sunnudagur, 24. febrúar 2013

Drýpur súkkulaði af hverju strái

Eftir alla dásemdina sem mér var færð í bólið reif ég mig á lappir í aðra dásemd


dásemd sem dró fram eftirvæntingu og gleði hjá þeim myndarlega sem gleður mig og fyllir eftirvæntingu dag hvern


Uppskriftina fékk ég hjá Nönnu sem ég þekki ekki neitt en fylgist þó áköf með hverri dásemdinni af annari sem hún galdrar fram í eldhúsinu sínu í vesturheimi


Tilvalið að vígja kaffibollana sem ástin mín færði mér á afmælisdaginn


fyrir slíkar dásemdarkökur sem súkkulaði drýpur af í himneskri sinfóníu við sjávarsalt


Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er þegar búin að háma í mig margar


en ég er ekki viss um að ég komist í það að klæða mig í dag.

K-dagur

Trúði því eitt augnablik að sá myndarlegi hefði fært mér blaðlauk í rúmið


Alveg þar til ég reisti mig upp í rúminu og hristi af mér svefnhöfgann. Innan um blaðlaukinn leyndust túlípanar og brosandi trakteringar


Hjá Degi eru allir dagar Dagsdagarlaugardagur, 23. febrúar 2013

Kúmmin & kanill

Í morgun færði sá myndarlegi mér kaffi í rúmið og vippaði svo amerískum pönnukökum framan úr slopperminni


Í kvöld kryddaði ég lambaframhryggjarsneiðar með salti, pipar, kummin, kanil og chili, velti upp úr hveiti og steikti á pönnu stutta stund


Dillaði mér og söng með Billy félaga mínum meðan sá myndarlegi rýndi í skólabækur


Steikti gulrót og smátt skorinn lauk á sömu pönnu og kjötið, bætti 2 pressuðum hvítlauksgeirum við og örlítið seinna 2 dl af vatni og 2 dósum af tómötum. Allt sett í eldfast mót og látið dóla í klstund í ofni á 160°, álpappír breiddur yfir mótið. 1 dós af snjóbaunum bætt við og látið malla, án álpappírs, í 10 mín. í ofni til viðbótar


Í salat átti ég iceberg, papriku, tómata, blaðlauk, ólífur, hvítlauksost og sesamfræ


Á diskana átti ég prúðbúna madame Angelique


Rétturinn þarf ekki á meiru en salati að halda, mikil fylling í snjóbaununum og við söknuðum hvorki kartafla né hrísgrjóna


Best er svo að sjálfsögðu að njóta góðs matar í enn betri félagsskap


Dino hélt okkur svo selskap við uppvaskið og sló taktinn í vangadansinum þar á eftir. Lífið, ó lífið.

þriðjudagur, 19. febrúar 2013

Pjattaður plokkari

Í gærkvöld fórum við á indverskt matreiðslunámskeið. Elduðum litríkan mat með dásamlegum kryddum. 

Í kvöld settum við plokkfisk á rúgbrauð, breiddum heimagerðri bernaisesósu yfir og stungum inn í ofn


Fórum því næst á námskeið í Evrópumálum með magana fulla af spariklæddum plokkfisk. 

Annað kvöld ætlum við bara að læra þetta venjulega. Hvað skyldum við elda með því?

laugardagur, 16. febrúar 2013

Var full í Hörpu í gær


Full af gleði yfir öllu skemmtilega fólkinu sem ég hitti. Full af fjöri yfir allri frábæru tónlistinni. Full af orku í dunandi dansinn. Full af rauðvíni.

Full seint að fá sér fyrsta kaffibolla dagsins núna en svona getur maður látið þegar hausinn er fullur af ryki. Full af söknuði eftir myndarlegum manni. Full af hugsunum um konuna sem elskaði einveru en getur nú ekki hugsað sér sólarhring án þess myndarlega. Fullt af skrýtnu sem smellpassar.

Dró fram þennan ókunnuga bolla og fyllti af kaffi. Var í skapi til að drekka úr bolla með gylltri rönd og rússnesku á botninum. Þarf ekki að vita neitt um hann. Kaffið er gott og bráðum kemur sá myndarlegi