Rétt sloppin framhjá Hörpu fékk ég hafgusu yfir mig. Ansi hressandi verð ég að segja. Þakkaði eiginmanninum í huganum fyrir að hafa haft vit fyrir mér í morgun og sent mig af stað með rauða vindjakkann minn í bakpokanum. Ekki bara útaf gusunni, eiginlega meira útaf baulandi rokinu, maður minn það sem frúin steig pedalana með vindinn í fangið. Í staðinn fyrir að renna ljúflega áfram með sólina í andlitinu lækkaði ég í gírunum og hamaðist við að pedalast. Meira sem það er gaman að hjóla, kom ekkert minna hamingjusöm heim úr hjólarokinu.
Heima biðu mín tveir kettir sem er alveg sama hvort ég hjólaði, gekk eða kom á bílnum. Virðast bara glöð með að ég sé komin heim. Það er ekki lítið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli