...hófst á því að ég fór snemma heim úr vinnunni, á föstudegi, það held ég nú. Ástæðan var þó ekki langa helgin framundan heldur þurftum við myndarlegi að sækja samrýndu systkinin til Dagfinns. Sem við og gerðum. Sá myndarlegi arkaði aftur til vinnu en ég sat eftir með þeim systkinum sem stauluðust á 8 brauðloppuloppum.
Það er sumsé búið að gelda samrýndu systkinin í Samtúni. Að fjarlægja kúlurnar úr einum fress er víst ekki mikið mál, Bjössi mátti fara út strax daginn eftir. Birtu hinsvegar fylgdu 2 sprautur með verkjamixtúru og fyrirmæli um að hún mætti ekki fara út næstu 7-10 daga. Kannski var það vegna þess að ég tók andköf sem dýralæknirinn breytti 7-10 dögum í 5-7 daga.
Ég tók strax ákvörðun um að 5-7 dagar myndu gilda um þau bæði; Bjössi fengi ekki að fara út strax deginum eftir fyrir það eitt að hafa pung í staðinn fyrir píku. Svo inni hafa þau hangið.
Á 5 dögum hafa samrýndu systkinin í Samtúni verið uppi um alla veggi, í orðsins fyllstu. Birta og Bjössi eru búin að hoppa uppí baðherbergisglugga og ná að henda niður 4 kertastjökum (já, einn brotnaði niður í 100 þúsund spaða (hvað svo sem það er)). Annað hvort Birta eða Bjössi er búið að skíta í steinseljupottinn. Það er líka búið að skíta í oreganópottinn. Sá myndarlegi vill ekki tala um þetta, teipaði þegjandi yfir báða pottana.
Sjálf braut ég vasa er ég sneri blómvendi sem sá myndarlegi gaf mér. Gul og rauð allskynsblóm og grænt í bland sneru afríkumær úr tré í hring sem endaði með brotnum kaldastríðsleir.
Eftir 5 daga könnunarleiðangur tveggja kettlinga um hvert skúmaskot Samtúnsins stukku þau frelsinu fegin um garðinn. Sjálf er frúin býsna sældarleg, búin að nostra við lestrarþörfina, fá mér ís með dýfu, hlusta á djass og njóta veðurblíðunnar.
Og klappa kisunum, mikil ósköp.
miðvikudagur, 12. júní 2019
föstudagur, 7. júní 2019
"Fátt betra en blýantur í bakið...
...nema ef væri kærasta í fangi."
Já, sá myndarlegi er ekki alltaf að spara orðin. Þó er hann ekkert að spreða þeim heldur, kærastan orðin að eiginkonu og ýmislegt gengið á og yfir síðan þessi fleygu orð voru sögð.
Vissulega er samt heillandi að leggjast til hvílu á hverju kvöldi með miklum speking og eðal sjar-mör. Skyldi nokkurn undra þó þáverandi kærasta, núverandi eiginkona, hripi hjá sér þá sjaldgæfu fugla sem orðakornin eru?
Þakka þeim sem hlýddu.
Já, sá myndarlegi er ekki alltaf að spara orðin. Þó er hann ekkert að spreða þeim heldur, kærastan orðin að eiginkonu og ýmislegt gengið á og yfir síðan þessi fleygu orð voru sögð.
Vissulega er samt heillandi að leggjast til hvílu á hverju kvöldi með miklum speking og eðal sjar-mör. Skyldi nokkurn undra þó þáverandi kærasta, núverandi eiginkona, hripi hjá sér þá sjaldgæfu fugla sem orðakornin eru?
Þakka þeim sem hlýddu.
miðvikudagur, 5. júní 2019
Talandi um ketti...
...þá skarta samrýndu systkinin í Samtúni afar litaglöðum trúðakrögum þessa dagana. Hinn Péturinn í lífi mínu gaf þeim þessa kraga og Pétur minn vildi koma þeim strax í notkun. Ég hinsvegar spornaði við fótum, alveg þar til fyrsti dauði fuglinn lá á plastparketinu.
Nú sumsé hlaupa kettirnir um Samtúnskoppagrundir íklædd prestakrögum. Fuglar eiga víst að sjá björtu litina vel og eiga því meiri líkur á að forða sér. Kragarnir atarna hafa víst verið sannreyndir af amerískum háskólavísindamönnum og virka jafnvel á mjög hæfa veiðiketti, enda er mælt með þessum krögum, ljótir sem þeir eru.
Að meðaltali veiðast 87% færri fuglar stendur á miðanum sem fylgdi þessum krögum. Nú hef ég aldrei verið sterk í stærðfræði en þegar ég kom heim lá dauður fugl á plastparketinu.
Jarðaförin var látlaus og fór fram í kyrrþey.
Nú sumsé hlaupa kettirnir um Samtúnskoppagrundir íklædd prestakrögum. Fuglar eiga víst að sjá björtu litina vel og eiga því meiri líkur á að forða sér. Kragarnir atarna hafa víst verið sannreyndir af amerískum háskólavísindamönnum og virka jafnvel á mjög hæfa veiðiketti, enda er mælt með þessum krögum, ljótir sem þeir eru.
Að meðaltali veiðast 87% færri fuglar stendur á miðanum sem fylgdi þessum krögum. Nú hef ég aldrei verið sterk í stærðfræði en þegar ég kom heim lá dauður fugl á plastparketinu.
Jarðaförin var látlaus og fór fram í kyrrþey.
mánudagur, 3. júní 2019
Kisulúr
Eiginmaðurinn vaknaði fyrir allar aldir við hljóðin í átta loppum. Þú hraust bara sagði hann svo við mig þegar ég vaknaði við vekjaraklukkuna, rumskaði ekki einu sinni þegar sá myndarlegi tók þessa mynd og enn síður þegar kettirnir komu sér fyrir í rúminu
Rétt sloppin framhjá Hörpu fékk ég hafgusu yfir mig. Ansi hressandi verð ég að segja. Þakkaði eiginmanninum í huganum fyrir að hafa haft vit fyrir mér í morgun og sent mig af stað með rauða vindjakkann minn í bakpokanum. Ekki bara útaf gusunni, eiginlega meira útaf baulandi rokinu, maður minn það sem frúin steig pedalana með vindinn í fangið. Í staðinn fyrir að renna ljúflega áfram með sólina í andlitinu lækkaði ég í gírunum og hamaðist við að pedalast. Meira sem það er gaman að hjóla, kom ekkert minna hamingjusöm heim úr hjólarokinu.
Heima biðu mín tveir kettir sem er alveg sama hvort ég hjólaði, gekk eða kom á bílnum. Virðast bara glöð með að ég sé komin heim. Það er ekki lítið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)