miðvikudagur, 31. ágúst 2011

Ýtti á e-n takka á sjónvarpsfjarstýringunni.

"Augnablik, hleð inn sjónvarpsviðmóti" birtist á túbuskjánum. Sá myndarlegi er erlendis svo ég neyddist til að finna út úr þessu sjálf. Slökti því á sjónvarpinu. Fór að hugsa um viðmót. Hjá fólki. Komst að eftirfarandi;

Mér leiðist óskaplega biturt fólk. 
Mér leiðist líka stjórnsamt fólk, fólk sem kann ekki að sleppa takinu og njóta nútíðarinnar, fólk með frústrasjónir og endalausa komplexa út í annað fólk. 
Að auki leiðist mér líka dónaskapur, sér í lagi af fullorðnu fólki sem ætti að kunna að skammast sín og sýna lágmarks kurteisi öðrum til handa.
Mér leiðist fólk sem fettir fingur út í hamingju annara, fólk sem kann ekki að samgleðjast öðrum. 

Og eins og þetta sé ekki nóg, þá leiðist mér mest af öllu fólk sem fettir fingur út í e-ð sem það gerir svo sjálft, og þá er það í lagi og jafnvel kjút, skondið og skemmtilegt. 

Mér leiðist nebbla líka hræsni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo mikið KRÚTT!! :)

.....sjónvarpsfjarstýring og þú eiga sem sé enga samleið..! :) Bwhahahaha :)
Knús á þig darling
Kv
Mía :)

Frú Sigurbjörg sagði...

Reyndi fyrr í vetur að skipta um stöð í sjónvarpinu með heimasímanum. Svarið verður því líklega að vera nei.