sunnudagur, 15. júlí 2012
laugardagur, 14. júlí 2012
föstudagur, 13. júlí 2012
fimmtudagur, 12. júlí 2012
Vaðall um fjöll, fell og háls
Ef ég tryði á guð hefði ég beðið til hans er ég hékk á milli heims og helju* í Reykhólahreppi um daginn. Þar sem ég hékk í brattri hlíðinni og íhugaði að fleygja mér niður stuðlaða klettana, rifjaðist það upp fyrir mér að ég tryði á mig. Með fítonskrafti skutumst ég og hræðslan á toppinn og vorum bænheyrðar af náttúrunnar dýrð
*milli tveggja hnjúka Vaðalfjalla.
Á Úlfarsfelli hefði mátt trúa að þar hefði annar guð aðsetur
en ég trúi á ástina sem fór með mér þangað upp.
Á hálsinum réð þokan ríkjum og Daney varð að trúa á okkur sem teymdum hana í villu og svíma eina 6 auka km á ótraustri stikuleið. Réttu stikurnar leyndust í þokunni
og leiddu okkur niður af hálsinum ásamt dillandi lukkunni.
Er að skreiðast út úr þokunni og trúi á mig sem lukkunar pamfíl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)