Miðað við þau ógrynni af rísottógrjónum sem ég hef þegar innbyrt fannst mér kominn tími til að hræra í aborrogrjónum sjálf. Sannreyndi þá visku að rísottógerð sé í raun einföld en krefjist þolinmæði. Hélt í heiðri ítölsku reglu Margrétar systur minnar og drakk glas af víni með matseldinni. Góð regla það.
Byrjaði á að velta 20 kirsuberjatómötum upp úr olíu og pipraði. Bakaði síðan í ofni í næstum því hálftíma, eða þar til þeir voru orðnir mjúkir
Skar lauk smátt og mýkti í 3 msk af smjöri og 1 msk af ólífuolíu. Þegar laukurinn var orðinn fallega glær setti ég 400 gr af rísottógrjónum í pottin og hrærði vel saman í ca 2 mín. Hellti því næst 125 ml af þurru hvítvíni í pottinn, lét sjóða og og hrærði stöðugt í meðan vínið sauð niður
Bætti 400 gr af niðurskornum tómötum úr dós í pottinn og lét malla í ca mínútu. Þá er komið að þolinmæðispartinum; 1,5 ltr (já, 1,5 ltr) af kjúklingasoði er blandað saman við og honum er ekkert hellt neitt útí sko, heldur er einni ausu af soði hellt útí pottinn í einu og hrært svo gott sem stöðugt í á meðan það sýður niður alveg þar til soðið er búið, ein ausa í einu
Ég notaði lágan hita allan tímann til að ofsteikja ekki laukinn og brenna ekki grjónin við í botninum í allri þessari suðu. Það er nefninlega alveg satt að það er ekkert erfitt að búa til ljúffengt rísottó en það krefst sannarlega þolinmæði. Ég smakkaði grjónin af og til meðan á matseld stóð og fannst gaman að finna hvað þau voru lengi að verða mjúk, en þau mega þó ekki verða lin. Eins á rísottóið ekki að vera of þykkt og því sauð ég ekki niður síðustu ausuna
Í restina er 1 msk af smjöri hrært saman við, piprað að vild og uppáhaldshráefnunum mínum hent yfir; söxuð fersk basilíka og rifinn parmesanostur
Borið fram með tómötunum sem ég bakaði þarna einhverntímann í byrjun og leyfði að malla í ofni meðan ég byrjaði á rísottódásemdinni
Í mínum heimi er fátt sem jafnast á við rauðan lit, himneska lykt af saxaðri basilíku og dásemdarbragð parmesansostsins, nema þá helst ánægjubros míns myndarlega
Bon appétit !
Aborriogrjón eru rísottógrjón. Uppskriftina klippti ég út úr e-u blaði fyrir nokkrum árum síðan en man því miður ekki hvaðan eða hvenær.