sunnudagur, 25. apríl 2010

Sko-t-land

Rútuferð frá BSÍ; 22:00.
Komutími á Akureyri; 03:00.
Áætlaður flugtími; 05:00.

Vorum líka að uppgvöta af hverju hótelgistingin í Glasgow er svona ódýr. Við pöntuðum víst bara 1 nótt en ekki 2. Erum búin að bæta annari nótt við, höfum bara ekki fengið staðfestingu á þeirri pöntun. Ennþá.
Mig hlakkar samt voða mikið til að fara í ferðalag með myndarlega manninum mínum; skrölta í rútu í 5 klst um miðja nótt, borða smurðar eggjasamlokur á leiðinni, gera mér vonir um að sofna í flugvél í fyrsta skipti á ævinni, fara aftur í rútu í Skotlandi og hitta Ástu og Tótu.

Svo er örugglega gaman að vera skotin í Skotlandi.

laugardagur, 24. apríl 2010

Bogga litla,

næst elsta systir mín, á afmæli í dagHún hefur náð hinum árlega áfanga að verða jafngömul elstu systur okkar. Og já, við erum allar alsystur.

þriðjudagur, 13. apríl 2010

Shakespeare

Á vorri jörð svo aumt er ekki neitt,
að ekki geti farsæld af því leitt,
né neitt svo gott að ekki verði að illu
ef eðli þess er spillt og leitt í villu.
Dyggðum má snúa í lesti á ýmsar lundir
og löstur verður dyggð ef svo ber undir.

laugardagur, 3. apríl 2010

Ver

Dreymdi nokkuð raunverulega í nótt. Ekki endilega eins og ég myndi sjálf kjósa raunveruleikann, en raunverulegt alveg fram að þeim punkti þar sem ég var komin með inngöngu í vafasamann galdraskóla í djúpum undirheima, og myndarlegi maðurinn var einn af kennurunum þar. Hann var ískaldur og grimmdarlegur í framkomu við mig, allt þar til mér var byrlað eitur og ég hné niður og var svo gott sem komin með fuglshöfuð.
Mín túlkun á draumnum er sú að ég hafi hrapað niður í undirheimana um leið og ég byrjaði að fara inn í sængurverið. Það var svo sem ekkert óþægilegt að vakna í sængurverinu með sængina í fanginu. Myndarlegi maðurinn ætlar öngvu að síður að bródera fallegann fugl í hliðina á verinu, og hefur fullvissað mig um að hann sé ekki að kenna á daginn; hann vinni bara hjá Vegagerðinni.

föstudagur, 2. apríl 2010

K

Af því Parísardaman stal flottustu myndinni af eldgosinu af vef RÚV og af Landhelgisgæslunni, ætla ég að stela henni frá henni. Hún gerir þá varla annað en að skamma mig fyrir það.K er vissulega fyrir Kristín en ég held að þessi skilaboð komi frá Kötlu. Katla kallar á Kristínu.

fimmtudagur, 1. apríl 2010

Decor

Þegar myndarlegi maðurinn masar og masar og missir svo fimina í málfærninni og segir; hvað ætlaði ég nú aftur að segja? finnst mér ofsalega sniðugt að svara; ætlaðir þú ekki bara að þegja? Enda segja og þegja svo gott sem sama orðið og ég svo ofsalega sniðug stelpa. Hlæ og enda langhæst að sjálfs míns fyndni.

Örkuðum í bæinn í dag í frískandi veðrinu. Ég fékk óvæntann glaðning í vikunni í ígildi fjárs. Leyfði mér því að fjárfesta frekar í HlíðarTún-gjörningnum og arkaði svo beint í Bónus að kaupa sælgæti. Þetta kalla ég almennilega bæjarferð