mánudagur, 26. október 2009

Steiktar kjötbollur

Nýju gleraugun löngu komin í hús og myndarlegi maðurinn búinn að fara á mánudagsfund með borðfót, gera við sófaborð, festa upp vegglampa og búa til lauksósu.

föstudagur, 16. október 2009

Það var og

Kom að því e-r riði á vaðið og segði e-ð um manngarminn. Óbeint ef til vill, en dugar. Biðin orðin ó-þreyju-full og piffið orðið óþægilegt.
Frétti af krúttu í Mexíkó sem varla getur lesið bloggið mitt sökum væmni. Ég hef aðeins eitt að segja mér til varnar; ég blogga þó. Af og til. Og nýt þess að vera ástfangin. Og er búin að fá mér ný stígvél. Og biðin eftir nýju gleraugunum hefur styst um helming.

föstudagur, 9. október 2009

Íslensk veðrátta

Kærastinn - SMS - kl. 08:27:
Gleraugun fuku af mér við turninn og ég finn þau ekki.
Kærastan - SMS - kl. 08:30:
Kúrekastígvélin fuku af mér en ég hafði það af inn í Smáralind.

Annað okkar var víst ekki að grínast.

sunnudagur, 4. október 2009

laugardagur, 3. október 2009

Príorití-bið

Síðan myndarlegi maðurinn fór erlendis á burstuðum skóm hef ég;
- Lagt mig aftur og grjótsofið.
- Farið í vinnuna og Bónus.
- Sungið hástöfum með öllum uppáhaldslögunum mínum á æpodnum.
- Poppað.
- Glápt á Sex.
- Boðið foreldrunum í mat.
- Klappað kettinum.
- Lesið ókunnra manna blogg.
- Skolfið af kulda undir sænginni.
- Gefið kettinum grátt slátur.
- Saknað hans mikið og hlakkað til að fá hann aftur heim.

Aftansöngur undir sænginni og breik á stofugólfinu færist yfir á myndarlega kærastann, þar sem ég hef ekki lengur svigrúm til að klára galein-heima listann.

föstudagur, 2. október 2009

Fegruðu bankar stöðuna?

Mamma kom færandi hendi í mat í gærkveldi og fegraði líf mitt



Fréttaveitan er erlendis svo ég neyðist víst til að fletta blöðunum sjálf. "Ein erfiðustu fjárlögin, Unga fólkið að vonum svekkt, Búsáhaldabylting í andarslitrunum, Kaupmáttur rýrnar og við förum tíu ár aftur í tímann." Gott að eiga fallega rós til að koma kaffinu og ristaða brauðinu niður.