Mikið leiðist mér sú veitingastaða-lenska að bera kaffið fram á undan eftirréttinum. Þegar ég panta mér eftirrétt og kaffi, vil ég fá kaffið með eftirréttinum. Ég vil hvorki drekka kalt kaffi með eftirréttinum mínum, né eiga rétt botnfyllis-slurk af kaffi eftir þegar eftirrétturinn minn kemur. Hef oft velt því fyrir mér af hverju þetta sé svona og hvort þetta sé sér-íslenskur gjörningur. Hef ekki komist að neinni varanlegri niðurstöðu.
Það er aðeins eitt sem angrar mig meira en þessi gjörningur; þegar ég bið sérstaklega um að fá kaffið um leið og eftirrétinn, og fæ svo kaffið á undan.