Svo svona af því við eigum nokkra dunka af brauðraspi af því sá myndarlegi þreytist aldrei á því að safna gömlu brauði í rasp, þá veiddi ég kornfleksrest uppúr skúffu sem ég muldi og saltaði síðan og pipraði. Snitzelsneiðunum dýfði ég því næst í pískuð egg áður en ég dembi þeim í kornfleksið
Eftir að hafa klínt stórri smjörklípu á hverja sneið og hent eldfasta mótinu í ofninn dró ég samansafn af kartöflum úr skúffu í ísskápnum, skar niður, setti í skál og hrærði saman við ólífuolíu, salt og oreganó
30 mínútum splæst á kartöflurnar í ofninum, 40 á snitzelið
Sá myndarlegi var svo huppulegur að koma heim úr ræktinni með rósavönd handa eiginkonunni
sem sómdu sér vel með bjórglöðum snitzelfeðgum