fimmtudagur, 30. desember 2010

Annað land, annar heimur

Amma löngu langa, 90 ára.
Lárus Breki, 3 ára.
Í afmælisveislu gærdagsins.

Amma: Hvar er annar sokkurinn þinn?
Breki: Í Kringlunni.
Amma: Ha?? Í Kringlunni??
Breki: Jaaá, í Ævintýralandi.

miðvikudagur, 29. desember 2010

Amma mín,

sem skírð var Hallveig í höfuðið á landnámskonu okkar Íslendinga, er níutíu ára í dag. Amma er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún hefur ákveðið hugarfar og sterkar skoðanir. Hún hefur alltaf fylgst vel með öllum fréttum og viðburðum og veit því heljarins ósköp um allt og ekki neitt. Með ömmu hef ég ófáum Billede blöðum flett og rætt um konungsslekt, afa, Reykjavík, bækur og ástina yfir kaffi og Berlínarbollum. Amma kenndi mér að matreiða snitzel og að klæða mig rétt í nælonsokkabuxur. Hún býr líka til besta plokkfisk í heimi, kakósúpu og klatta.

Amma segist ekki hafa látið sér koma til hugar hún ætti eftir að verða níræð, en það sé í góðu lagi meðan hugurinn virkar og minnið bregst ekki.

Hér er amma mín 16 ára


Og hér erum við amma í níræðisafmælinu hennar fyrr í kvöld

þriðjudagur, 28. desember 2010

Jóla hvað...

Fyrir jólin bakaði ég þrjár sortir af smákökum sem misheppnuðust allar. Myndarlegi maðurinn þráast við að narta í eina sortina og bjóða gestum uppá, en hinar tvær fóru nánast beina leið í safnhauginn. Við fórum því á stúfana og festum kaup á 2ja kg konfektkassa sem við annars vorum búin að ákveða að láta eiga sig að kaupa þessi jólin. Þegar heim var komið rifjaðist það upp fyrir okkur að Pétur fengi væntanlega sinn hefðbunda konfektkassa frá vinnustaðnum. Þegar hann svo ákvað að stinga þeim kassa í hólfið á orgelinu í gær til geymslu, fann hann kassann frá því í fyrra.

Eftir 243 unnar stundir í mánuðinum kom helgarfríið svo loksins. Jólin voru endemis yndisleg og frábær og góð með ást og ást og enn meiri ást. Enda þótt smákökurnar hafi klikkað, klikka ég aldrei á hinum eina, sanna jólastemmara