miðvikudagur, 15. maí 2019

Kom rassblaut heim

Hnakkurinn á hjólinu mínu var blautur eftir að hafa staðið úti í allan dag. Komst að því í dag að rauði regnkápujakkinn minn er of síður fyrir hjólreiðar, frekar hallærislegt að stoppa á ljósum eða við gangbraut og komast ekki af hjólinu af því að jakkinn er búinn að krækja sig yfir hnakkinn.

Hjólaði sjávarleiðina heim í léttum úða. Ekki bara er rauði jakkinn óhentugur til hjólreiða, hann er líka alsettur drulluslettum sem og bakpokinn sem ég var með. 

Heima fyrir voru það moldarlituð kattaloppuför sem tóku á móti mér á parketinu, borðstofuborðinu og gluggakistunni. 

Engin ummæli: