Sá myndarlegi er í göngu. Árlegri borgargöngu nema í ár nennti ég ekki með. Hentist niður og kyssti karlinn áður en hann fór. Lét sem ég sæi ekki uppvaskið eftir matarboð gærkvöldsins. Skreið aftur upp í rúm með kaffibolla og hélt áfram að lesa. Teygði mig í konfektkassa sem ég fékk í jólagjöf. Valdi mér fallegan mola með hvítri ábreiðu og valhnetu þar ofan á. Hugsaði með mér að í fjarveru karlsins þyrfti ég ekki að bíta molann í tvennt og deila með honum. Stakk molanum því heilum uppí mig og byrjaði að tyggja. Marsípanfylling molans fyllti út í munninn á mér svo ég tugði hratt og flýtti mér að kyngja. Þambaði því næst úr kaffibollanum til að losna sem fyrst við óbragðið úr munninum á mér. Ekki að mér líki ekki við marsípan, ég hata marsípan. Svo mikið að ég myndi heldur éta lúku af rúsínum en að éta marsípan.
Af þessari græðgisstund hefur því frúin lært að betra er að bíta í konfektmola en að gleypa í heilu lagi.
sunnudagur, 13. janúar 2019
miðvikudagur, 9. janúar 2019
Lax, lax, lax og aftur lax!
Núnú, kallinn ekki heima? spurði Lárus sposkur á svip þegar ég bað hann um bita af laxi yfir fiskborðið í Melabúðinni áðan. Karlinn minn er nefnilega ekkert hrifin af laxi. Þess vegna er það orðið að ritúali hjá mér að fá mér lax þegar sá myndarlegi er að heiman. Maka laxinn í ólafíuolíu og krydda með Köd&grill. Hendi bitanum undir grillið í ofninum í nokkrar mínútur.
Í kvöld spurði Lárus: þú færð þér nú eitthvað gott með þessu, er það ekki? og ég svaraði: jú, fæ mér alltaf hvítvínsglas með.
Í morgunn klæddi ég mig í sokkabuxnaleggings sem ég hafði sjálf keypt inn í 3 Smára þegar ég vann þar (ómunatíð), steypti yfir mig peysunni sem ég keypti notaða í Spútník. Ætlaðir þú ekki að vera í kjól spurði eiginmaðurinn þegar ég spígsporaði niður tröppurnar af efri hæðinni. Jeramundur minn skrækti ég, ég gleymdi að fara í kjólinn!
Eins gott að eiginmaðurinn verður ekki lengi fjarverandi.
Í kvöld spurði Lárus: þú færð þér nú eitthvað gott með þessu, er það ekki? og ég svaraði: jú, fæ mér alltaf hvítvínsglas með.
Í morgunn klæddi ég mig í sokkabuxnaleggings sem ég hafði sjálf keypt inn í 3 Smára þegar ég vann þar (ómunatíð), steypti yfir mig peysunni sem ég keypti notaða í Spútník. Ætlaðir þú ekki að vera í kjól spurði eiginmaðurinn þegar ég spígsporaði niður tröppurnar af efri hæðinni. Jeramundur minn skrækti ég, ég gleymdi að fara í kjólinn!
Eins gott að eiginmaðurinn verður ekki lengi fjarverandi.
þriðjudagur, 8. janúar 2019
Hættu að væla, komdu að kæla
Allir og amma þeirra voru í ræktinni í gær. Ég þar á meðal. Var nokkuð góð með mig og ákvað að skella mér í 75 mínútna jóga í heitum sal. Jógað var fínt, hitinn var skelfilegur. Svo skelfilegur að ég var farin að sprauta vatni framan í mig í þeirri veiku von að kæla mig örlítið niður. Virkaði ekki rassgat. Þegar ég stóð upp af dýnunni og fikraði mig út úr salnum fannst mér eins og það myndi líða yfir mig. Í alvöru. Andlitið á mér var rauðara en rauði bolurinn sem ég var í. Í alvöru. Fór í kalda sturtu á eftir. Í alvöru.
Hélt áfram að vera roggin með mig og mætti aftur í ræktina í kvöld. Enn mikið af fólki en þó ekki sami sardínudósafílingurinn og kvöldinu áður. Fór í Hot Fitness, já, aftur í heita salinn en vissi af fenginni reynslu að hitinn er ekki jafn skelfilegur í þeim tíma. Eða, hann á ekki að vera það en hann var svo skelfilegur að ég var farin að sprauta vatni yfir hausinn á mér í þeirri veiku von að kæla mig niður. Virkaði ekki rassgat. Sem betur fer var þessi tími bara klukkustund og ég slapp við yfirliðstilfinninguna sem hlýtur að vera jákvætt. Eiginmaðurinn vildi endilega lána mér rauðan bol af sér eftir að hafa heyrt lýsingarnar kvöldinu áður, hann er úr svo léttu efni sagði hann. Virkaði ekki rassgat. Andlitið á mér var rauðara en bolurinn. Í alvöru. Fór í kalda sturtu á eftir. Í alvöru.
Ætla ekki í ræktina annað kvöld. Köld sturta tvö kvöld í röð er alveg nóg fyrir mig. Í alvöru.
Hélt áfram að vera roggin með mig og mætti aftur í ræktina í kvöld. Enn mikið af fólki en þó ekki sami sardínudósafílingurinn og kvöldinu áður. Fór í Hot Fitness, já, aftur í heita salinn en vissi af fenginni reynslu að hitinn er ekki jafn skelfilegur í þeim tíma. Eða, hann á ekki að vera það en hann var svo skelfilegur að ég var farin að sprauta vatni yfir hausinn á mér í þeirri veiku von að kæla mig niður. Virkaði ekki rassgat. Sem betur fer var þessi tími bara klukkustund og ég slapp við yfirliðstilfinninguna sem hlýtur að vera jákvætt. Eiginmaðurinn vildi endilega lána mér rauðan bol af sér eftir að hafa heyrt lýsingarnar kvöldinu áður, hann er úr svo léttu efni sagði hann. Virkaði ekki rassgat. Andlitið á mér var rauðara en bolurinn. Í alvöru. Fór í kalda sturtu á eftir. Í alvöru.
Ætla ekki í ræktina annað kvöld. Köld sturta tvö kvöld í röð er alveg nóg fyrir mig. Í alvöru.
föstudagur, 4. janúar 2019
Í matinn er þetta helst
Lengsta 3ja daga vinnuvika í manna minnum er loks orðin að föstudagskveldi. Við hjónin liggjum eins og slytti á sófanum, búin að raða í okkur ostum og kryddpylsum og vínberjum og baguettusneiðum. Nenntum ekki að elda. Rétt svo að karlinn hefði sig í að draga tappa úr rauðvínsflösku. Einstaka sprengjuhvellir hljóma milli rokhviða og af gluggarúðunni að dæma drýpur enn af þéttri, fíngerðri rigningunni. Innandyra loga kertaljós í bland við sjónvarpsglampa. Árið er sannarlega nýtt en frúin er sú sama.
Að auki vil ég segja þetta: mér finnst gott að vera löt.
Að auki vil ég segja þetta: mér finnst gott að vera löt.
fimmtudagur, 3. janúar 2019
Nýárs fusion.
Var alveg hlandviss um að ræktin yrði yfirfull af einbeittum lýð með nýársheitarmöntrur og hrökkkexmylsnur í báðum munnvikum. Vildi svo skemmtilega til að ég hafði rangt fyrir mér, svo rangt að á tímabili var ég farin að óttast að það yrði enginn tími. Hæfileg blanda af Thai chi, Pilates, Yoga og temmilegt magn af kerlingum. Kamillute í bolla og frúin harla roggin með sjálfa sig fyrir að hafa hlunkast í ræktina á árdögum nýs árs.
Á fyrsta kvöldi ársins sauð myndarlegi maðurinn hrísgrjón, dró fram bút af hamborgarhrygg og hangikjeti, baunablöndu í skál og brúna sósu sem hann hitaði upp. Sjálf kippti ég ekkjunni inn af veröndinni og skenkti í glös enda engin hemja að ætla lengra inn í nýtt ár án þess að væta kverkarnar með kampavíni (og þá meina ég kampavíni).
Merkilegt annars hvað 3ja daga vinnuvika er löng.
Á fyrsta kvöldi ársins sauð myndarlegi maðurinn hrísgrjón, dró fram bút af hamborgarhrygg og hangikjeti, baunablöndu í skál og brúna sósu sem hann hitaði upp. Sjálf kippti ég ekkjunni inn af veröndinni og skenkti í glös enda engin hemja að ætla lengra inn í nýtt ár án þess að væta kverkarnar með kampavíni (og þá meina ég kampavíni).
Merkilegt annars hvað 3ja daga vinnuvika er löng.
þriðjudagur, 1. janúar 2019
Af konu og kampavínsleysi
Eftir að hafa lesið langt fram á morgun líður mér eins og ég sé andvaka eftir 4 tíma svefn. Sit við eldhúsborðið í myrkrinu í slopp af þeim myndarlega og dauðlangar í rjúkandi kaffi. Á síðasta kvöldi nýliðins árs át ég safaríkasta kalkún sem ég hef á ævi minni smakkað og úðaði þar á eftir í mig besta heimatilbúna ís sem ég hef á sömu ævi bragðað. Fór á brennu, sem ég hef ekki gert í nokkur ár, og hugsaði til pabba míns. Hló að skaupinu, mér til mikillar furðu, og reyndi að rifja upp hvenær það hefði gerst síðast. Á miðnætti sat ég í sprengingum og látum og las ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðsson milli þess sem ég dáðist að sofandi 10 mánaða drengnum sem ég gætti meðan foreldrar hans og sá myndarlegi og elsti bróðir þeirra og frú og dóttir þeirra og piltar hennar hurfu út í buskann að mæna á sprengjuæði landans.
Í fyrsta skipta í háa herrans tíð, eins langt og hún nú annars nær fyrir konu á fimmtugsaldri, drakk ég ekkert kampavín á gamlárs (nei, freyðivínsglasið sem ég dembdi í mig þarna eftir miðnættið telst ekki með). Ekkjurnar mínar tvær lúra því ískaldar á sínum stað, önnur í ísskápnum, hin á veröndinni, og bíða eftir því að fá að iða.
Ég er nú samt að hugsa um að byrja á því að hella uppá blessað kaffið. Aldrei að vita nema ég fái mér konfektmola líka, það er jú víst nýtt ár. Eina ferðina enn.
Í fyrsta skipta í háa herrans tíð, eins langt og hún nú annars nær fyrir konu á fimmtugsaldri, drakk ég ekkert kampavín á gamlárs (nei, freyðivínsglasið sem ég dembdi í mig þarna eftir miðnættið telst ekki með). Ekkjurnar mínar tvær lúra því ískaldar á sínum stað, önnur í ísskápnum, hin á veröndinni, og bíða eftir því að fá að iða.
Ég er nú samt að hugsa um að byrja á því að hella uppá blessað kaffið. Aldrei að vita nema ég fái mér konfektmola líka, það er jú víst nýtt ár. Eina ferðina enn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)