Amma var búin að fylgja mörgum ástvinum sínum til grafar og ég veit að hún var sátt við að deyja. Ég er þakklát fyrir að amma fékk að fara fljótt og við fengum tíma til að kveðja.
En ég er líka sorgmædd. Það er erfitt að kveðja góða ömmu þó hún hafi verið níutíu ára gömul og södd lífdaga.