tók ég eftir því á heimleiðinni að bifreiðin var að verða bensínlaus. Ef rauða ljósið hefði getað gefið frá sér hljóð erum við að tala um heila lúðrasveit og læti. Fór að hugsa um hvar næstu bleiku bensínstöð væri að finna og veðjaði á Snorrabrautina. Lét ekki hugfallast þegar gulur góndi á mig þar og hugsaði með mér að fyrst ég væri komin þetta langt þá væri lítið mál að beygja niður á Miklubraut því ég var handviss um að stöðin væri bleik við Kringlu. Nema ég tók vitlausa beygju og endaði niður á umferðamiðstöð þar sem ég hugsaði aftur að fyrst ég væri nú komin þetta langt þá hlyti ég að hafa það af að snúa við og koma mér á bleiku bensínstöðina við Kringluna. Og það tókst. Næstum því.
Á ljósunum við Kringlu (Miklubraut/Kringlumýrarbraut) stoppaði Gullvagninn. Harðneitaði að fara fetinu lengra án vökvunnar.
Hvað gerir svo stúlka á fertugsaldri í vanda? Jú, hringir í pabba sinn nema pabbi var líka að vinna langan vinnudag og í ofanálag á reiðhjóli. Pabbi benti nú stelpunni sinni á að það væri göngufært á bensínstöðina og jafnvel hægt að fá brúsa á stöðinni hinum meginn. Stelpan benti pabba sínum ekki á að hún hefði ákveðið að fara á appelsínugulu hælaskónum sínum í vinnuna um morguninn. Stelpan hringdi í bróður sinn sem kom að vörmu spori með tvo brúsa fulla af bensíni. Á árum áður var bróðir minn bensínlaus í tíma og ótíma út um hvippinn og hvappinn. Í gær uppástóð hann að þessir tveir brúsar, sem stóðu blindfullir af bensíni í bílskúrnum hans, væru ætlaðir sláttuvélinni, hann væri löngu hættur að verða bensínlaus. Hverju svo sem sætir þá er ég ánægð að eiga lítinn bróður sem býður mér á tónleika eitt kvöldið og bensín næsta kvöld á eftir