mánudagur, 30. mars 2009

Teen-inspírismi

In youth it was a way I had
& do my best to please
to change with every passing lad
to suit his theories 

But now I I know the things I know
& do the things I do
& if you do not like me so
to hell my love with you

Dorothy Parker

föstudagur, 13. mars 2009

snip

Mér fannst komið nóg af neikvæðum breytingum í lífi mínu. Svo ég ákvað að búa til eina skemmtilega.



Af því það er kreppa fékk ég mömmu til verksins. Breytingar eru góðar. Sér í lagi ef maður ákveður þær sjálfur.

föstudagur, 6. mars 2009

Dejligt

Fyrir tveimur vikum, upp á dag, skrapp ég til útlanda. Ég þurfti að viðhalda ákveðinni afmælishefð ákveðinnar frök-enar. Af því það er kreppa lét ég myndarlega manninn vinna fyrir fargjaldinu. Lá svo inni á hálaunuðum leiksólakennara sem fóðraði mig á öl og rjóma. Það var indælt.

Er annars upptekin við lestur á appelsínugulri mörgæs frá föðurbróður mínum, milli þess sem ég mæti í jakkafataráðuneytið og dæsi yfir mannkostum kærastans. 

þriðjudagur, 3. mars 2009

Moi

Myndarlegi maðurinn og ég eigum einn hlut sameiginlegann; við erum bæði hrifin af mér.

mánudagur, 2. mars 2009

why?

Var rétt passlega að teygja hendina í nýlagað kaffið, þegar ég uppgvötaði að strætókortið hefði líklegast orðið eftir í Skaftahlíðinni í gær, í úlpuvasanum á úlpunni sem ég klæddist í síðustu viku. Ekki bara rauk ég frá ósnertu kaffinu með hárið ógreitt, ég þurfti líka að skafa af bíl myndarlega mannsins sem ég tók í fyrirfram vitandi leyfi í leyfisleysi, til að bruna á milli húsa. Það er vandlifað að eiga svona sætann kærasta sem maður sogast að eins og tappi við tíkars-rassgat. En kaffið er gott.

Sat límd yfir svikamyllu Enron í gærkveldi. Komst ekki hjá því að finna óþægilega samlíkingu. Komst ekki heldur hjá því að velta því fyrir mér af hverju menn eru ekki enn látnir bera ábyrgð og svara fyrir gjörðir sínar. Rétt eins og Enron-dúddarnir þurftu að lokum að gera fyrir sína svikamyllu.
Eins og ég er búin að eyða orku í að hneykslast á framferði Davíðs Oddsonar, er ég þegar upp er staðið, ánægð með það hafi þurft að svæla hann út úr Seðlabankanum, að hann skyldi sýna sitt sanna einræðisherra-andlit til loka. Ég leyfi mér að vona ég þurfi aldrei að sjá andlit hans í samhengi við pólitík aftur. Og fyrst ég er byrjuð að vona, þá vona ég það sama eigi við um Hannes Hólmstein.