fimmtudagur, 18. júlí 2013

Strandir horna á milli

 Klifum skörð og fjöll. Inn víkur og firði. Örkuðum snjó og grjót. Óðum ár og ós. Tipluðum fjörur og mosa. Heilsuðum selum og fuglum. Glöddumst barnslega af refum og hnýsum.

Eftir 7 dásamlega daga á Hornströndum skipti ég gönguskónum út fyrir rauða hæla og þáði miðdegisverð hjá franska sendiherranum. Skáluðum fyrir Bastilludeginum, afmælisbarni og ástinni


Í vinnunni blasir þetta við mér á hverjum degi


Nokkuð til í því.

laugardagur, 6. júlí 2013

Kynlegir kvistir

Á 53 ára afmælisdeginum sínum reið sá myndarlegi feitum drumbi


skreið inn í tré


og vingaðist við kynjaverur Skosku hálandanna


Hann kom mér því gjörsamlega í opna skjöldu með því að setja ekki nokkurn hlut á höfuðið á sér, nema jú hattinn sem sjaldan er langt undan á göngu. Uppátektarsamur með eindæmum þessi elska. 

Þessi fallegi maður. Maðurinn minn.