Austurlenski réttur gærdagsins varð að austurlenskri kássu kvöldsins, og aðsúgur gerður að Hannesi Hólmstein í vikunni sem leið. Ég á ekki mikla samleið með fólki sem mótmælir Æseif, en get ekki annað en tekið hattinn ofan fyrir fólkinu sem hrelldi kjaftaskúminn. það á að láta Hannes Hólmstein finna fyrir því hversu mikið samfélagsmein hann er.
Var annars að koma af stórfínum jazz-tónleikum á Rósenberg. Stórsveit Reykjavíkur flutti lög Toshiko Akiyoshi. Ætla að voga mér að vera doldið bjartsýn og láta mig dreyma um fjölmiðlabann á Hannes Hólmstein Gissurarson. Við eigum ekki að þurfa að þola eina spýju í viðbót úr vaðandi trantinum á honum.
mánudagur, 31. ágúst 2009
laugardagur, 29. ágúst 2009
Húðleti
Bakarísmorgunmatur, sterkt kaffi og myndarlegi maðurinn. Kisuklapp, Bónus, bæjarrölt, pulsa með næstum öllu, súkkulaðikaka, bækur og myndarlegi maðurinn. Austurlensk eldamennska, kertaljós, heitt bað og myndarlegi maðurinn. Lítill sófi, faðmur, nasl og myndarlegi maðurinn.
Það er gott að vera latur þegar maður er búinn að ákveða að vera latur. Og það er gott að eiga góða kærastann minn sem myndarlega manninn.
Það er gott að vera latur þegar maður er búinn að ákveða að vera latur. Og það er gott að eiga góða kærastann minn sem myndarlega manninn.
föstudagur, 28. ágúst 2009
miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Prieka
Habði mig á fætur til að borða morgunmat með jakkafataklæddum myndarlega manninum. Fór í rauðu hælana eins og alltaf fyrir morgunmat, en uppgvötaði í lyftunni ég hafði gleymt að greiða mér. Ég lét það ekki slá mig út af laginu og gúffaði í mig petite - croissants og vondu kaffi.
Er annars að hafa það ofsalega gott í Riga sem er "lítil" borg* og vinaleg. Búin að vígja rauðu Zöruskónna mína á opnunarkvöldi ráðstefnunar. Er í stuttbuxum dag hvern í brakandi sólinni. Búin að þræða allar litlu hliðargöturnar, dást að art nouveouinu, borða hefðbundinn Lattneskann mat, skrifa nokkur póstkort, fara í siglingu og á safn. Reyni að gleyma vaðandi trantinum á Hannesi Hólmsteini.
Fleiri söfn eftir. Best að kyssa vinnandi kærastann jakkafataklæddann með bindi, í NVF-bás í ráðstefnuhöllinni, áður en ég tek strikið yfir brúnna.
*auðvelt að rata
Er annars að hafa það ofsalega gott í Riga sem er "lítil" borg* og vinaleg. Búin að vígja rauðu Zöruskónna mína á opnunarkvöldi ráðstefnunar. Er í stuttbuxum dag hvern í brakandi sólinni. Búin að þræða allar litlu hliðargöturnar, dást að art nouveouinu, borða hefðbundinn Lattneskann mat, skrifa nokkur póstkort, fara í siglingu og á safn. Reyni að gleyma vaðandi trantinum á Hannesi Hólmsteini.
Fleiri söfn eftir. Best að kyssa vinnandi kærastann jakkafataklæddann með bindi, í NVF-bás í ráðstefnuhöllinni, áður en ég tek strikið yfir brúnna.
*auðvelt að rata
laugardagur, 22. ágúst 2009
Riga
Í tilefni af afmæli bróður míns er ég rokin til Riga á rauðum skóm.
Myndarlegi maðurinn ætlar að vinna, ég ætla að skemmta mér.
föstudagur, 21. ágúst 2009
Stella
Að öðrum og miklu skemmtilegri tíðindum. Þessi litla skotta hefur ekki bara fengið gott heimili hjá góðu fólki, hún hefur líka fengið skottunafnið Stella. Hún er ógó* sæt.
*Fyrir samheitaorðabókafólk: ógó er Vestmannaeyska.
fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Fyrirgefðu
Vaknaði við hlægjandi Dr. Gunna að biðjast afsökunar í Morgunútvarpinu á 50.000,- kr. myntkörfuláninu sínu. Las svo bakhliðar-hrunleiðarann hans í Fréttablaðinu með Seriósinu. Mér finnst Dr. Gunni skemmtilegur og er löngu búin að jafna mig á útlitsbreytingum hans í kjölfar megrunar. Finnst satt best að segja eins og hann hafi aldrei litið öðruvísi út. Bara með skalla og rautt yfirvaraskegg.
Ég er þó hvergi nærri byrjuð að jafna mig á því siðleysi og spillingu sem vellur upp úr útrásargraftarkýlum fyrrum víkinga. Ég er hinsvegar komin nokkuð langt frá því að bíða, né heldur vilja afsökunarbeiðni frá einum né neinum. Innantómar afsökunarbeiðnir hafa öngva merkingu. Og siðleysingjar kunna ekki að iðrast. Ég vil sakfellingar. Og dóma. Og fyrrv. einræðisherra okkar í stofufangelsi. Svona eins og Pinochet Argentínu. Hann kemst þá ekki á mótmæli á meðan.
þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Lúffur & lax
Nændís er mætt í ráðuneytið. Já, Nændís, litla systir hennar Eydísar. Ég hef heyrt af því að tískan fari í hringi. Jafnvel þóst upplifa það. Veit samt ekkert hvernig ég á að bregðast við tískunni frá því ég var ung. Eða er það ekki örugglega bara tískan frá því ég var yngri..
Stend mig altjént að því að fletta hverri flíkinni af annari með hroðbjóðsgrettu á andlitinu. Og langar í aðra hvora flík.
fimmtudagur, 13. ágúst 2009
strætó.is
Ég er svo lánsöm að eiga myndarlegann kærasta sem á gyllta eðalkerru og nennir að sækja mig í vinnuna. Sér í lagi þar sem fimmtudagsopnun til 21:00 er aftur orðin að veruleika í Smáralind. Hefði annars orðið að bíða eftir 22:27 strætó-num. Væri ekki einu sinni komin heim.
Strætó er handónýtt, fokdýrt apparat.
mánudagur, 10. ágúst 2009
laugardagur, 8. ágúst 2009
Petals
Nennti ekki að vera mætt 50 mín. fyrr í vinnuna í morgun. Ég ákvað því í stað þess að taka tvistinn minn eins og venjulega, að leggja í för með 15 og 24, sem skv. leiðarkerfi straeto.is áttu að koma mér í Smáralindina 12 mín. fyrir tilsettann tíma.
Leið 15 var á réttum stað á réttum tíma og bílstjórinn afskaplega kumpánlegur og hjálpsamur, lýsti ítarlega fyrir mér staðsetningu skýlisins Straums við Birtingarkvísl, þar sem aftur skv. leiðarkerfi straeto.is, ég átti einungis að þurfa að bíða í 4 mín. eftir leið 24.
Í Straum hitti ég fyrir konu á miðjum aldri og þar sem ég var á ókunnugum strætó-stöðum, ákvað ég að bjóða góðann daginn og spyrja út í ferðir 24. Konan tjáði mér að 24 væri nýfarinn. Ég leit á klukkuna sem sýndi að enn væri heil mín. í að 24 ætti að vera við Straum. Undrunin, vonbrigðin og örvæntingin hlýtur að hafa sést á smettinu á mér, því konan fór að spyrja mig hvert ég væri að fara og í áframhaldi að ég kæmist með fimmuni í Smáralindina.
Ég hljóp því af stað í næsta skýli eingöngu til að komast að því, að fimman væri ekki væntanleg fyrr en 6 mín. yfir heila tímann. Heila tímann sem ég varð að vera mætt í vinnuna til að opna ráðuneytið sem ég ber ábyrgð á þessa helgina.
Korter til stefnu og ég hljóp á appelsínugulu hælunum á N1 þar sem ég hringdi á Hreyfil-Bæjarleiðir og pantaði bíl. Ég þarf víst varla að taka fram að meðan á öllu stóð dembdi niður rigningu eins og skollin væri á kreppa. Hárið á mér var klesst aftur og bleiku gallabuxurnar límdar við lærin á mér er leigubílinn renndi að eftir skamma bið. Ég var komin á áfangastað 2 mín. í með óveðurský rjúkandi upp úr hausnum á mér, en sem betur fer aðeins 1 skjátu í bið eftir mér fyrir utan ráðuneytið.
Ég hélt ég hefði hrist af mér árans skýið með því hugarfari að fall væri faraheill og mín biði skemmtilegur dagur. Við vorum hinsvegar undirmönnuð í dag og allir sem ekki voru staddir á gay pride, voru staddir í Smáralind. Eins og dagurinn hefði ekki verið nógu pakkaður á opnunartíma, var að sjálfsögðu fólk skv. íslenskri hefð, að dóla sér við tuskuskoðun og hugsanleg innkaup langt fram eftir lokun ráðuneytisins. Ég varð því aftur að taka sprettinn á appelsínugulu hælunum eftir uppgjör dagsins.
Óskaði þess heitt ég hefði verið með myndavélina á mér er ég hlunkaðist niður í sætið í tvistinum mínum. Við fætur mér lá falleg hrúga af appelsínugulum rósablöðum, rétt si svona í stíl við fótabúnaðinn og blés endanlega óveðurskýinu úr hausnum á mér.
Hef og enda haft það afskaplega gott með kettinum í kvöld. Sakna þess að vera heima hjá mér, en sakna myndarlega mannsins þó enn og meira.
miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Bullíska
Enska, franska, íslenska og norska töluð í heita pottinum nr. 38 í Laugardalnum í kvöld.
Enska og langue d´Oc notuð í bókinni sem ég er að lesa.
Ætli þau haldi áfram að misnota þæfísku á þinginu eftir helgi..
mánudagur, 3. ágúst 2009
Minn frídagur.
Búin að drekka gott kaffi, nota hvíta pilsið mitt óspart, syngja í eldhúsinu, halda 3ja rétta matarboð, fara í göngutúr í Elliðaárdalnum, borðaði rjómavöfflur bakaðar í tilefni 57 ára brúðkaupsafmælis, kaupa bland í poka, horfa á danska mynd með íslenskum texta, nenna ekki á tónleika, drekka Euroshoppergos, fara í sund, koma hjólinu mínu í gott gagn, baka möffins, fara í bíltúr á Korputorginu,hafa gott fólk í kringum mig, lesa, lesa og lesa svo aðeins meira, setja myndir á fésið og borða tvo hamborgarara. *
*Rétt að taka fram að upptalingin á við líðandi helgi og er ekki í röð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)