp í dans?
laugardagur, 12. október 2019
Í gallabuxum við nátttreyjuna
og lopapeysu þar yfir renndi ég í bakarí eftir brauði. Þá þegar búin með 2 kaffibolla og nokkra kafla í bók. Með smurt nýbakað bakarísbrauð endasentist ég aftur í bælið og hélt áfram að lesa.
Sólarglenna teygir sig inn um gluggana hér í risinu og af söng fugla að dæma hlýtur eitt allsherjar fuglapartý að standa yfir í trjánum í garðinum. Sólarglennan og fuglasöngurinn æstu mig upp í göngutúrsgír en hálft í hvoru langaði mig líka til að leggja mig. Ákvað að íhuga málin betur yfir einum kaffi enn. Græjaði kaffi í bolla fyrir kallinn og missti svo minn bolla í gólfið.
Búin að ryksuga alla neðri hæðina og er aftur komin uppí rúm. Enn nokkrir kaflar eftir af bókinni og sólin skín og fuglarnir syngja. Hvort á þá kona að leggja sig eða drífa sig út í göngutúr? Svör óskast.
Sólarglenna teygir sig inn um gluggana hér í risinu og af söng fugla að dæma hlýtur eitt allsherjar fuglapartý að standa yfir í trjánum í garðinum. Sólarglennan og fuglasöngurinn æstu mig upp í göngutúrsgír en hálft í hvoru langaði mig líka til að leggja mig. Ákvað að íhuga málin betur yfir einum kaffi enn. Græjaði kaffi í bolla fyrir kallinn og missti svo minn bolla í gólfið.
Búin að ryksuga alla neðri hæðina og er aftur komin uppí rúm. Enn nokkrir kaflar eftir af bókinni og sólin skín og fuglarnir syngja. Hvort á þá kona að leggja sig eða drífa sig út í göngutúr? Svör óskast.
fimmtudagur, 10. október 2019
Það var sagt mér...
...að ég væri góður penni. Eins og það væri ekki nógu mikið og gott þá var mér líka sagt að ég væri ljóðræn, hnyttin, kaldhæðin og rómantísk. Ég ákvað að taka þessu öllu sem hrósi og þakkaði pent. Ég þarf á því að halda að klappa sjálfri mér á bakið, eftir c.a. 2 klukkustundir kemur eiginmaðurinn heim eftir 5 daga utanför og ég var að muna að ég gleymdi að vökva blómin.
sunnudagur, 6. október 2019
Með Melody Gardot í eyrunum
Á gaseldavélahellu einni synda niðurskornir sveppir í rauðvínsbaði. Í ofni einum lúra niðurskornar kartöflur. Þegar sveppirnir verða komnir með viskhendur af baðinu og kartöflurnar farnar að krumpast á hitabekknum ætla ég að draga fram lambalundina sem ég gekk eftir á vinnustaðinn minn. Var alveg viss um að heilsubótargangan yrði blaut en hún reyndist heit, svo heit að áður en ég gekk aftur heim var ég búin að pakka peysunni niður í bakpokann ásamt lundinni, sveppunum og rjómanum. Rjóminn fer að sjálfsögðu út í rauðvínsbaðið ásamt sveppatening, sojasósu og maizenamjöli. Þannig er sósan hennar mömmu, sósan sem ég man eftir úr Hólabergi og ætla í kvöld að hella yfir lambalund.
Af sms-i eiginmannsins að dæma eru töskurnar að lenda á áfangastað rétt í þessu. Grasekkjukvöldmáltíðin fer alveg að lenda á disknum mínum.
Af sms-i eiginmannsins að dæma eru töskurnar að lenda á áfangastað rétt í þessu. Grasekkjukvöldmáltíðin fer alveg að lenda á disknum mínum.
laugardagur, 5. október 2019
Reif mig á lappir í nótt...
...og hélt út í myrkrið með eiginmann og ferðatösku á hjólum í eftirdragi. Í svarta myrkri (ýkjur) og beljandi rigningu (ekki ýkjur) brunaði ég með upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar og forstýruna hans til KEF. Síðast er þau skötuhjú vermdu hjá mér bílsætin var ég með þau á leið frá KEF, slæpt eftir sólarhringstöf, seint um kvöld, degi á eftir áætlaða heimkomu. Misstu sumsé af tengifluginu sem þau áttu þá. Göntuðumst með það á leiðinni í nótt hvort það væri nokkur hemja að senda þau tvö saman í ferð og það til sömu millilendingaborgar. Uppá velli náði bílaröðin frá brottfararplaninu út á götu, ég beygði því í átt að langtímastæðunum og henti þeim út við næsta yfirbyggða ramp. Kvaddi þau í flýti og sá á eftir þeim inn rampinn. Rigningin var svakaleg.
Var að hella uppá kaffi, neyðist víst til að ná tökum á því þar sem kettirnir vilja ekki sjá að færa mér kaffi í rúmið. Af sms-um að dæma var ringulreið á KEF, annað þeirra skötuhjúa fór með rútu útí vél og kom aftur til baka inní flugstöðina. Nýtt hlið var kallað upp. Flugið orðið seint sem orsakaði að þau misstu af tengifluginu. Frá millilendingaborginni flugu þau til annarrar evrópuborgar til að ná tengiflugi til áfangastaðar. Á áfangastað komust þau en töskurnar ekki.
Sjálf er ég að hugsa um að skreppa í Sandholt eftir krossanti með kaffinu.
Var að hella uppá kaffi, neyðist víst til að ná tökum á því þar sem kettirnir vilja ekki sjá að færa mér kaffi í rúmið. Af sms-um að dæma var ringulreið á KEF, annað þeirra skötuhjúa fór með rútu útí vél og kom aftur til baka inní flugstöðina. Nýtt hlið var kallað upp. Flugið orðið seint sem orsakaði að þau misstu af tengifluginu. Frá millilendingaborginni flugu þau til annarrar evrópuborgar til að ná tengiflugi til áfangastaðar. Á áfangastað komust þau en töskurnar ekki.
Sjálf er ég að hugsa um að skreppa í Sandholt eftir krossanti með kaffinu.
föstudagur, 4. október 2019
Haustslæðingur
Gekk fram á þessa kauða á leið heim úr vinnu. Þeir sögðust hafa haft fregnir af því að piparkökur og jólaöl væri komið í búðir, spurðu mig hvar bestu mandarínurnar væri að finna. Brugðust ókvæða við er ég tautaði eitthvað um hvort það væri ekki helst til snemmt að huga til jóla, hreyttu í mig með skömmum að ég skyldi skila slíku rausi beinustu leið til *Ásbjarnar Montens sem hefði tekið af skarið og auglýst Þorláksmessuna á miðju sumri.
Sjálf fann ég eingöngu fyrir haustlæðingnum sem reif í hárið á mér alla leiðina heim, hamaðist við að komast niður hálsmálið á jakkanum mínum og sveiflaði litríkum laufum í brjálaðan dans. Jóla hvað?
*Hér get ég mér þess til að óbyggðasveinarnir hafi verið að vísa til Bubba Morthens og þorláksmessutónleika hans sem sannarlega skáru í auglýsingaeyru á hásumri.
Sjálf fann ég eingöngu fyrir haustlæðingnum sem reif í hárið á mér alla leiðina heim, hamaðist við að komast niður hálsmálið á jakkanum mínum og sveiflaði litríkum laufum í brjálaðan dans. Jóla hvað?
*Hér get ég mér þess til að óbyggðasveinarnir hafi verið að vísa til Bubba Morthens og þorláksmessutónleika hans sem sannarlega skáru í auglýsingaeyru á hásumri.
fimmtudagur, 3. október 2019
Af brennandi hausthuga
Gekk heim í gær í brakandi þurru hausti. Laufin þyrluðust um í ljúfri golunni, kurruðu fallega í allri sinni litadýrð. Gott ef það var ekki sólarglenna líka, allavega sól í sinni.
Gekk út í blautt haust í morgunn. Vindurinn þeyttist með afli í gegnum hárlubbann á mér. Litrík laufin stigu þungan dans.
Það skiptast á skin og skúrir og lífið getur bæði verið súrt og sætt.
Sjálf potaði ég hendinni inní heitan ofninn í gær er ég sýslaði við matseld. Mæli ekki með því ofnhanskalaust.
Gekk út í blautt haust í morgunn. Vindurinn þeyttist með afli í gegnum hárlubbann á mér. Litrík laufin stigu þungan dans.
Það skiptast á skin og skúrir og lífið getur bæði verið súrt og sætt.
Sjálf potaði ég hendinni inní heitan ofninn í gær er ég sýslaði við matseld. Mæli ekki með því ofnhanskalaust.
fimmtudagur, 26. september 2019
Er þetta ekki Katla?
spurði konan sem stóð á móti mér á Melabúðargólfinu. Jú svaraði ég og á meðan ég dróg seiminn skannaði ég heilabúið í leit að þessari miðaldra konu sem virtist þekkja mig en konan sú arna kom mér ekki svo mikið sem kunnulega fyrir sjónir. Enda kom það á daginn að ég hafði aldrei hitt hana fyrr. Hún hins vegar var í menntaskóla með manninum mínum og hvernig var svo í Argentínu? Það er svo æðislegt að fylgjast með ykkur á facebook.
Já krakkar, svona er þetta þegar raflífið blandast við raunlífið; pínulítið sérstakt, örlítið sérkennilegt en líka mega skemmtilegt. Úr varð c.a. korters samtal sem var nákvæmlega blanda af þessu en hvort ég muni þekkja konuna næst er hún verður á vegi mínum þori ég ekki að segja til um, verð bara að treysta því að hún muni þekkja mig.
Eða ekki.
Já krakkar, svona er þetta þegar raflífið blandast við raunlífið; pínulítið sérstakt, örlítið sérkennilegt en líka mega skemmtilegt. Úr varð c.a. korters samtal sem var nákvæmlega blanda af þessu en hvort ég muni þekkja konuna næst er hún verður á vegi mínum þori ég ekki að segja til um, verð bara að treysta því að hún muni þekkja mig.
Eða ekki.
sunnudagur, 22. september 2019
Uppáhalds sundveðrið mitt dag eftir dag.
Þrátt fyrir það hef ég ekki látið sjá mig í sundi síðan síðast.
Aftur kominn sunnudagur. Það er ekki með vilja gert að síðustu færslur raðist á þennan dag vikunnar og enn síður að tala um sund trekk í trekk. Í trekk.
Iðulega er frúin sest niður til að blogga þykist hún hafa góða hugmynd í huga, jafnvel þarfa pælingu á góðviðrisdögum. Stundum skrifar hún heilu bálkana af pistlum í sturtunni að morgni (allt í höbðinu að sjálfsögðu, enda varla vöknuð) en þegar hún svo sest niður (ávalt síðdegis) til að koma snilldinni frá sér ræður hún ekki neitt við neitt. Bloggpistill sem átti að vera um pó gæti snúist upp í pistill um pí.
Síðan eru það pistlarnir sem þú skrifar en veist um leið að þú munt aldrei birta. Þrátt fyrir persónuleika bloggsins eru alltaf hlutir sem þú segir ekki frá, rétt eins og þegar þú mætir í fermingarveislu eða hittir fjarskyldan ættingja í búð; jújú, allt gott að frétta segir þú og brosir sama á hverju gengur.
Í fullri hreinskilni get ég þó sagt ykkur að um helgina hef ég notið samvista við hana Ólafíu systurdóttur mína. Við Fía pía höfum notað tímann til að tala saman fölskvalaust, farið út að borða, drukkið góð vín og eitthvað af kokteilum, sofið í sama rúmi, haldið áfram að tala saman, drukkið fleiri kokteila og sannreynt að þrátt fyrir 12 árin sem aðskilja okkur eigum við sitthvað sameiginlegt annað en blóðböndin.
Er allt fram streymir endalaust, og allt það, er fátt sem jafnast á við fjölskylduna. Hvað sem svo flokkast sem fjölskylda getur alltaf verið túlkunaratriði en hér er ein góð mynd af okkur Ólafíu saman
Aftur kominn sunnudagur. Það er ekki með vilja gert að síðustu færslur raðist á þennan dag vikunnar og enn síður að tala um sund trekk í trekk. Í trekk.
Iðulega er frúin sest niður til að blogga þykist hún hafa góða hugmynd í huga, jafnvel þarfa pælingu á góðviðrisdögum. Stundum skrifar hún heilu bálkana af pistlum í sturtunni að morgni (allt í höbðinu að sjálfsögðu, enda varla vöknuð) en þegar hún svo sest niður (ávalt síðdegis) til að koma snilldinni frá sér ræður hún ekki neitt við neitt. Bloggpistill sem átti að vera um pó gæti snúist upp í pistill um pí.
Síðan eru það pistlarnir sem þú skrifar en veist um leið að þú munt aldrei birta. Þrátt fyrir persónuleika bloggsins eru alltaf hlutir sem þú segir ekki frá, rétt eins og þegar þú mætir í fermingarveislu eða hittir fjarskyldan ættingja í búð; jújú, allt gott að frétta segir þú og brosir sama á hverju gengur.
Í fullri hreinskilni get ég þó sagt ykkur að um helgina hef ég notið samvista við hana Ólafíu systurdóttur mína. Við Fía pía höfum notað tímann til að tala saman fölskvalaust, farið út að borða, drukkið góð vín og eitthvað af kokteilum, sofið í sama rúmi, haldið áfram að tala saman, drukkið fleiri kokteila og sannreynt að þrátt fyrir 12 árin sem aðskilja okkur eigum við sitthvað sameiginlegt annað en blóðböndin.
Er allt fram streymir endalaust, og allt það, er fátt sem jafnast á við fjölskylduna. Hvað sem svo flokkast sem fjölskylda getur alltaf verið túlkunaratriði en hér er ein góð mynd af okkur Ólafíu saman
sunnudagur, 15. september 2019
Sund-ur er Und-ur
Í stað þess að liggja í bælinu yfir kaffi og lestri rauk ég á lappir og arkaði út í rigninguna. Hellidemban fylgdi mér alla leið út í laug þar sem fáir voru á floti, ef til vill vegna veðurs. Sjálfri þykir mér best að synda í rigningu, nýt þess að heyra í henni smella á vatnsyfirborðinu í kafi og sjá dropana skella á vatnsfletinum á innsoginu.
Synti í hálftíma. Sat lengi í heita pottinum.
Það var ekki dugnaður sem ýtti mér af stað heldur pirra, svekkelsi og leiði. Að synda er allra meina bót, eða þannig. Að taka tökin og líða í lauginni skerpir á hausnum, allavega mínum. Set allt það góða sem kemur í hugann í innsogið og allt það leiðinlega sem svekkir og pirrar í útblásturinn.
Og viti menn, nú skín sólin og frúin situr í þverröndóttum kjól með kaffi í blómabolla og dáist að haustinu.
Skörp. Einbeitt. Áfram.
Synti í hálftíma. Sat lengi í heita pottinum.
Það var ekki dugnaður sem ýtti mér af stað heldur pirra, svekkelsi og leiði. Að synda er allra meina bót, eða þannig. Að taka tökin og líða í lauginni skerpir á hausnum, allavega mínum. Set allt það góða sem kemur í hugann í innsogið og allt það leiðinlega sem svekkir og pirrar í útblásturinn.
Og viti menn, nú skín sólin og frúin situr í þverröndóttum kjól með kaffi í blómabolla og dáist að haustinu.
Skörp. Einbeitt. Áfram.
sunnudagur, 8. september 2019
Sund-ur
Man ekki hvenær ég fór síðast í sund en um leið og ég spyrnti mér frá bakkanum fann ég hvað ég hef saknað þess, saknað þess að líða í gegnum klórinn og leggja hugann í bleyti. Anda að mér orkunni og blása frá mér luðrunni. Sópa að mér vellíðan með sundtökum, sparka frá mér neikvæðni. Stundum syndi ég hægt, stundum syndi ég hratt. Hjartað slær örar og hugurinn virkar skarpari.
Man það núna að ég fór í sund síðustu helgi en ekki til að synda heldur fljóta, fljóta með 28 öðrum kellum með flothettu á höfði, einbeiting á andardrætti, hugarfloti og slökun. Anda inn, anda út.
Andardráttur andi, lífsandi, vindur, önd, öndun; blástur.
Man það núna að ég fór í sund síðustu helgi en ekki til að synda heldur fljóta, fljóta með 28 öðrum kellum með flothettu á höfði, einbeiting á andardrætti, hugarfloti og slökun. Anda inn, anda út.
Andardráttur andi, lífsandi, vindur, önd, öndun; blástur.
miðvikudagur, 28. ágúst 2019
Heimlæða
Sit við tekkskrifborð sem stendur við glugga. Skrifborðið á maðurinn minn. Við þetta skrifborð sat hann og lærði lexíurnar sínar. Óharnaður dengur á Hvolsvelli.
Glugginn sem skrifborðið stendur við er sprunginn. Glugginn stendur í húsi sem maðurinn minn keypti árið 1993. Þá var hann giftur, 2ja barna faðir. Í dag er hann tvígiftur, einu sinni fráskilinn, 3ja barna faðir og 2ja stúlkna afi.
Ég sé Birtu, kisuna mína, liggja makindalega á verandarhandriðinu út um gluggann, fyrir neðan sprunguna. Milli þess sem hún horfir í kringum sig lygnir hún aftur augunum.
Bróðir hennar, Bjössi, liggur værðarlegur í bleikum sófasettsstól sem við maðurinn minn keyptum á fornsölu þarna um árið sem við töldum mér trú um að þetta hús gæti orðið mitt heimili.
Þar sem ég sit og hripa niður þessi orð situr maðurinn minn á mjög mikilvægum fjölskyldufundi þar sem nærveru minnar er ekki óskað.
fjölskylda fólk, heimafólk, heimilisfólk, hjón, sifjalið, skyldulið.
Glugginn sem skrifborðið stendur við er sprunginn. Glugginn stendur í húsi sem maðurinn minn keypti árið 1993. Þá var hann giftur, 2ja barna faðir. Í dag er hann tvígiftur, einu sinni fráskilinn, 3ja barna faðir og 2ja stúlkna afi.
Ég sé Birtu, kisuna mína, liggja makindalega á verandarhandriðinu út um gluggann, fyrir neðan sprunguna. Milli þess sem hún horfir í kringum sig lygnir hún aftur augunum.
Bróðir hennar, Bjössi, liggur værðarlegur í bleikum sófasettsstól sem við maðurinn minn keyptum á fornsölu þarna um árið sem við töldum mér trú um að þetta hús gæti orðið mitt heimili.
Þar sem ég sit og hripa niður þessi orð situr maðurinn minn á mjög mikilvægum fjölskyldufundi þar sem nærveru minnar er ekki óskað.
fjölskylda fólk, heimafólk, heimilisfólk, hjón, sifjalið, skyldulið.
laugardagur, 24. ágúst 2019
Man alltaf eftir fyrstu Menningarnóttinni.
Án vafa var hún smærri í sniðum og minnist ég helst síðdegisrölts og flugeldasýningar. Það eru ekki smáatriðin sem ég man heldur stemningin, eftirvænting og smitandi hamingja sem skein úr hverju andliti. Djamm fram á næsta dag, enginn sem kleip mig í rassinn, allir glaðir og afslappaðir. Besta djamm ever.
Það eru ekki allir sem muna. Í þessum skrifuðum orðum puðast sá myndarlegi við að potast 10 km í minningu systur sinnar sem lést úr Alzheimer.
Þar sem ég kom frá því að keyra hann í hlaupið braust sólin fram. Þrátt fyrir innvortis ólgu vegna komandi óvissu nánustu framtíðar var ég full af gleði með blússandi jass í bílnum, sólarvarma á nefbroddinum og kitlandi nútíðina í fanginu.
Stemning andi, andrúmsloft, geðblær, geðhrif, hugarhræring, hugblær, skap.
Það eru ekki allir sem muna. Í þessum skrifuðum orðum puðast sá myndarlegi við að potast 10 km í minningu systur sinnar sem lést úr Alzheimer.
Þar sem ég kom frá því að keyra hann í hlaupið braust sólin fram. Þrátt fyrir innvortis ólgu vegna komandi óvissu nánustu framtíðar var ég full af gleði með blússandi jass í bílnum, sólarvarma á nefbroddinum og kitlandi nútíðina í fanginu.
Stemning andi, andrúmsloft, geðblær, geðhrif, hugarhræring, hugblær, skap.
þriðjudagur, 30. júlí 2019
Sólin var að brjótast fram...
...úr dökkum skýum. Næstum 20 stiga hiti á mælinum og regndropar á bílrúðunni er ég keyrði heim úr vinnu. Núna er klukkan að verða níu að kvöldi og ég sit úti á verönd á stuutermabol, berfætt, 19 stiga hiti og Trump Bandaríkjaforseti trúir ekki á loftslagsbreytingar.
Í lok vikunnar verðum við myndarlegi komin til Argentínu. Þar mun vera síðasti mánuður vetrar. Við þurfum því að pakka fötum fyrir hitastig sem mætti búast við á hefðbundnu íslensku sumri.
það er nefninlega það.
Í lok vikunnar verðum við myndarlegi komin til Argentínu. Þar mun vera síðasti mánuður vetrar. Við þurfum því að pakka fötum fyrir hitastig sem mætti búast við á hefðbundnu íslensku sumri.
það er nefninlega það.
sunnudagur, 28. júlí 2019
Regndropar falla
Hvíta og svarta læðan mín var að skjótast út um gluggann, tiplaði hratt og örugglega á hvítum loppum út í örfína rigninguna. Svarti og hvíti fressinn minn liggur makindalegur í bleikum stól inní stofu, sefur vært og veit ekki af rigningardropunum sem færast í aukana fyrir utan gluggann. Fyrrum rauðhærði eiginmaðurinn minn er með sína eigin rigningu á hlaupabretti í ræktinni í næsta hverfi, hvort sú rigning er fínleg er ekki gott að segja, líklega spurning um á hvaða km hann er staddur blessaður.
Sjálf var ég að setja uppþvottavélina af stað, trompettónar Chets Baker úðast eins og frískandi rigning um eldhúsið. Ætti auðvita að vinda mér í fleiri heimilisstörf en þá er nú skárra að blogga, getið sveiað ykkur uppá það.
Sjálf var ég að setja uppþvottavélina af stað, trompettónar Chets Baker úðast eins og frískandi rigning um eldhúsið. Ætti auðvita að vinda mér í fleiri heimilisstörf en þá er nú skárra að blogga, getið sveiað ykkur uppá það.
fimmtudagur, 18. júlí 2019
Í veðri sem þessu slægi ég ekki hendinni á móti Parísarkaffiís
Bjallan á ísbílnum glumdi í næstu götu og það rifjaðist upp fyrir mér að einhverju sinni var til kynlífstækjabíll sem keyrði á milli hverfa, rétt eins og ísbíllinn. Ekki að ég hafi neina reynslu af slíkri bifreið, ónei, minnir að ég hafi lesið um þetta í einhverju blaði á góðæristímabilinu heimsfræga þegar einhleyp kona eins og ég varð allt í einu fær um að festa kaup á íbúðarskonsu undir sjálfa sig án nokkurra ábyrgðarmanna. Jú, svei mér ef þetta var ekki bara grein í Fréttablaðinu. Nei andskotakornið, mig hefur varla dreymt þetta.
Þegar ísbílsbjallan glumdi í minni götu mundi ég eftir nýju vegan íspinnunum sem ég gleymdi að setja inn í kerfið áður en ég fór úr vinnunni áðan. Hringdi í ofboði í hinn Péturinn í lífi mínu en lét það alveg vera að minnast á kynlífstækjabílinn.
Í sumarfríinu nýafstaðna notaði ég hvert tækifæri sem gafst til að fá mér ís; einu sinni, tvisvar, já, allt upp undir þrisvar á dag. Hvort heldur sem var í Frakklandi, Ítalíu eða Sviss þá var það ávalt kaffiísinn sem stóð uppúr.
Í kvöld ákvað ég að fylgja leiðbeiningunum aftan á Sólgætis Kínóapakkanum: "Látið standa í 5-10 mínútur. Sjálf megið þið sitja." Hver fær staðist slíka hnyttni spyr ég nú bara?
Þegar ísbílsbjallan glumdi í minni götu mundi ég eftir nýju vegan íspinnunum sem ég gleymdi að setja inn í kerfið áður en ég fór úr vinnunni áðan. Hringdi í ofboði í hinn Péturinn í lífi mínu en lét það alveg vera að minnast á kynlífstækjabílinn.
Í sumarfríinu nýafstaðna notaði ég hvert tækifæri sem gafst til að fá mér ís; einu sinni, tvisvar, já, allt upp undir þrisvar á dag. Hvort heldur sem var í Frakklandi, Ítalíu eða Sviss þá var það ávalt kaffiísinn sem stóð uppúr.
Í kvöld ákvað ég að fylgja leiðbeiningunum aftan á Sólgætis Kínóapakkanum: "Látið standa í 5-10 mínútur. Sjálf megið þið sitja." Hver fær staðist slíka hnyttni spyr ég nú bara?
miðvikudagur, 12. júní 2019
Hvíta Sunnan...
...hófst á því að ég fór snemma heim úr vinnunni, á föstudegi, það held ég nú. Ástæðan var þó ekki langa helgin framundan heldur þurftum við myndarlegi að sækja samrýndu systkinin til Dagfinns. Sem við og gerðum. Sá myndarlegi arkaði aftur til vinnu en ég sat eftir með þeim systkinum sem stauluðust á 8 brauðloppuloppum.
Það er sumsé búið að gelda samrýndu systkinin í Samtúni. Að fjarlægja kúlurnar úr einum fress er víst ekki mikið mál, Bjössi mátti fara út strax daginn eftir. Birtu hinsvegar fylgdu 2 sprautur með verkjamixtúru og fyrirmæli um að hún mætti ekki fara út næstu 7-10 daga. Kannski var það vegna þess að ég tók andköf sem dýralæknirinn breytti 7-10 dögum í 5-7 daga.
Ég tók strax ákvörðun um að 5-7 dagar myndu gilda um þau bæði; Bjössi fengi ekki að fara út strax deginum eftir fyrir það eitt að hafa pung í staðinn fyrir píku. Svo inni hafa þau hangið.
Á 5 dögum hafa samrýndu systkinin í Samtúni verið uppi um alla veggi, í orðsins fyllstu. Birta og Bjössi eru búin að hoppa uppí baðherbergisglugga og ná að henda niður 4 kertastjökum (já, einn brotnaði niður í 100 þúsund spaða (hvað svo sem það er)). Annað hvort Birta eða Bjössi er búið að skíta í steinseljupottinn. Það er líka búið að skíta í oreganópottinn. Sá myndarlegi vill ekki tala um þetta, teipaði þegjandi yfir báða pottana.
Sjálf braut ég vasa er ég sneri blómvendi sem sá myndarlegi gaf mér. Gul og rauð allskynsblóm og grænt í bland sneru afríkumær úr tré í hring sem endaði með brotnum kaldastríðsleir.
Eftir 5 daga könnunarleiðangur tveggja kettlinga um hvert skúmaskot Samtúnsins stukku þau frelsinu fegin um garðinn. Sjálf er frúin býsna sældarleg, búin að nostra við lestrarþörfina, fá mér ís með dýfu, hlusta á djass og njóta veðurblíðunnar.
Og klappa kisunum, mikil ósköp.
Það er sumsé búið að gelda samrýndu systkinin í Samtúni. Að fjarlægja kúlurnar úr einum fress er víst ekki mikið mál, Bjössi mátti fara út strax daginn eftir. Birtu hinsvegar fylgdu 2 sprautur með verkjamixtúru og fyrirmæli um að hún mætti ekki fara út næstu 7-10 daga. Kannski var það vegna þess að ég tók andköf sem dýralæknirinn breytti 7-10 dögum í 5-7 daga.
Ég tók strax ákvörðun um að 5-7 dagar myndu gilda um þau bæði; Bjössi fengi ekki að fara út strax deginum eftir fyrir það eitt að hafa pung í staðinn fyrir píku. Svo inni hafa þau hangið.
Á 5 dögum hafa samrýndu systkinin í Samtúni verið uppi um alla veggi, í orðsins fyllstu. Birta og Bjössi eru búin að hoppa uppí baðherbergisglugga og ná að henda niður 4 kertastjökum (já, einn brotnaði niður í 100 þúsund spaða (hvað svo sem það er)). Annað hvort Birta eða Bjössi er búið að skíta í steinseljupottinn. Það er líka búið að skíta í oreganópottinn. Sá myndarlegi vill ekki tala um þetta, teipaði þegjandi yfir báða pottana.
Sjálf braut ég vasa er ég sneri blómvendi sem sá myndarlegi gaf mér. Gul og rauð allskynsblóm og grænt í bland sneru afríkumær úr tré í hring sem endaði með brotnum kaldastríðsleir.
Eftir 5 daga könnunarleiðangur tveggja kettlinga um hvert skúmaskot Samtúnsins stukku þau frelsinu fegin um garðinn. Sjálf er frúin býsna sældarleg, búin að nostra við lestrarþörfina, fá mér ís með dýfu, hlusta á djass og njóta veðurblíðunnar.
Og klappa kisunum, mikil ósköp.
föstudagur, 7. júní 2019
"Fátt betra en blýantur í bakið...
...nema ef væri kærasta í fangi."
Já, sá myndarlegi er ekki alltaf að spara orðin. Þó er hann ekkert að spreða þeim heldur, kærastan orðin að eiginkonu og ýmislegt gengið á og yfir síðan þessi fleygu orð voru sögð.
Vissulega er samt heillandi að leggjast til hvílu á hverju kvöldi með miklum speking og eðal sjar-mör. Skyldi nokkurn undra þó þáverandi kærasta, núverandi eiginkona, hripi hjá sér þá sjaldgæfu fugla sem orðakornin eru?
Þakka þeim sem hlýddu.
Já, sá myndarlegi er ekki alltaf að spara orðin. Þó er hann ekkert að spreða þeim heldur, kærastan orðin að eiginkonu og ýmislegt gengið á og yfir síðan þessi fleygu orð voru sögð.
Vissulega er samt heillandi að leggjast til hvílu á hverju kvöldi með miklum speking og eðal sjar-mör. Skyldi nokkurn undra þó þáverandi kærasta, núverandi eiginkona, hripi hjá sér þá sjaldgæfu fugla sem orðakornin eru?
Þakka þeim sem hlýddu.
miðvikudagur, 5. júní 2019
Talandi um ketti...
...þá skarta samrýndu systkinin í Samtúni afar litaglöðum trúðakrögum þessa dagana. Hinn Péturinn í lífi mínu gaf þeim þessa kraga og Pétur minn vildi koma þeim strax í notkun. Ég hinsvegar spornaði við fótum, alveg þar til fyrsti dauði fuglinn lá á plastparketinu.
Nú sumsé hlaupa kettirnir um Samtúnskoppagrundir íklædd prestakrögum. Fuglar eiga víst að sjá björtu litina vel og eiga því meiri líkur á að forða sér. Kragarnir atarna hafa víst verið sannreyndir af amerískum háskólavísindamönnum og virka jafnvel á mjög hæfa veiðiketti, enda er mælt með þessum krögum, ljótir sem þeir eru.
Að meðaltali veiðast 87% færri fuglar stendur á miðanum sem fylgdi þessum krögum. Nú hef ég aldrei verið sterk í stærðfræði en þegar ég kom heim lá dauður fugl á plastparketinu.
Jarðaförin var látlaus og fór fram í kyrrþey.
Nú sumsé hlaupa kettirnir um Samtúnskoppagrundir íklædd prestakrögum. Fuglar eiga víst að sjá björtu litina vel og eiga því meiri líkur á að forða sér. Kragarnir atarna hafa víst verið sannreyndir af amerískum háskólavísindamönnum og virka jafnvel á mjög hæfa veiðiketti, enda er mælt með þessum krögum, ljótir sem þeir eru.
Að meðaltali veiðast 87% færri fuglar stendur á miðanum sem fylgdi þessum krögum. Nú hef ég aldrei verið sterk í stærðfræði en þegar ég kom heim lá dauður fugl á plastparketinu.
Jarðaförin var látlaus og fór fram í kyrrþey.
mánudagur, 3. júní 2019
Kisulúr
Eiginmaðurinn vaknaði fyrir allar aldir við hljóðin í átta loppum. Þú hraust bara sagði hann svo við mig þegar ég vaknaði við vekjaraklukkuna, rumskaði ekki einu sinni þegar sá myndarlegi tók þessa mynd og enn síður þegar kettirnir komu sér fyrir í rúminu
Rétt sloppin framhjá Hörpu fékk ég hafgusu yfir mig. Ansi hressandi verð ég að segja. Þakkaði eiginmanninum í huganum fyrir að hafa haft vit fyrir mér í morgun og sent mig af stað með rauða vindjakkann minn í bakpokanum. Ekki bara útaf gusunni, eiginlega meira útaf baulandi rokinu, maður minn það sem frúin steig pedalana með vindinn í fangið. Í staðinn fyrir að renna ljúflega áfram með sólina í andlitinu lækkaði ég í gírunum og hamaðist við að pedalast. Meira sem það er gaman að hjóla, kom ekkert minna hamingjusöm heim úr hjólarokinu.
Heima biðu mín tveir kettir sem er alveg sama hvort ég hjólaði, gekk eða kom á bílnum. Virðast bara glöð með að ég sé komin heim. Það er ekki lítið.
miðvikudagur, 29. maí 2019
Sálarheill í skruddu
Meiri blíðan, dag eftir dag *djúpt sældardæs* Hlunkast niður í sama stólinn á veröndinni eftir hvern unninn dag og gleypi í mig orð. Sá myndarlegi fer á námskeið og í ræktina og hvað eina en ég læt það ekkert trufla mig, spæni í mig bækur af bestu lyst. Sólbrann á fyrsta degi yfir frönskum krimma. Óð sólarvarnalaus yfir í íslenskan Kalmann. Aloe Vera borin stökk ég á aðra Kalmann skruddu og hitti fyrir sömu persónur úr hinni bókinni, nema seinni bókin sem ég las kom víst út á undan hinni.
Búin að hjóla í og úr vinnu eins og kostur gefst, meira hvað það er gaman að hjóla *enn dýpra sældardæs* Svei mér þá, það er eins og það gerist eitthvað í sálartetrinu við að stíga pedalana, hamingjuhula virðist sveipast yfir frúnna eins og hjálmur, líka þó hann blási köldu með öllu sólskininu eins og í dag, eftir vinnu, með mótvind í fangi og hallærislegan hjólahjálm á höfði, þá dillaði hamingjan sér í sálartetrinu alla leið.
Hlunkaðist svo í stólinn á veröndinni með bók sem við myndarlegi gripum á bókamarkaði og var satt að segja enn í plastinu. Bók útgefin ári áður en við myndarlegi kynntumst. Bók skrifuð af konu sem sá myndarlegi vann með fyrir þrjátíuogþremur árum. Bók sem hitti mig í hjartastað.
Sól hnígur til viðar en þessi bók ætti að vera á allra náttborðum
Búin að hjóla í og úr vinnu eins og kostur gefst, meira hvað það er gaman að hjóla *enn dýpra sældardæs* Svei mér þá, það er eins og það gerist eitthvað í sálartetrinu við að stíga pedalana, hamingjuhula virðist sveipast yfir frúnna eins og hjálmur, líka þó hann blási köldu með öllu sólskininu eins og í dag, eftir vinnu, með mótvind í fangi og hallærislegan hjólahjálm á höfði, þá dillaði hamingjan sér í sálartetrinu alla leið.
Hlunkaðist svo í stólinn á veröndinni með bók sem við myndarlegi gripum á bókamarkaði og var satt að segja enn í plastinu. Bók útgefin ári áður en við myndarlegi kynntumst. Bók skrifuð af konu sem sá myndarlegi vann með fyrir þrjátíuogþremur árum. Bók sem hitti mig í hjartastað.
Sól hnígur til viðar en þessi bók ætti að vera á allra náttborðum
Eða vörum. Legg ekki meira á ykkur.
sunnudagur, 26. maí 2019
Lífið er ekki bara leikur
Er að verða búin með heila dós af engiferöli og ætla því að leyfa mér að segja að mér finnst engiferöl ekki gott. Hef setið á svölunum mestmegnið af deginum að undanskilinni sturtuferðinni. Sturtuferðin var stutt og frískandi en sólin nær ekki að teygja sig inn um baðherbergisgluggann.
Eiginmaðurinn vakti mig í nótt (að mér fannst) við að síminn minn glumdi. Klukkan var víst að verða sjö og allt útlit fyrir að mágkona þess myndarlega hafi verið að hringja frá Ástralíu. Nema mig var að dreyma og gat ekki vaknað til að svara í síma, ekki einu sinni minn eiginn.
Meðan sólin gleypti mig gleypti ég bók eftir Kalmann og reytti manninn minn til reiði.
Svona er nú lífið hverfult. Þess vegna getur verið erfitt að vera manneskja og af sömu ástæðu svo fjári gaman að lifa.
Eiginmaðurinn vakti mig í nótt (að mér fannst) við að síminn minn glumdi. Klukkan var víst að verða sjö og allt útlit fyrir að mágkona þess myndarlega hafi verið að hringja frá Ástralíu. Nema mig var að dreyma og gat ekki vaknað til að svara í síma, ekki einu sinni minn eiginn.
Meðan sólin gleypti mig gleypti ég bók eftir Kalmann og reytti manninn minn til reiði.
Svona er nú lífið hverfult. Þess vegna getur verið erfitt að vera manneskja og af sömu ástæðu svo fjári gaman að lifa.
föstudagur, 24. maí 2019
Eftir Júróvisjón kom pakkaleikur
Þetta skrifaði ég nú bara af því að mig langar svo að birta þessa mynd
Slík er gæfa einnar konu.
laugardagur, 18. maí 2019
Systur, mæður og mæðgur
Sunna systurdóttir mín liggur frammi í sófa með headphone á hausnum, hún segist ætla að hlusta á eina "plötu" áður en hún skríður uppí til mömmu sinnar. Mamma hennar liggur inní rúmi og les. Mamma mín liggur inní rúmi með Boggu systur, þær sögðust vera farnar að sofa en kjaftavaðallinn í þeim ómar fram í miðrými bústaðarins. Hallveig systir mín les fyrir svefninn rétt eins og Magga systir mín. Sjálf sagðist ég ætla að pakka inn gjöfum fyrir pakkaleik morgundagsins en sit svo hér í mínu rúmi og pikka þessi orð, rétt greini útlínur trjánna fyrir utan, lágt stilltur djass ómar úr símanum mínum, nógu lágt til að ég heyri fugla og rigningadropa syngja fyrir utan.
Fésbókin uppástendur að fyrir 5 árum síðan hafi við mæðgur líka verið í bústað, otar meira að segja þessari mynd að mér sem móðir mín tók af okkur systrum
Fésbókin uppástendur að fyrir 5 árum síðan hafi við mæðgur líka verið í bústað, otar meira að segja þessari mynd að mér sem móðir mín tók af okkur systrum
Magga, Katla, Bogga og Hallveig |
þær prjóna, ég les.
Systurdæturnar voru fleiri í þessari ferð ef ég man rétt, í stórum hópi geta ekki alltaf allir mætt. Það geta heldur ekki allir prjónað þó ferðin sé upphaflega hugsuð sem slík. Ég fæ væntanlega að fljóta með vegna þess að ég er svo óhemju skemmtileg þrátt fyrir prjónahelsið.
Þarna vorum við staddar í Borgarfirði. Núna erum við aftur komnar í bústað sem við höfum áður verið í, þó ekki í Borgarfirði. Mæðgurnar eru í hjónarúmum, við Hallveig erum í neðri kojum í sitthvoru herberginu.
Ætli sé ekki best ég fari að pakka inn gjöfum.
miðvikudagur, 15. maí 2019
Kom rassblaut heim
Hnakkurinn á hjólinu mínu var blautur eftir að hafa staðið úti í allan dag. Komst að því í dag að rauði regnkápujakkinn minn er of síður fyrir hjólreiðar, frekar hallærislegt að stoppa á ljósum eða við gangbraut og komast ekki af hjólinu af því að jakkinn er búinn að krækja sig yfir hnakkinn.
Hjólaði sjávarleiðina heim í léttum úða. Ekki bara er rauði jakkinn óhentugur til hjólreiða, hann er líka alsettur drulluslettum sem og bakpokinn sem ég var með.
Heima fyrir voru það moldarlituð kattaloppuför sem tóku á móti mér á parketinu, borðstofuborðinu og gluggakistunni.
Hjólaði sjávarleiðina heim í léttum úða. Ekki bara er rauði jakkinn óhentugur til hjólreiða, hann er líka alsettur drulluslettum sem og bakpokinn sem ég var með.
Heima fyrir voru það moldarlituð kattaloppuför sem tóku á móti mér á parketinu, borðstofuborðinu og gluggakistunni.
mánudagur, 13. maí 2019
Á mánudegi er þetta helst
Sátum hljóð í bílnum í gær, örlítið ryðguð í augum og yfirfull af ónennu. Sátum og störðum útum framrúðuna þar til karlinn tók á sig rögg; fyrst við erum nú komin hingað sagði hann. Jú, ætli það ekki dæsti ég og reif upp bílhurðina. Með húfur og vettlinga örkuðum við útí blásandi rokið. Förum nú allavega að þessum steini þarna sagði annað okkar. Tökum næstu hæð fyrst við erum búin með eina sagði hitt. Eigum við að snúa við spurði ég er hvínandi hávaðinn í rokinu tók á móti okkur á toppnum. Eigum við ekki að finna þetta vatn fyrst svaraði sá myndarlegi.
Svona klöngruðumst við skötuhjúin á Búrfell í Grímsnesi morguninn eftir árshátíð Vegagerðarinnar sem haldin var á Hótel Örk. Gísli skessa var veislustjóri og magar hristust ákaft undir borðum; mikill hlátur, gleði og glaumur. Magar kættust einnig við góðum mat og drykk. Síðan var dansað. Og dansað. Sungið og dansað. Var búin að gleyma því hvað mér finnst gaman að dansa við manninn minn.
Í morgun skein sólin og ég hjólaði í vinnuna. Og heim aftur, mikil ósköp. Meira hvað það er gaman að hjóla
Svona klöngruðumst við skötuhjúin á Búrfell í Grímsnesi morguninn eftir árshátíð Vegagerðarinnar sem haldin var á Hótel Örk. Gísli skessa var veislustjóri og magar hristust ákaft undir borðum; mikill hlátur, gleði og glaumur. Magar kættust einnig við góðum mat og drykk. Síðan var dansað. Og dansað. Sungið og dansað. Var búin að gleyma því hvað mér finnst gaman að dansa við manninn minn.
Í morgun skein sólin og ég hjólaði í vinnuna. Og heim aftur, mikil ósköp. Meira hvað það er gaman að hjóla
miðvikudagur, 8. maí 2019
Pétur ekki heima?
spurði Tobbi er ég bað hann um bita af laxi yfir kjötborðið í Melabúðinni áðan. Þar sem ég stóð og útskýrði fyrir honum að Pétur væri jú á landinu en ætlaði út að borða með eldri syni sínum fannst mér eins og hálf búðin væri að hlusta, það væri ekki bara þriðjungur starfsfólks sem fylgdist með því hvort frúin keypti lax heldur viðskiptavinir líka!
Í kvöld ákvað ég því að breyta til. Fann óopnaða krukku af ananasshrirachasultutaui frá Stonewall Kitchen í ísskápnum, sem ég makaði yfir laxinn, og tók þá djörfu ákvörðun að láta Köd&grill-kryddið eiga sig. Reif Manchego ost, sem ég keypti eitthvert skiptið fyrir rétt sem ég gerði aldrei, yfir herlegheitin og henti inní ofn, EKKI undir grillið, ótrúlegt en satt (ok, ég viðurkenni að ég stillti á grillið allra síðustu mínúturnar).
Sætsterkt bragðlaukapartýið kom skemmtilega út. Til hvers líka að vera á breytingaskeiðinu og breyta svo aldrei til?
Jú, mikið rétt, húmorinn hefur ávalt verið mér hliðhollur.
Í kvöld ákvað ég því að breyta til. Fann óopnaða krukku af ananasshrirachasultutaui frá Stonewall Kitchen í ísskápnum, sem ég makaði yfir laxinn, og tók þá djörfu ákvörðun að láta Köd&grill-kryddið eiga sig. Reif Manchego ost, sem ég keypti eitthvert skiptið fyrir rétt sem ég gerði aldrei, yfir herlegheitin og henti inní ofn, EKKI undir grillið, ótrúlegt en satt (ok, ég viðurkenni að ég stillti á grillið allra síðustu mínúturnar).
Sætsterkt bragðlaukapartýið kom skemmtilega út. Til hvers líka að vera á breytingaskeiðinu og breyta svo aldrei til?
Jú, mikið rétt, húmorinn hefur ávalt verið mér hliðhollur.
fimmtudagur, 2. maí 2019
La vie à Samtún
Heyri hundgá í fjarska. Sé lögreglubíl í næstu götu, stopp útá miðri götu í næstu götu. Var að horfa á belgískan lögregluþátt. Ekki viss um að neitt af þessu þrennu tengist á neinn hátt.
Akkúrat núna stendur nágrannakonan í næstu götu (já, þar sem lögreglubílinn er) fyrir framan ruslatunnurnar og reykir. Blái bolurinn hennar er í stíl við bláu tunnuna. Konan er ljóshærð og húsið er hvítt.
Belgíska lögregluþáttinn byrjuðum við myndarlegi að horfa á á Netflix. Eftir 2 þætti gafst ég upp og ekkert óvanalegt við það svo sem. Sá myndarlegi er staðfastari og horfði til enda sem er ágætt fyrir mig, ég spyr hann bara hvað hafi gerst og svona nema í gær tilkynnti hann mér að ég yrði bara að horfa á 3 síðustu þættina, það væri svo magnað tvist. Já, en, er ekki xxxx morðinginn spurði ég. Þú verður bara að horfa svaraði hann. Svo í gær horfði ég á 2 þætti og kláraði síðasta þáttinn rétt í þessu. Viti menn, xxxx er morðinginn.
Lögreglubílinn er farinn, hundgáin heldur áfram og það er önnur sería af belgíska lögregluþættinum.
Legg ekki meira á ykkur.
Akkúrat núna stendur nágrannakonan í næstu götu (já, þar sem lögreglubílinn er) fyrir framan ruslatunnurnar og reykir. Blái bolurinn hennar er í stíl við bláu tunnuna. Konan er ljóshærð og húsið er hvítt.
Belgíska lögregluþáttinn byrjuðum við myndarlegi að horfa á á Netflix. Eftir 2 þætti gafst ég upp og ekkert óvanalegt við það svo sem. Sá myndarlegi er staðfastari og horfði til enda sem er ágætt fyrir mig, ég spyr hann bara hvað hafi gerst og svona nema í gær tilkynnti hann mér að ég yrði bara að horfa á 3 síðustu þættina, það væri svo magnað tvist. Já, en, er ekki xxxx morðinginn spurði ég. Þú verður bara að horfa svaraði hann. Svo í gær horfði ég á 2 þætti og kláraði síðasta þáttinn rétt í þessu. Viti menn, xxxx er morðinginn.
Lögreglubílinn er farinn, hundgáin heldur áfram og það er önnur sería af belgíska lögregluþættinum.
Legg ekki meira á ykkur.
miðvikudagur, 1. maí 2019
Öl er böl,
það hef ég reynt. Oftar en einu sinni, oftar en tvisvar. Síðast í gær.
Góður vinur er gulls ígildi. Að vera sinn eiginn vinur er víst þyngdar sinnar virði í gulli. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Að auki vil ég hrópa þetta: LIFI VERKALÝÐURINN!
Góður vinur er gulls ígildi. Að vera sinn eiginn vinur er víst þyngdar sinnar virði í gulli. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Að auki vil ég hrópa þetta: LIFI VERKALÝÐURINN!
sunnudagur, 28. apríl 2019
Kona og kaka
Sms sent úr Samtúni: Fokk! Það er risa býfluga í eldhúsinu og ég að baka!!!
Sms sent úr World Class Laugum: Uss þær gera ekkert
Sem var einmitt það sem ég var að reyna að sannfæra sjálfa mig um. Var að bræða súkkulaði og smjör saman í potti þegar ég tók eftir því að Birta var óróleg og djöflaðist við hurðina útá verönd, lét eins og hún væri að eltast við flugu nema við nánari eftirgrennslan reyndist flugan vera digur Mæja býfluga. Svarta María reyndar þar sem ég sá ekki sérstaklega neitt gult og ekki heldur neinar rendur. Sá fyrir mér að Birta myndi vera í hættu og rak hana út. Eiginmaðurinn í ræktinni og ég að baka, gott og vel.
Fór yfir möntruna um að Mæja myndi ekki gera mér mein og hækkaði í músíkinni. Hélt áfram að baka.
Úr varð þessi kaka
Sms sent úr World Class Laugum: Uss þær gera ekkert
Sem var einmitt það sem ég var að reyna að sannfæra sjálfa mig um. Var að bræða súkkulaði og smjör saman í potti þegar ég tók eftir því að Birta var óróleg og djöflaðist við hurðina útá verönd, lét eins og hún væri að eltast við flugu nema við nánari eftirgrennslan reyndist flugan vera digur Mæja býfluga. Svarta María reyndar þar sem ég sá ekki sérstaklega neitt gult og ekki heldur neinar rendur. Sá fyrir mér að Birta myndi vera í hættu og rak hana út. Eiginmaðurinn í ræktinni og ég að baka, gott og vel.
Fór yfir möntruna um að Mæja myndi ekki gera mér mein og hækkaði í músíkinni. Hélt áfram að baka.
Úr varð þessi kaka
laugardagur, 27. apríl 2019
Ísbíltúr á Grímannsfell
Rigning tók á móti okkur í Mosfellsdalnum svo gangan á Grímannsfell hófst í fullum gönguklæðum. Um miðja uppgöngu rifum við okkur þó úr jökkunum enda hlýtt í veðri og rigningin hafði tæplega fylgt okkur út úr bílnum.
Átakalítil fjallganga á bungumyndað, lúið fjall sem opnar skemmtilega sýn á nágrenni helsta þéttbýlis í landinu. Fullkomið hugsuðum við, lúið fjall fyrir lúið fólk. Uppganga enda vel þolanleg og útsýnið lét ekki á sér standa, Mosfellsdalurinn og sveitin, Úlfarsfell og höfuðborgin svo eitthvað sé nefnt.
Grímannsfell nær varla meðalhæð fjalla en er býsna mikið um sig og nokkuð skorið af giljum og drögum. Já já, við leikum okkur að því að hlaupa á þennan topp hugsuðum við en eins og í öllum góðum fjallgöngum er toppurinn sjaldnast toppurinn heldur leynist iðulega toppur á eftir toppnum sem fyrstur lætur sjá sig og jafnvel fleiri þar á eftir.
Grímannsfell er dregið mjúkum línum og telst ekki til eftirtektarverðustu fjalla en það er þó nokkuð hátt miðað við allra næsta umhverfi. Það er nefninlega það já. Á toppinn komin dauðsáum við skötuhjú eftir að hafa ráðist í þessa för nestislaus. Eftir að hafa rýnt í útsýnið, Móskarðahnúkar, Botnssúlur og Hengilinn svo eitthvað sé nefnt, varð þeim myndarlega á að segja að næst lægi leiðin í Mosfellsbakarí. Þar með var heimför hafin af þessu átakalitla, varla meðalháu og eigi eftirtektarverðu felli, já jafnvel tíðindalitlu skv. lýsingum Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar í hinni annars ágætu skruddu Íslensk fjöll.
Rétt misstum af kaffibollanum og bakkelsinu sem teymdi okkur niður af fellinu, Mosfellsbakarí lokar kl. fjögur á laugardögum. Vissuð þið að það er ísbúð við hliðina á bakaríinu?
Rigning og rok, logn og sól, súrefni í lungun og ís með dýfu. Ef til vill tíðindalítið en harla gott.
Átakalítil fjallganga á bungumyndað, lúið fjall sem opnar skemmtilega sýn á nágrenni helsta þéttbýlis í landinu. Fullkomið hugsuðum við, lúið fjall fyrir lúið fólk. Uppganga enda vel þolanleg og útsýnið lét ekki á sér standa, Mosfellsdalurinn og sveitin, Úlfarsfell og höfuðborgin svo eitthvað sé nefnt.
Grímannsfell nær varla meðalhæð fjalla en er býsna mikið um sig og nokkuð skorið af giljum og drögum. Já já, við leikum okkur að því að hlaupa á þennan topp hugsuðum við en eins og í öllum góðum fjallgöngum er toppurinn sjaldnast toppurinn heldur leynist iðulega toppur á eftir toppnum sem fyrstur lætur sjá sig og jafnvel fleiri þar á eftir.
Grímannsfell er dregið mjúkum línum og telst ekki til eftirtektarverðustu fjalla en það er þó nokkuð hátt miðað við allra næsta umhverfi. Það er nefninlega það já. Á toppinn komin dauðsáum við skötuhjú eftir að hafa ráðist í þessa för nestislaus. Eftir að hafa rýnt í útsýnið, Móskarðahnúkar, Botnssúlur og Hengilinn svo eitthvað sé nefnt, varð þeim myndarlega á að segja að næst lægi leiðin í Mosfellsbakarí. Þar með var heimför hafin af þessu átakalitla, varla meðalháu og eigi eftirtektarverðu felli, já jafnvel tíðindalitlu skv. lýsingum Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar í hinni annars ágætu skruddu Íslensk fjöll.
Rétt misstum af kaffibollanum og bakkelsinu sem teymdi okkur niður af fellinu, Mosfellsbakarí lokar kl. fjögur á laugardögum. Vissuð þið að það er ísbúð við hliðina á bakaríinu?
Rigning og rok, logn og sól, súrefni í lungun og ís með dýfu. Ef til vill tíðindalítið en harla gott.
föstudagur, 26. apríl 2019
Ein stutt, tvær langar.
Meiri vikan. Frí, vinna, vinna, frí, vinna, helgarfrí. Ekki að ég sé neitt að kvarta, ekki einu sinni þó ég heyri rigningadropana slettast niður af himnum.
Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag.
Í vinnunni í dag ákvað ég að koma við í blómabúðinni hérna í næstu götu á leiðinni heim. Er að muna það núna að ég gleymdi því. Næsta víst að ég muni njóta uppáhellingar eiginmannsins í fyrramálið þrátt fyrir blómlausa vasa.
Á föstudagseftirmiðdögum hefur heil helgi uppá svo margt að bjóða, hvað svo sem úr verður.
Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag.
Í vinnunni í dag ákvað ég að koma við í blómabúðinni hérna í næstu götu á leiðinni heim. Er að muna það núna að ég gleymdi því. Næsta víst að ég muni njóta uppáhellingar eiginmannsins í fyrramálið þrátt fyrir blómlausa vasa.
Á föstudagseftirmiðdögum hefur heil helgi uppá svo margt að bjóða, hvað svo sem úr verður.
fimmtudagur, 25. apríl 2019
Af Þyrilkálfi og steinrunnu andliti
Þegar ég gekk á Þyril í fyrsta skipti var ég ein á ferð. Í dag var ég aftur ein er ég skondraðist þar upp. Galein. Finninn og fransmaðurinn urðu eftir í bænum. Hugurinn arkaði í takt við hjartað sem marseraði í takt við hugarrónna. Með sólargeisla á nefbroddinum og vind í bakið tóku hugurinn og hjartað tal saman, tilfinningar seytluðu eins og lækur og hugsanir þutu dansandi útí vindinn.
Rétt ókomin á toppinn gekk ég fram á dauðan kálf. Já, kálf með klaufir og hala og etið trýni, svo vel etið að einungis kúpan stóð eftir. Ég stóð og starði í tómar augntóftirnar. Átti satt að segja frekar von á að rekast á annað göngufólk eða gestabók þarna á toppnum en kálfur var það heillin og lítið við því að gera.
Vindurinn sperrti sig á bakaleiðinni, kom beljandi upp Þyrilhlíðar, reyndi sig í fangbrögðum við frúnna og þeyttist með látum í grasinu.
Rakst á þennann herramann á leiðinni niður, hann gaf lítið út á ferðir kálfsins og enn minna um komandi sumar, brosti bara sínu skakka brosi.
Það er eitt að vera með vind í bakið og allt annað að hafa vindinn í fangið. Legg ekki meira á ykkur að sinni.
Rétt ókomin á toppinn gekk ég fram á dauðan kálf. Já, kálf með klaufir og hala og etið trýni, svo vel etið að einungis kúpan stóð eftir. Ég stóð og starði í tómar augntóftirnar. Átti satt að segja frekar von á að rekast á annað göngufólk eða gestabók þarna á toppnum en kálfur var það heillin og lítið við því að gera.
Vindurinn sperrti sig á bakaleiðinni, kom beljandi upp Þyrilhlíðar, reyndi sig í fangbrögðum við frúnna og þeyttist með látum í grasinu.
Rakst á þennann herramann á leiðinni niður, hann gaf lítið út á ferðir kálfsins og enn minna um komandi sumar, brosti bara sínu skakka brosi.
Það er eitt að vera með vind í bakið og allt annað að hafa vindinn í fangið. Legg ekki meira á ykkur að sinni.
miðvikudagur, 24. apríl 2019
Ég er í klípu,
tilvistarklípu. Hausinn og hjartað tala ekki alltaf sama tungumálið. Þegar hjartað talar t.d. frönsku og hausinn finnsku er ekkert skrýtið að þau nái ekki sambandi við hvort annað. Eftir stend ég og veit hreint ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Suma daga veit ég varla hvort ég er að koma eða fara, fara eða koma. Eina sem ég veit fyrir víst er að ég ein stjórna mínu lífi. Sú staðreynd hjálpar mér ekki neitt.
Páskarnir voru meinhægir hjá frúnni sem sökkti sér ofan í lestur og mjúka kettlingafeldi. Óttaðist það helst að náttfötin mín væru orðin samgróin mér en komst blessunarlega í aðra leppa þegar löngu páskafríi lauk á undraverðum hraða og hversdagslífið tók við keflinu. Í heila 2 daga.
Þetta tvennt gleður frúnna í kvöld: tíst fugla sem smeygir sér í hlustirnar og frí morgundagsins. Legg ekki meira á ykkur.
Páskarnir voru meinhægir hjá frúnni sem sökkti sér ofan í lestur og mjúka kettlingafeldi. Óttaðist það helst að náttfötin mín væru orðin samgróin mér en komst blessunarlega í aðra leppa þegar löngu páskafríi lauk á undraverðum hraða og hversdagslífið tók við keflinu. Í heila 2 daga.
Þetta tvennt gleður frúnna í kvöld: tíst fugla sem smeygir sér í hlustirnar og frí morgundagsins. Legg ekki meira á ykkur.
þriðjudagur, 16. apríl 2019
Samhengislaus upptalning á hlutum...
...sem kettlingar halda að séu leikföng:
- snjókorn, snjóhrúgur og rigningadropar á rúðu
- skóreimar (hef ekki enn komist óklóruð í tramparana mína)
- dúskar á borðdúkshornum
- SÁÁ álfurinn (þeim myndarlega til mikillar gleði enda kominn með ástæðu til að kaupa bölvaðann álfinn áfram)
- hárspennur (búin að vera með stutt hár svo lengi að ég var búin að gleyma að ég ætti slíkt)
- pottaplöntur heimilisins (þeim myndarlega til mikillar armæðu), kettlingarnir gera engar kröfur um kyn, aldur né fyrri störf, planta er planta, punktur
- rennilásinn á stretsgallabuxunum mínum
- tölurnar á sjónvarpssófapeysu Kormáks og Skjaldar
- snúrur (kettlingarnir eru fullkomlega fordómalaus á snúrur og ráðast á þær hvort sem þær hlaða síma, tengjast tölvu, sjónvarpi, lömpum, hárþurrku eða hvaðeina)
- klósettpappír
- jógadýnan mín (afabarninu þótti reyndar líka gaman að leika sér að jógadýnunni minni, vildi óska að ég væri jafn viljug í að nota hana)
- puttar á lyklaborði.......
Af bronkítissjúklingnum er annars helst að frétta að hann harðneitar að fá kvöldmatinn í rúmið. Liggur þar nú samt og hlustar á Veru að áeggjan eiginkonunnar.
Kannski ég fari þá að steikja rauðsprettuna.
- snjókorn, snjóhrúgur og rigningadropar á rúðu
- skóreimar (hef ekki enn komist óklóruð í tramparana mína)
- dúskar á borðdúkshornum
- SÁÁ álfurinn (þeim myndarlega til mikillar gleði enda kominn með ástæðu til að kaupa bölvaðann álfinn áfram)
- hárspennur (búin að vera með stutt hár svo lengi að ég var búin að gleyma að ég ætti slíkt)
- pottaplöntur heimilisins (þeim myndarlega til mikillar armæðu), kettlingarnir gera engar kröfur um kyn, aldur né fyrri störf, planta er planta, punktur
- rennilásinn á stretsgallabuxunum mínum
- tölurnar á sjónvarpssófapeysu Kormáks og Skjaldar
- snúrur (kettlingarnir eru fullkomlega fordómalaus á snúrur og ráðast á þær hvort sem þær hlaða síma, tengjast tölvu, sjónvarpi, lömpum, hárþurrku eða hvaðeina)
- klósettpappír
- jógadýnan mín (afabarninu þótti reyndar líka gaman að leika sér að jógadýnunni minni, vildi óska að ég væri jafn viljug í að nota hana)
- puttar á lyklaborði.......
Af bronkítissjúklingnum er annars helst að frétta að hann harðneitar að fá kvöldmatinn í rúmið. Liggur þar nú samt og hlustar á Veru að áeggjan eiginkonunnar.
Kannski ég fari þá að steikja rauðsprettuna.
mánudagur, 15. apríl 2019
Framtakslítil og framlág
Eftir 10 daga af kröftugum hósta, snörpum snýtingum, harðsoðnum höfuðverk, snörlandi andardrætti og þjakandi þreytu er ég komin í kvefverkfall. Búin að jamma þegar ég er spurð hvort ég sé lasin og jæja þegar mér er ráðlagt að fara til læknis, hef hummað það fram af mér að vera veik heima, mæti bara í vinnuna og vinn hægt. Kann ekki að hringja mig inn veika, kannski það sé einhverskonar sjúkdómur?
Nú allavega nenni ég ekki meir. Mætti framhá í vinnuna í morgun og heimtaði höfuðverkjapillu. Reigði mig upp í framtakssemi og arkaði svo heim í þessari líka blíðu. Nú dugar ekkert annað en að mæta í ræktina á morgun, svei mér þá.
Í gær stundi eiginmaðurinn af beinverkjum. Í morgun kvartaði hann sáran yfir þokuhnykli í höfði. Akkúrat núna er hann á læknavaktinni, er víst búinn að hósta svo mikið, þessi elska.
Það verður hver að fá að vera eins og hann er gjörður las ég einhversstaðar á einhverju bloggi einhverntíman. Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
Nú allavega nenni ég ekki meir. Mætti framhá í vinnuna í morgun og heimtaði höfuðverkjapillu. Reigði mig upp í framtakssemi og arkaði svo heim í þessari líka blíðu. Nú dugar ekkert annað en að mæta í ræktina á morgun, svei mér þá.
Í gær stundi eiginmaðurinn af beinverkjum. Í morgun kvartaði hann sáran yfir þokuhnykli í höfði. Akkúrat núna er hann á læknavaktinni, er víst búinn að hósta svo mikið, þessi elska.
Það verður hver að fá að vera eins og hann er gjörður las ég einhversstaðar á einhverju bloggi einhverntíman. Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
miðvikudagur, 10. apríl 2019
Af apa, ketti og klifri
Varð litið út um gluggann og sá kettlingana mína tvo hátt uppi í tréi nágrannans. NEI var það fyrsta sem flaug í hugann, árans vandræði var það næsta. Sá myndarlegi nýfarinn í ræktina og ég fór strax að sjá fyrir mér hvernig ég yrði að hringja á slökkviliðið eftir aðstoð við að ná apaköttunum niður. Í næstu andrá fylgdist ég með þeim hlaupa niður trjábörkin og kútveltast í leik á garðflötinni áður en þau tóku aftur stökkið uppí sama tré, hlupu upp um greinar þess og aftur niður eins og ekkert væri. Apakettir og klifurkettir sumsé. Útikettir að auki síðan í fyrradag.
Vorum búin að ákveða að kettlingarnir yrðu inni þar til búið væri að örmerkja og gelda greyin, rétt leyfðum þeim að valsa inn og út um svefnherbergisgluggann okkar til að komast út á svalirnar í risinu enda handriðið allt of hátt fyrir litla, krúttlega kettlinga. Eftir 2 nátta útiveru Bjössa varð okkur myndarlega ljóst að svalahandriðið dygði líklega ekki til og kettlingar, já,já, þeir koma sér greinilega niður af þökum. Gátum ekki hugsað okkur að meina þeim greyjunum um súrefni í litlu kettlingalungun (svona erum við geld í staðföstunni) svo sá myndarlegi rauk í dýrabúð, keypti rauða ól handa Bjössa og bláa handa Birtu og *púff* út um verandarhurðina ruku þau sumsé í fyrradag og urðu útikettir með það sama.
Talandi um ræktina þá hef ég hóstað og hnerrað og snýtt mér síðan ég fór síðast. Vissulega eru báðir Pétrarnir í lífi mínu búnir að vera með kvefpest en það er alveg ljóst að óhóflegt kapp í konu í líkamsræktarstöð er heilsuspillandi.
Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
Vorum búin að ákveða að kettlingarnir yrðu inni þar til búið væri að örmerkja og gelda greyin, rétt leyfðum þeim að valsa inn og út um svefnherbergisgluggann okkar til að komast út á svalirnar í risinu enda handriðið allt of hátt fyrir litla, krúttlega kettlinga. Eftir 2 nátta útiveru Bjössa varð okkur myndarlega ljóst að svalahandriðið dygði líklega ekki til og kettlingar, já,já, þeir koma sér greinilega niður af þökum. Gátum ekki hugsað okkur að meina þeim greyjunum um súrefni í litlu kettlingalungun (svona erum við geld í staðföstunni) svo sá myndarlegi rauk í dýrabúð, keypti rauða ól handa Bjössa og bláa handa Birtu og *púff* út um verandarhurðina ruku þau sumsé í fyrradag og urðu útikettir með það sama.
Talandi um ræktina þá hef ég hóstað og hnerrað og snýtt mér síðan ég fór síðast. Vissulega eru báðir Pétrarnir í lífi mínu búnir að vera með kvefpest en það er alveg ljóst að óhóflegt kapp í konu í líkamsræktarstöð er heilsuspillandi.
Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
fimmtudagur, 4. apríl 2019
Fór í ræktina í gær
Eftir svaðalega leti og át í París (sem er langtum skárri afsökun en almenn leti og át heimafyrir) fór ég sumsé loks í ræktina í gær. Eftir alla heitu tímana ákvað ég að prófa eitthvað nýtt. Eftir alla letina ákvað ég að 30 mínútna tími væri fínn fyrir frúnna. Einhver core tími sem átti víst að vinna verulega á miðju líkamans, ég meina, hálftímatími er bara næs fyrir letingja, ha? Nema, tíminn var drulluerfiður og auðvita fer enginn í ræktina í bara hálftíma, svo ég drattaðist eftir tíma að svona tæki sem eiginmaðurinn kallar skíðavél nema mér leið eins og ég væri að hlaupa í græjunni. Ákvað að dóla mér í þessu í aðrar 30 mínútur sem var afar vanhugsað þar sem ég var ekki með headfón eða neitt til að hlusta á. En jæja, ég var "hlaupin" af stað og ákvað að kýla bara á þetta. Við hliðina á mér var kona einhverju eldri en ég á eins græju en töluvert vanari, sýndist mér, horfði á fréttir á meðan hún "hljóp" eins og vindurinn nema ég (sem var ekki með neitt í eyrunum, þið munið) fór að hlusta á pústið í henni og áður en ég vissi af var ég farin að keppa við hana, hljóp og hljóp og hljóp.
Konan við hliðina á mér tók ekki eftir neinu en ég tók eftir því að veðurfréttirnar voru komnar á skjáinn hjá henni og seildist eftir vatnsbrúsanum mínum og tók slurk áður en ég þreifaði eftir handklæðinu til að þverra svitann af enninu á mér. Hélt áfram að hlaupa. Hljóp og hljóp og hljóp. Konan við hliðina á mér tók á sprett. Hennar andardráttur fór á flug. Síðan komu íþróttafréttirnar, á skjáinn hjá henni. Á þeim tímapunkti var ég hætt að finna fyrir tánum á mér. Svona sirka á meðan veðurfréttirnar runnu (yfir skjáinn hjá henni) var ég farin að finna stingi í tánum, allt í góðu með það. En þarna ákvað ég að hætta. Eftir 27 mínútur var mínu hlaupi lokið.
Líklega snubbóttur endir á hlaupaferli en tja, ég fór allavega i ræktina í gær, legg ekki meira á ykkur.
Konan við hliðina á mér tók ekki eftir neinu en ég tók eftir því að veðurfréttirnar voru komnar á skjáinn hjá henni og seildist eftir vatnsbrúsanum mínum og tók slurk áður en ég þreifaði eftir handklæðinu til að þverra svitann af enninu á mér. Hélt áfram að hlaupa. Hljóp og hljóp og hljóp. Konan við hliðina á mér tók á sprett. Hennar andardráttur fór á flug. Síðan komu íþróttafréttirnar, á skjáinn hjá henni. Á þeim tímapunkti var ég hætt að finna fyrir tánum á mér. Svona sirka á meðan veðurfréttirnar runnu (yfir skjáinn hjá henni) var ég farin að finna stingi í tánum, allt í góðu með það. En þarna ákvað ég að hætta. Eftir 27 mínútur var mínu hlaupi lokið.
Líklega snubbóttur endir á hlaupaferli en tja, ég fór allavega i ræktina í gær, legg ekki meira á ykkur.
mánudagur, 18. mars 2019
Lubba labbar heim
Er komin með lubba. Algengt vandamál þegar kona er með stutt hár. Stutt hár er fljótt að verða að lubba, hvað þá þegar hárið er fljótt að vaxa. Rigningunni óx einnig ásmeginn í dag, komin hellidemba þegar ég gerði mig klára til að labba heim. Í regnjakka, að sjálfsjögðu. Jú, auðvita rauðum, segir sig sjálft.
Var komin upp hálfa Hofsvallagötuna þegar ég tók hettuna niður. Vissulega húðrigndi en rokið var svo milt og ég naut þess sannast sagna að finna rigninguna leika við lubbann. Kannski ímyndaði ég mér það en mér fannst ég finna hvernig rigningin og vindurinn kitluðu lubbann í dansi, fannst ég finna þessa laufléttu blöndu hlaupa lubbanum í sveiflu.
Á Laugaveginum varð mér litið í glugga og sá að lubbinn var hlaupinn í liði, hlykkjandi liði sem dönsuðu í allar áttir. Ég brosti við sjálfri mér og hélt áfram að arka.
Arka leiðina heim því ég er ekki bara komin með lubba, ég er líka komin með kettlinga. Litla, líflega kettlinga sem komu hlaupandi á móti mér er ég steig inn um dyrnar heima, lubbinn löngu hættur að dansa í sveigjum og farinn að drjúpa votu höfði. Regnblautur lubbinn, regnjakkinn og gallabuxurnar skiptu kettlingana engu máli. Ekki mig heldur.
Var komin upp hálfa Hofsvallagötuna þegar ég tók hettuna niður. Vissulega húðrigndi en rokið var svo milt og ég naut þess sannast sagna að finna rigninguna leika við lubbann. Kannski ímyndaði ég mér það en mér fannst ég finna hvernig rigningin og vindurinn kitluðu lubbann í dansi, fannst ég finna þessa laufléttu blöndu hlaupa lubbanum í sveiflu.
Á Laugaveginum varð mér litið í glugga og sá að lubbinn var hlaupinn í liði, hlykkjandi liði sem dönsuðu í allar áttir. Ég brosti við sjálfri mér og hélt áfram að arka.
Arka leiðina heim því ég er ekki bara komin með lubba, ég er líka komin með kettlinga. Litla, líflega kettlinga sem komu hlaupandi á móti mér er ég steig inn um dyrnar heima, lubbinn löngu hættur að dansa í sveigjum og farinn að drjúpa votu höfði. Regnblautur lubbinn, regnjakkinn og gallabuxurnar skiptu kettlingana engu máli. Ekki mig heldur.
sunnudagur, 13. janúar 2019
Lífslækur lifandi
Sá myndarlegi er í göngu. Árlegri borgargöngu nema í ár nennti ég ekki með. Hentist niður og kyssti karlinn áður en hann fór. Lét sem ég sæi ekki uppvaskið eftir matarboð gærkvöldsins. Skreið aftur upp í rúm með kaffibolla og hélt áfram að lesa. Teygði mig í konfektkassa sem ég fékk í jólagjöf. Valdi mér fallegan mola með hvítri ábreiðu og valhnetu þar ofan á. Hugsaði með mér að í fjarveru karlsins þyrfti ég ekki að bíta molann í tvennt og deila með honum. Stakk molanum því heilum uppí mig og byrjaði að tyggja. Marsípanfylling molans fyllti út í munninn á mér svo ég tugði hratt og flýtti mér að kyngja. Þambaði því næst úr kaffibollanum til að losna sem fyrst við óbragðið úr munninum á mér. Ekki að mér líki ekki við marsípan, ég hata marsípan. Svo mikið að ég myndi heldur éta lúku af rúsínum en að éta marsípan.
Af þessari græðgisstund hefur því frúin lært að betra er að bíta í konfektmola en að gleypa í heilu lagi.
Af þessari græðgisstund hefur því frúin lært að betra er að bíta í konfektmola en að gleypa í heilu lagi.
miðvikudagur, 9. janúar 2019
Lax, lax, lax og aftur lax!
Núnú, kallinn ekki heima? spurði Lárus sposkur á svip þegar ég bað hann um bita af laxi yfir fiskborðið í Melabúðinni áðan. Karlinn minn er nefnilega ekkert hrifin af laxi. Þess vegna er það orðið að ritúali hjá mér að fá mér lax þegar sá myndarlegi er að heiman. Maka laxinn í ólafíuolíu og krydda með Köd&grill. Hendi bitanum undir grillið í ofninum í nokkrar mínútur.
Í kvöld spurði Lárus: þú færð þér nú eitthvað gott með þessu, er það ekki? og ég svaraði: jú, fæ mér alltaf hvítvínsglas með.
Í morgunn klæddi ég mig í sokkabuxnaleggings sem ég hafði sjálf keypt inn í 3 Smára þegar ég vann þar (ómunatíð), steypti yfir mig peysunni sem ég keypti notaða í Spútník. Ætlaðir þú ekki að vera í kjól spurði eiginmaðurinn þegar ég spígsporaði niður tröppurnar af efri hæðinni. Jeramundur minn skrækti ég, ég gleymdi að fara í kjólinn!
Eins gott að eiginmaðurinn verður ekki lengi fjarverandi.
Í kvöld spurði Lárus: þú færð þér nú eitthvað gott með þessu, er það ekki? og ég svaraði: jú, fæ mér alltaf hvítvínsglas með.
Í morgunn klæddi ég mig í sokkabuxnaleggings sem ég hafði sjálf keypt inn í 3 Smára þegar ég vann þar (ómunatíð), steypti yfir mig peysunni sem ég keypti notaða í Spútník. Ætlaðir þú ekki að vera í kjól spurði eiginmaðurinn þegar ég spígsporaði niður tröppurnar af efri hæðinni. Jeramundur minn skrækti ég, ég gleymdi að fara í kjólinn!
Eins gott að eiginmaðurinn verður ekki lengi fjarverandi.
þriðjudagur, 8. janúar 2019
Hættu að væla, komdu að kæla
Allir og amma þeirra voru í ræktinni í gær. Ég þar á meðal. Var nokkuð góð með mig og ákvað að skella mér í 75 mínútna jóga í heitum sal. Jógað var fínt, hitinn var skelfilegur. Svo skelfilegur að ég var farin að sprauta vatni framan í mig í þeirri veiku von að kæla mig örlítið niður. Virkaði ekki rassgat. Þegar ég stóð upp af dýnunni og fikraði mig út úr salnum fannst mér eins og það myndi líða yfir mig. Í alvöru. Andlitið á mér var rauðara en rauði bolurinn sem ég var í. Í alvöru. Fór í kalda sturtu á eftir. Í alvöru.
Hélt áfram að vera roggin með mig og mætti aftur í ræktina í kvöld. Enn mikið af fólki en þó ekki sami sardínudósafílingurinn og kvöldinu áður. Fór í Hot Fitness, já, aftur í heita salinn en vissi af fenginni reynslu að hitinn er ekki jafn skelfilegur í þeim tíma. Eða, hann á ekki að vera það en hann var svo skelfilegur að ég var farin að sprauta vatni yfir hausinn á mér í þeirri veiku von að kæla mig niður. Virkaði ekki rassgat. Sem betur fer var þessi tími bara klukkustund og ég slapp við yfirliðstilfinninguna sem hlýtur að vera jákvætt. Eiginmaðurinn vildi endilega lána mér rauðan bol af sér eftir að hafa heyrt lýsingarnar kvöldinu áður, hann er úr svo léttu efni sagði hann. Virkaði ekki rassgat. Andlitið á mér var rauðara en bolurinn. Í alvöru. Fór í kalda sturtu á eftir. Í alvöru.
Ætla ekki í ræktina annað kvöld. Köld sturta tvö kvöld í röð er alveg nóg fyrir mig. Í alvöru.
Hélt áfram að vera roggin með mig og mætti aftur í ræktina í kvöld. Enn mikið af fólki en þó ekki sami sardínudósafílingurinn og kvöldinu áður. Fór í Hot Fitness, já, aftur í heita salinn en vissi af fenginni reynslu að hitinn er ekki jafn skelfilegur í þeim tíma. Eða, hann á ekki að vera það en hann var svo skelfilegur að ég var farin að sprauta vatni yfir hausinn á mér í þeirri veiku von að kæla mig niður. Virkaði ekki rassgat. Sem betur fer var þessi tími bara klukkustund og ég slapp við yfirliðstilfinninguna sem hlýtur að vera jákvætt. Eiginmaðurinn vildi endilega lána mér rauðan bol af sér eftir að hafa heyrt lýsingarnar kvöldinu áður, hann er úr svo léttu efni sagði hann. Virkaði ekki rassgat. Andlitið á mér var rauðara en bolurinn. Í alvöru. Fór í kalda sturtu á eftir. Í alvöru.
Ætla ekki í ræktina annað kvöld. Köld sturta tvö kvöld í röð er alveg nóg fyrir mig. Í alvöru.
föstudagur, 4. janúar 2019
Í matinn er þetta helst
Lengsta 3ja daga vinnuvika í manna minnum er loks orðin að föstudagskveldi. Við hjónin liggjum eins og slytti á sófanum, búin að raða í okkur ostum og kryddpylsum og vínberjum og baguettusneiðum. Nenntum ekki að elda. Rétt svo að karlinn hefði sig í að draga tappa úr rauðvínsflösku. Einstaka sprengjuhvellir hljóma milli rokhviða og af gluggarúðunni að dæma drýpur enn af þéttri, fíngerðri rigningunni. Innandyra loga kertaljós í bland við sjónvarpsglampa. Árið er sannarlega nýtt en frúin er sú sama.
Að auki vil ég segja þetta: mér finnst gott að vera löt.
Að auki vil ég segja þetta: mér finnst gott að vera löt.
fimmtudagur, 3. janúar 2019
Nýárs fusion.
Var alveg hlandviss um að ræktin yrði yfirfull af einbeittum lýð með nýársheitarmöntrur og hrökkkexmylsnur í báðum munnvikum. Vildi svo skemmtilega til að ég hafði rangt fyrir mér, svo rangt að á tímabili var ég farin að óttast að það yrði enginn tími. Hæfileg blanda af Thai chi, Pilates, Yoga og temmilegt magn af kerlingum. Kamillute í bolla og frúin harla roggin með sjálfa sig fyrir að hafa hlunkast í ræktina á árdögum nýs árs.
Á fyrsta kvöldi ársins sauð myndarlegi maðurinn hrísgrjón, dró fram bút af hamborgarhrygg og hangikjeti, baunablöndu í skál og brúna sósu sem hann hitaði upp. Sjálf kippti ég ekkjunni inn af veröndinni og skenkti í glös enda engin hemja að ætla lengra inn í nýtt ár án þess að væta kverkarnar með kampavíni (og þá meina ég kampavíni).
Merkilegt annars hvað 3ja daga vinnuvika er löng.
Á fyrsta kvöldi ársins sauð myndarlegi maðurinn hrísgrjón, dró fram bút af hamborgarhrygg og hangikjeti, baunablöndu í skál og brúna sósu sem hann hitaði upp. Sjálf kippti ég ekkjunni inn af veröndinni og skenkti í glös enda engin hemja að ætla lengra inn í nýtt ár án þess að væta kverkarnar með kampavíni (og þá meina ég kampavíni).
Merkilegt annars hvað 3ja daga vinnuvika er löng.
þriðjudagur, 1. janúar 2019
Af konu og kampavínsleysi
Eftir að hafa lesið langt fram á morgun líður mér eins og ég sé andvaka eftir 4 tíma svefn. Sit við eldhúsborðið í myrkrinu í slopp af þeim myndarlega og dauðlangar í rjúkandi kaffi. Á síðasta kvöldi nýliðins árs át ég safaríkasta kalkún sem ég hef á ævi minni smakkað og úðaði þar á eftir í mig besta heimatilbúna ís sem ég hef á sömu ævi bragðað. Fór á brennu, sem ég hef ekki gert í nokkur ár, og hugsaði til pabba míns. Hló að skaupinu, mér til mikillar furðu, og reyndi að rifja upp hvenær það hefði gerst síðast. Á miðnætti sat ég í sprengingum og látum og las ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðsson milli þess sem ég dáðist að sofandi 10 mánaða drengnum sem ég gætti meðan foreldrar hans og sá myndarlegi og elsti bróðir þeirra og frú og dóttir þeirra og piltar hennar hurfu út í buskann að mæna á sprengjuæði landans.
Í fyrsta skipta í háa herrans tíð, eins langt og hún nú annars nær fyrir konu á fimmtugsaldri, drakk ég ekkert kampavín á gamlárs (nei, freyðivínsglasið sem ég dembdi í mig þarna eftir miðnættið telst ekki með). Ekkjurnar mínar tvær lúra því ískaldar á sínum stað, önnur í ísskápnum, hin á veröndinni, og bíða eftir því að fá að iða.
Ég er nú samt að hugsa um að byrja á því að hella uppá blessað kaffið. Aldrei að vita nema ég fái mér konfektmola líka, það er jú víst nýtt ár. Eina ferðina enn.
Í fyrsta skipta í háa herrans tíð, eins langt og hún nú annars nær fyrir konu á fimmtugsaldri, drakk ég ekkert kampavín á gamlárs (nei, freyðivínsglasið sem ég dembdi í mig þarna eftir miðnættið telst ekki með). Ekkjurnar mínar tvær lúra því ískaldar á sínum stað, önnur í ísskápnum, hin á veröndinni, og bíða eftir því að fá að iða.
Ég er nú samt að hugsa um að byrja á því að hella uppá blessað kaffið. Aldrei að vita nema ég fái mér konfektmola líka, það er jú víst nýtt ár. Eina ferðina enn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)