Þegar yfirmaður þinn skipar þér að fara heim til þín, á pallinn, til að fá þér kokteil í sólinni, þá er engin ástæða til að gera neitt annað en að hlýða. Settist út á pall með Bellini í einni hendi og góða bók í hinni hendinni. Rétt búin með drykkinn sá ég athugasemd á facebook frá gamalli nágrannastúlku (sem getur nú varla verið svo gömul, mörgum árum yngri en ég) um að ég yrði nú að skála fyrir yfirmanni mínum. Jú, þið giskuðuð rétt, ég neyddist til að fá mér annann kokteil, konunglegan kokteil í ofanálag enda hinn Péturinn í lífi mínu orðinn að eina Pétrinum í lífi mínu.
Magga systir var fljót að senda mér mynd af sínum drykkjum, Sangríu OG kampavíni. Jújú, hún er nottla töluvert sjóaðri, fimm árum eldri og allt það. Bogga systir var ósköp pen með kaldan bjór í sínu glasi. Verandi
það kvikindi sá prakkari sem hún er þá stóðst hún að sjálfsögðu ekki mátið að senda mér myndir af býflugnabúinu sem hún tæklaði þarna um árið. Já, og myndir innan úr því. Af því mér þykir vænt um ykkur, hlustendur góðir, þá ætla ég að hlífa ykkur við þessum myndum. Hvort Boggu systur þyki nokkuð til mín koma má vissulega deila um en hún sagðist vera búin að fara með öll dagblöðin í endurvinnsluna.
Frá Hallveigu systir (þeirri elstu) heyrist ekki múkk. Velti því fyrir mér hvort hún geymi ennþá landa undir eldhúsinnréttingunni. Legg ekki meira á ykkur.