sem skírð var Hallveig í höfuðið á landnámskonu okkar Íslendinga, er níutíu ára í dag. Amma er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún hefur ákveðið hugarfar og sterkar skoðanir. Hún hefur alltaf fylgst vel með öllum fréttum og viðburðum og veit því heljarins ósköp um allt og ekki neitt. Með ömmu hef ég ófáum Billede blöðum flett og rætt um konungsslekt, afa, Reykjavík, bækur og ástina yfir kaffi og Berlínarbollum. Amma kenndi mér að matreiða snitzel og að klæða mig rétt í nælonsokkabuxur. Hún býr líka til besta plokkfisk í heimi, kakósúpu og klatta.
Amma segist ekki hafa látið sér koma til hugar hún ætti eftir að verða níræð, en það sé í góðu lagi meðan hugurinn virkar og minnið bregst ekki.
Hér er amma mín 16 ára
Og hér erum við amma í níræðisafmælinu hennar fyrr í kvöld