sunnudagur, 7. maí 2023

Milli þess sem sólin brýst út

dembast úrhellis skúrir af Parísar skýjum ofan. Í gærkvöld lét ég svalahurðina standa opna er ég fór að sofa, lét rigningardembuna bía mér í svefn. Í morgun fór ég í þunna regnjakkann utan yfir stuttermabolinn er ég arkaði í bakaríið. Kom ekki einungis regnvot til baka heldur löðursveitt að auki, hitamollan eins og hnausþykk lopapeysa þarna úti í dembunni.

Daney systurdóttir mín er í heimsókn hjá mér en svo skemmtilega vill til að okkar fyrsta ferð til Parísar var einmitt í félagsskap hvor annarar og reyndar systur minnar líka, mágs míns og systur Daneyjar, Daney og enda 11 ára þá. Vorum einmitt að rifja upp hitaskúrinn sem við upplifðum í ferðinni góðu, hvorug okkar hefur gleymt því þegar hellidemba steyptist yfir okkur snemma kvölds en merkilegt nokk, rigningin var bæði frískandi og hlý, engin þörf á regnjakka og kjólarnir fljótir að þorna.

Síðan hafa liðið þó nokkur ár og nú ferðast Daney með Evrustjörnulestinni til að heimsækja aldraða móðursystur sína í París, sjálf búsett í Lundúnum. Svona breytist sumt og annað ekki.

sunnudagur, 5. mars 2023

Future lives matter

Ran across an article on BBC that read "Do people yet to be born have climate change rights?" My immediate response to the question is an absolute yes. In fact I believe climate change is more of a concern for future generations than older generations, simply put because of this:


In my personal opinion future generations have always been affected by the doings of older generations, whether it be because of wars fought, plagues or pandemics spread, inflations or economic stability, governments elected, protests and marches, kind words or spread of love, whether sufferings or prosperity, all is handed down from one generation to another meaning that whatever we choose to do, or not do, today will affect the generation to come. Therefore this resonates directly to all of UN's 17 sustainable goals, starting with poverty and ending in partnerships for all goals, every single one of them benefits the survival and well being of humankind and what is humankind if not one generation to the next?

Not having children myself it has never ceased to amaze me when I come across people that e.g. will shrug climate change off with the lame argument that "I will be long dead before that happens" and then to find out that that very person has children and maybe even grandchildren as well. That very person should indeed have any and every interest of securing the well being of any of their future offsprings as a personal interest and not only concerning climate change. For all my adult life I have gladly paid taxes knowing that they are needed to build prosperous societies and I have carefully tried to vote for what I believe to have the best influence to build a well being for all, rich or poor, with sustainable interiors such as public health care, public schools, equality for all and so on. Again, it never ceases to amaze me coming across parents that to me do not think further than their own noses. Well being for all means well being for all your children and future children to come 


The article that sparked this blog is well worth the read, I urge you to click the top link and give it a read. It gives a very good insight on how young people today feel that they have a lesser voice compared to the older generation and how important it is for them to be given the chance to be more active participators in what is their own future. It's also very interesting to learn of the world's first ever future generations commissioner, Sophie Howe, positioned as one in Wales. I hope we will see many more to come in the very near future, not only in every country but in as many governments and companies as possible, including the UN (who have in fact said that they will be making such a position a reality within their organization) as every single sustainable goal certainly needs a spokesperson for future generations


While you're at it, please click also the 2nd link in this blog and find out everything you can about UN's 17 sustainable goals, they matter to us all.

föstudagur, 3. mars 2023

One-pot citizens of the world

Everybody who knows me knows that I love to cook. In fact anybody who might have stumbled across this blog might know that I really enjoy cooking and baking for that matter. I pretty much like everything about the process from deciding what to cook, making a list and even shopping for the groceries (yes, a true story), the cooking itself is an act I enjoy to the fullest and then comes the best part - eating. Stuffing my face is one of my favorite hobbies (yes, another true story). I've always considered myself lucky to find such enjoyment in cooking, I happen to know a couple with children and having to cook a meal is pure torture and headache for both of them, neither one of them likes cooking, neither one of them is any good at it either. 

The fact of the matter is this: we all need to eat. Just as we need to sleep and breathe we need to eat and drink. Enjoying myself in the kitchen is not in all it's entirety luck, rather a privilege. What do I mean by that? Well, looking at UN's 17 sustainable development goals  it is easy to see how my passion described here above quickly becomes a privilege. To buy all the food I want for my recipes to cook in my pots and pans in my cosy kitchen I need money, therefore I do not suffer from poverty. Cooking every day keeps my stomach full so I do not suffer from hunger. Because I am able to buy good ingredients and cook meals right at home I am able to maintain good health and therefore my own well being. I have been fortunate enough to have an education that has enabled me to seek job opportunities that again enable me to earn for my passion. Because of gender equality, which certainly has changed a lot from my mother's generation to my own generation, my boyfriend also makes me wonderful meals to enjoy. Clean water straight from the fossetts in my kitchen are vital to my health and well being and also aids to my sanitation. Affordable and clean energy enables me to use my stove and turn the light on so I can better enjoy my activities. Decent work, economic growth, industry, innovation and infrastructure, reduced inequalities, sustainable cities and communities, responsible consumption and production, climate action, life below water, life on land, peace, justice and strong institutions along with partnerships for the goals all end up on my plate in my cosy little kitchen because I am privileged.

But, being privileged doesn't give me the right to turn a blind eye to the fact that I am. Being privileged means that with you are obliged to use your good fortunes to make the world a better place for all, no matter how big or small. If you are reading this blog I will assume that you have some good fortune, the very least you are sitting in front of a screen somewhere reading these words. I urge you to find out as much as you can about the 17 sustainable development goals and then to take it even further, compare them to your own life and reflect on what you find. How can you make this world better?

In case you came here thinking there would be a recipe, I was inspired to write this when looking through the news at The New Yorker and caught myself reading this in the midst of it all.

mánudagur, 10. október 2022

Netraup er varðar lög

Ef að það er einhver klisja um Parísarbúa sönn þá er það þessi

Þrátt fyrir tíðar ferðir til Parísar í gegnum tíðina hef ég reyndar aldrei séð baguettu af þessari stærðargráðu en ég heft oft séð fólk skondrast um göturnar með fjórar, sex og jafnvel átta stykki af bagettum í fanginu. Ein baguetta undir handlegg er nú bara lágmark. Það er heldur ekki óalgeng sjón að sjá Parísarbúa maula bagettue, hálfa eða heila, á göngu í borginni. 

Mér skilst að veitingastöðum sé skylt að veita fólki ókeypis vatn ef það biður um það. Veit ekki hvort það sama á við um baguettuna en undantekningarlaust er hún borin á borð, niðurskorin, í körfu, hvort sem beðið er um vatn eða ekki. Stundum gæði ég mér á einum baguettubút en oftar en ekki snerti ég ekki brauðið, ekki af því að baguettan er ekki góð, mon dieu, sú besta sem fæst í gervöllum heimi! Nei, ástæðan er frekar sú að ég er yfirleitt södd áður en ég næ að klára matinn. 

Önnur algeng sjón í París er þessi

Þrátt fyrir tíðar ferðir til Parísar í gegnum tíðina hef ég reyndar aldrei séð dúfur kjassa hvor aðra og allra síst fyrir framan Eiffelturninn, en vissulega eru þær víða blessaðar, líka fyrir framan turninn. Síðan ég flutti fyrir mánuði síðan hef ég ansi oft farið út að borða, á tímabili á hverjum degi í hádegi og kvöldmat og einstaka sinnum morgunmat líka. Í hvert skipti hef ég vafið 2-3 bagettubútum inn í servíettu og gefið dúfum sem á leið minni verða eftir að ég yfirgef veitingastaðinn. Ég segi sjálfri mér að ég sé ekki að stela bagettubútunum, þeir eru jú bornir á borð fyrir mig, en engu að síður er ég ósköp laumuleg er ég lauma þeim í servíettuna sem síðan hverfur ofan í töskuna mína. 

Um daginn datt mér í hug að gúggla hvað dúfum í París þætti gott að borða. Kemur þá ekki í ljós að það er bannað með lögum að gefa dúfum í París að borða! 450€ sekt að viðurlagi við slíku hátterni, takk fyrir! Veit ekki hvort ég fengi nokkra sekt fyrir að taka baguettubút með mér af veitingastað en líklega hef ég verið heppin fyrir að engin lögregla var nærri þegar ég gaf dúfunum brauð í allann þennann tíma, ekki fór ég laumulega með það.

Mon dieu, c'est la vie og allt það og nú legg ég bara aldeilis ekki meira á ykkur.

föstudagur, 7. október 2022

Les chats

Mánuður floginn hjá á nýjum stað og tvennt gerðist í dag sem undirstrikaði ákveðinn endanleika sem varð við þá ákvörðun frúarinnar að segja skilið við fyrra líf og hefja annað hér á Parísarslóðum.

Fékk myndir og fréttir af elsku Birtu og Bjössa sem fluttu austur í Landeyjar tveimur dögum áður en ég flutti til Parísar. Ég hefði ekki getað óskað mér betri aðstæður fyrir elsku kisurnar mínar en þau búa núna hjá yndislegum hjónum, heldri ketti og hundi. Hjónin hitti ég þegar ég fór með yndin mín til þeirra og af þeim stafaði heiðarleiki, gleði og mikill kærleikur til dýra. Fréttir dagsins voru á þá leið að nú væru Birta og Bjössi, sem fyrst um sinn fengu heilt herbergi fyrir sig til að venjast nýjum aðstæðum, komin með samastað hjá Gosa (heldri kisunni á bænum) og að allt gengi vel. Birta og Bjössi hafa frjálsræði til að valsa út og inn af heimilinu, hafa heila sveit til að flandra um og án vafa þiggja blíðar strokur elskulegra mannvera. Eins mikið og ég er óendanlega þakklát fyrir að vita af þeim tveimur hjá slíku sómafólki er ég að sama skapi jafn sorgmædd yfir að hafa skilið við þau.

Fékk símtal frá pabba þar sem hann stóð fyrir utan fasteignasölu, nýkominn frá því að undirrita kaupsamning vegna sölu á íbúðinni minni, sem er eiginlega ekki lengur mín. Í íbúð 103 tókst ég á við röð áfalla í lífi mínu sem á tveimur árum tók dembur og dýfur og kollhnísa af slíkum stærðargráðum að frúin sem flutti þangað inn var ekki sama frúin og flutti þaðan út. Ég tók mér góðann tíma í að horfast í augu við að ég myndi selja fasteignina því þrátt fyrir áföll þá leið mér alltaf vel í Veghúsum, þrátt fyrir að margt af mínu drasli hefði aldrei farið lengra en inn í geymslu þá var Veghús sannarlega mitt heima. Þrátt fyrir fjölbýlið má segja að íbúð 103 sé einbýli í fjölbýli með sinn afgirta garð og stæði í bílskýli. Upphaflega ætlaði ég mér að leigja íbúðina og snúa aftur eftir árs dvöl í París. Hugsanaferlið sem síðan fór í gang endaði með sölu og ég get ekki neitað því að það er enn pínu skrýtið að íbúð 103 sé ekki lengur mín. Sölunni fylgir þó enginn tregi.

Treginn felst í því að ég mun ekki lengur heyra Bjössa mjálma af veröndinni og Birtu þjóta í gegnum kattalúguna. Ég mun ekki lengur vakna með mjúka Birtu sofandi á upphandleggnum og ekki heldur fara fram úr til að strjúka mjúkann Bjössakvið á bleikum sófa áður en ég helli uppá kaffið. 

laugardagur, 24. september 2022

Connoisseur

Hálfur mánuður liðinn í París, gerðist í gær. Í tilefni dagsins fór ég í bíó (ÉG af öllum), fyrsta skipti á ævinni sem ég fer ein í bíó. Tók metróinn í fyrsta skipti síðan ég flutti. Kom upp við Sigurbogann, steinsnar frá hótelinu sem ég gisti á þegar ég fór í fyrsta skipti ein til Parísar í fyrrasumar. 

Lost in frenchlation er fyrirtæki sem var stofnað af tveimur vinum sem vildu auðvelda fólki að læra frönsku og njóta franskrar kvikmyndagerðar. Frakkland er eitt af "dubb"löndunum, sumsé talsetur allar kvikmyndir, og því lítil von um að franskar myndir séu textaðar hér. Nema Lost in frenchlation leggur sig fram um að hafa regluleg bíókvöld með frönskum myndum með enskum texta. Myndirnar eru sýndar í litlu, kósí kvikmyndahúsi með þægilegum rauðum sætum, rauðum veggjum og litlum bar. Ef Rumba la vie ratar í kvikmyndahús heima þá mæli ég sannarlega með því að þið farið og sjáið þá innilega fyndnu og einlægu ræmu.

Eftir tveggja vikna dvöl á hóteli er frúin búin að rölta flestar götur í nágrenninu og jafnvel snæða bæði miðdegis- og kvöldverði á flestum brasseríum hverfisins. Ekki laust frá því að ég hafi fundið fyrir þreytu í fótum er ég arkaði af stað, enn eina ferðina, í ætisleit í kvöld. Var eiginlega ákveðin í því að fá mér bara einfalt salat og snúa svo aftur "heim" sem fyrst. Að sjálfsögðu arkaði ég þar til ég sá blikkandi ljós og settist niður á stað sem var heldur fínn fyrir hornstað í hverfinu, mynd af kokkinum og allt á matseðlinum. Pantaði mér steik og kartöflumús og eins og það væri ekki nóg þá fékk ég mér ostaköku í eftirrétt. Staðurinn var "petite" á franska vísu og smekkfullur eftir því, þjónninn á þönum. Reyndar var staðurinn svo lítill að það lá við að ég sæti í kjöltunni á manninum á borðinu fyrir aftan mig. Ef ekki hefði verið fyrir örlitla upphækkun á næsta borð við hliðina á mér hefði ég eins getað setið til borðs með fólkinu sem sat þar; karl og kona (par) og önnur kona til. Sem betur fer var ég með skrifbókina mína í veskinu því samræður og háttalag þeirra þriggja varð til þess að ég skrifað sex blaðsíður í skrifbókina. Þjónninn vinalegi hafði greinilega tekið eftir skrifæði frúarinnar því á hlaupunum leit hann yfir til mín og spurði með bros á vör; hefur staðurinn svona mikil áhrif á sköpunargáfu þína? 

Ef ég væri rithöfundur þá væri ég núna að hefja söguna af þessu fólki á næsta borði við mig, nóg punktaði ég niður og ýmyndaði mér um aðstæður þeirra, fyrra og núverandi líf, hver þau væru, hvernig þau þekktust og allt þar fram eftir öllum götum. En, ég er ekki rithöfundur svo í staðinn blogga ég bara um allt og ekkert og líklegast ekki um neitt. Nema þá helst sjálfa mig.

föstudagur, 16. september 2022

Vikugömul í París

Vika síðan ég flutti til Parísar. Búin að fara í nokkra tíma í skólanum, hitta kennara og samnemendur, fara í siglingu á Signu í boði skólans, senda nokkur póstkort og eitt bréf, borða kvöldmat á mismunandi veitingastöðum, rölta um göturnar og er farin að kannast ágætlega við mig í hverfinu. Engu að síður er ég enn ekki fyllilega búin að átta mig á því að ég er flutt en ekki í enn einu fríi hér í Parísarborg. Ekki ólíklegt með öllu að dvöl á hóteli espi upp frífílinginn í frúnni en líklega síast daglega lífið inn með hverjum deginum sem líður. Þetta kemur allt með kalda vatninu eins og vitur kona sagði eitt sinn við mig.

Búin að hitta og spjalla við flesta af hinum skiptinemunum. Allt flott og frambærilegt ungt fólk, eftir því sem ég best fæ séð, fætt árið 2000 og síðar. Skemmtilegt sjónarhorn; þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda, sem au-pair til Ameríku, var ekkert þeirra fætt. Þegar ég kom aftur heim, óperuári síðar, voru enn 5 ár í að elsta þeirra fæddist. Ekkert þeirra kemur þó fram við mig eins og þann ellismell sem ég er í þeirra hópi, öll eru þau opin, brosmild, skemmtileg og áhugaverð. Ég er eina mannneskjan sem minni sjálfa mig á það að ég er nógu gömul til að geta verið mamma þeirra allra, ég sem veit manna best að aldur er afstæður. C'est la vie.