fimmtudagur, 16. desember 2021

Afhending færeyska jólatrésins

Var að koma inn úr göngutúr. Með tónlist í eyrunum leyfði ég hárinu að dansa slegnu í vindinum. Gekk góðan hring með góðar hugsanir á sveimi í huganum. Slapp við vætu og að detta í hálku sem leyndist á stöku stað. Kisusystkynin tóku mér fagnandi (VÍST GERÐU ÞAU ÞAÐ!) og ég var hýr sem kýr eftir hressandi blásturinn. Get sumsé staðfest, fyrir einhver ykkar, að það er rok þarna úti.

Settist við tölvuna og las um milljón dollara rannsókn frá Amríku um ávæning þess að fara í 30 mínútna göngutúr á hverjum degi. Miðað við veðráttuna hérlendis er spurning hvort korter dugi til en meðal þess sem tiltekið er í umræddri grein þá dregur hálftíma göngutúr daglega úr líkunum á ristilkrabba. Um svipað leyti í fyrra kom pabbi í heimsókn til mín þar sem ég lá í spítalarúmi á Landspítalanum og saug vatnsósa bleikann svamp af áfergju til að svala þorstanum eftir svæfingu og aðgerð.

Heilt ár, upp á dag, liðið síðan ég tók minn fyrsta veikindadag í Melabúðinni eftir tæplega 10 ára starf þar til að gangast undir aðgerð þar sem 25 cm voru skornir burt úr mínum ristli til að fjarlægja illkynja krabbamein. Sá alls ekki fyrir kúvendinguna sem líf mitt átti enn eftir að kollsteypast um en í tilefni dagsins fór ég og keypti mér jólatré. Konan hjá Flugbjörgunarsveitinni sagði að tréið væri danskt en ef eitthvað er að marka hana Túrhillu Johansen, sem ég hálfpartinn ólst upp með, er krækiberjalyngið líklegast færeyskt. 

Eitt er á tæru, hríslan var keypt hér í Reykjavík