fimmtudagur, 18. ágúst 2011

Lífið á rósum

Þrátt fyrir áhyggjur andlitsbókarvina og nafnlausum aðila (lesist: heigull sem þorir ekki að skrifa undir nafni) var ekki brotist inn meðan við myndarlegi nutum Hornstranda. Húsið heldur aldrei tómt.

Fullt af ýmsum skrýmsum hlutum hafa skekkt tímann og skynið síðan þá.
Höfum skipts á gleði, hlátri, skoðunum, áhyggjum, styrk, sorg og tárum. Höfum haft hausana fulla af hugmyndum, spennu, væntingum og vonum. Ekki víst að rætist úr öllu. Og þó.

Tíminn stendur víst aldrei kyrr. Lífið er upp og niður, út og suður og jafnvel fer í hringi. Lífið er ekki einfalt og ekkert okkar kemst lifandi frá því. En lífið er gjöf og það er þess virði að lifa því.

Eins og ástin mín segir stundum: lífið er ekki bara leikur, það er líka dans á rósum



5 ummæli:

Ragna sagði...

Það er svo rétt sem þú segir Katla mín og hver byrjaður dagur er jú óskrifað blað. Mér líkar vel það sem ástin þín segir, að lífið sé líka dans á rósum og því megum við aldrei gleyma

Íris sagði...

Góður pistill. Ég hef samt aldrei skilið þetta með dans á rósum máltæki (hef alltaf heyrt að það notað þannig að dans á rósum eigi að merkja gott eða einfalt) en kommon hver vill dansa á rósum held það hljóti að vera vont að stinga sig í iljarnar á þyrnunum. En þetta var nú bara útúrsnúningur :) Pistillinn var góður, sannur og eitthvað svo hlýlegur. Takk fyrir mig.

Elín sagði...

Alltaf gaman að lesa skrifin þín Katla. Sammála ástinni þinni.

Nafnlaus sagði...

Falleg mynd af ykkur, og jú frú Sigurbjörg, enginn sagði að lífið yrði alltaf auðvelt, en skemmtilegt er það. Njótið ykkar með kærri kveðju í bæinn. Gulla Hestnes

Frú Sigurbjörg sagði...

Íris, ég hló upphátt við að ýmynda mér þann dans sem hlytist af því að dansa á þyrnum rósa : D

Takk fyrir hlýjuna góðu vinkonur!