miðvikudagur, 17. ágúst 2011

Ég verð ekki eins og þú þegar ég verð miðaldra

Miðaldra kona
- hættu að horfa á mig eins og ég hafi gert þér e-ð
- þegar þú varst á mínum aldri varstu ekki eins og ég
- ég hef ekkert með það að gera
- eigðu það við foreldra þína

Miðaldra kona
- ég er eldri en þú álítur mig vera
- ég veit meira en þú heldur
- það hefur ekkert með aldur að gera
- eigðu það við sjálfa þig

Miðaldra kona
- hættu að kenna mér um mistök þín
- þú varst vanþakklát og ótrú
- þú tókst þínar ákvarðanir
- eigðu það við sjálfa þig

Miðaldra kona
- ég er ég og þú ert þú- mér er alveg sama um þig
- mér kemur þú ekki við
- ég á það við sjálfa mig

Engin ummæli: