fimmtudagur, 14. júní 2012

Ráð-stefna og afmæli

Sá myndarlegi kom örþreyttur og örlítið rakur heim í gær með fangið fullt af blómum


Ekki handa mér, seiseinei, blóm sem honum voru afhend fyrir að skipuleggja og vinna að stórri ráðstefnu. Vafalítið staðið sig með miklum sóma, skyri og rjóma. Svaf líka eins og ungbarn undir sæng laust eftir níu í gærkveld.

Öllu hressari í kvöld er hann snaraði fram dýrindisnautasteik og hrærði saman bernaise fyrir afmælisbarn dagsins, væntanlega úthvíldur og einu hugsanlegu áhyggjurnar sitt eigið afmæli eftir örfáa daga


Eftir nautasteikina var ég svo heppin að vera boðin í Hörpu þar sem ég hlustaði á sinfóníuhljómsveit og sópransöngkonu, nútímaleg verk og klassísk. En sú dásemd sem tónlist er, að maður tali ekki um góða veðrið úti. Enda er ég á leið í göngutúr og geri mér góðar vonir um að ná þeim myndarlega upp af sófanum.

Þó ekki fyrr en ég er búin að setja hér inn mynd af fína afmælisbarni dagsins og sætu systur hans



Engin ummæli: