Í áframhaldi af mér leiðist, þá leiðist mér óskaplega að tala um pólitík. Mér finnst gaman að hlusta á skoðanir og sjónarmið annara, en mér leiðist pólitískar umræður með trúarofstækiskeim. Því miður vill of oft svo verða. Fyrir nú svo og utan að mér hreinlega blöskrar fólk sem æjar og óar undan kreppunni en bíður samt eftir að 2007 snúi aftur með öllu sínu brjálæði, hroka og hleypidómum.
Talandi um bakarísmat, þá fór ég á stúfana í næsta nágrenni við nýja vinnustaðinn minn og fann hana þessa
Mér leið eins og ég hefði dottið í lukkupottinn á uppboði. Skel var uppáhaldið mitt (eitt af nokkrum reyndar) í bakaríinu þegar ég var barn. Og þessi bragðaðist alveg eins og mig minnti að skeljar ættu að bragðast.