föstudagur, 6. mars 2009

Dejligt

Fyrir tveimur vikum, upp á dag, skrapp ég til útlanda. Ég þurfti að viðhalda ákveðinni afmælishefð ákveðinnar frök-enar. Af því það er kreppa lét ég myndarlega manninn vinna fyrir fargjaldinu. Lá svo inni á hálaunuðum leiksólakennara sem fóðraði mig á öl og rjóma. Það var indælt.

Er annars upptekin við lestur á appelsínugulri mörgæs frá föðurbróður mínum, milli þess sem ég mæti í jakkafataráðuneytið og dæsi yfir mannkostum kærastans. 

Engin ummæli: