...nema ef væri kærasta í fangi."
Já, sá myndarlegi er ekki alltaf að spara orðin. Þó er hann ekkert að spreða þeim heldur, kærastan orðin að eiginkonu og ýmislegt gengið á og yfir síðan þessi fleygu orð voru sögð.
Vissulega er samt heillandi að leggjast til hvílu á hverju kvöldi með miklum speking og eðal sjar-mör. Skyldi nokkurn undra þó þáverandi kærasta, núverandi eiginkona, hripi hjá sér þá sjaldgæfu fugla sem orðakornin eru?
Þakka þeim sem hlýddu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli