miðvikudagur, 30. júní 2010

Fyrirmynd

Fyrir þrjátíu árum var ég fimm ára. Ég kaus ekki Vigdísi Finnbogadóttur og hef ekki hugmynd um hvar ég var stödd, eða hvað ég var að gera þegar Vigdís var kjörin forseti Íslands. Ef til vill var það sami örlagaríki dagurinn og þegar mér loksins tókst að suða kasettu frá stóru systur minni og gat sjálf hafist handa við að taka upp lög úr útvarpinu. Kannski var ég bara að lesa fyrir litla bróður minn eða stríða honum. Ég er engu að síður stolt sem Íslendingur að eiga þessa fyrirmyndarkonu sem fyrrum forseta Íslands. Ég las nýverið sögu Vigdísar í þeim tilgangi að kynnast henni betur. Ég naut mest og best að lesa innlegg hennar sjálfrar í bókinni; hvílík skynsemdarkona.

Ég er ekki búin að senda, né yfirhöfuð ákveða hver fær fyrirmyndar-bréfið mitt. En ég er þegar komin með lista yfir gott fólk sem á skilið takk-bréf fyrir að standa mér nær hvernig sem viðrar.

Fyrirmynd KV 1 e-ð til eftirbreytni, fordæmi; ágæti: