Komutími á Akureyri; 03:00.
Áætlaður flugtími; 05:00.
Vorum líka að uppgvöta af hverju hótelgistingin í Glasgow er svona ódýr. Við pöntuðum víst bara 1 nótt en ekki 2. Erum búin að bæta annari nótt við, höfum bara ekki fengið staðfestingu á þeirri pöntun. Ennþá.
Mig hlakkar samt voða mikið til að fara í ferðalag með myndarlega manninum mínum; skrölta í rútu í 5 klst um miðja nótt, borða smurðar eggjasamlokur á leiðinni, gera mér vonir um að sofna í flugvél í fyrsta skipti á ævinni, fara aftur í rútu í Skotlandi og hitta Ástu og Tótu.
Svo er örugglega gaman að vera skotin í Skotlandi.