Aftur. Hvernig sem á því stendur. Er nýbúin að furða mig á því á Facebook að það hafi verið mið-vika s.l. miðvikudag. Aftur. Fékk eina undirtekt hjá vinum. Greinilega enginn að furða sig á ógnarhraða tímans. Líklegast flestir búnir að sættast við þann hraða. Ég er reyndar ekkert ósátt. Get ekkert kvartað yfir því að vikurnar fljúgi í bráðskemmtilegri vinnu og að helgarnar hverfi í vellíðan. En ég væri alveg til í að hætta að vakna reglulega á undan vekjaraklukkunni. Finnst hálfpínlegt að skríða fram úr um sex og skilja fimmtuga hróið mitt eftir í rúminu, sofandi vært eins og unglingur. Á þessu virkilega ekki að vera öfugt farið? Eða er það bara enn ein klisjan?
Ekki skil ég hvað það er sem vekur hugann svona snemma. Kannski er tilhlökkunin að komast í vinnuna svona ferleg. Eða kaffiþörfin svona bagaleg. Það eru altjént ekki áhyggjur sem stela frá mér svefni og það hlýtur að vera gott.
Það er auðvitað alveg yndislegt að virða þennan fallega, stilla morgun fyrir sér. Horfa út lygnann flóann út um baðherbergisgluggann, hlusta á þögnina, hugsa um fallega manninn minn sem sefur og já, einmitt! Reyni að muna þennan þegar ég byrja að geispa seinnipartinn og á enn eftir að vinna nokkra kltíma.
2 ummæli:
Ég er farin að halda að þetta sé klysja með aldurinn og svefn. Minn maður (sem er að nálgast fimmtugsaldurinn) vaknaði alltaf á undan mér en núna er hann t.d farinn að sofa fram eftir um helgar. Kannski þetta sé seinni gelgjan að hrjá þá :)))) Sammála þér með hraða tímans, þetta er alveg ótrúlegt. Annars finnst mér ósköp ljúft að njóta kaffibollans ein með sjálfri mér í þögninni svona stundum allavega ;)
Góða vellíðunarhelgi
Já, þögnin ásamt kaffibollanum er ljúf, í hófi. Seinni gelgjan segirðu : D Góða norska helgi til þín.
Skrifa ummæli