Það sem ég var fegin að hafa gripið lopahúfuna, sem mamma prjónaði handa mér, er ég þaut til vinnu í morgun. Vindurinn sem lamdi kinnarnar kaldar, er ég arkaði heim úr vinnu, sannfærði mig um að veturinn er í nánd. Ef þið eruð hugsanlega að velta því fyrir ykkur hvort þetta er hann E.T. sem trónir þarna á hausnum á mér þá get ég sagt ykkur að svo er ekki. Mamma mín prjónaði þessa lopahúfu handa kattastelpunni sinni. Þetta eru sumsé kettir. Þegar móðir mín kær færði mér húfuna hugsaði ég jæja mamma, nú hefuru alveg farið með það, þessa húfu nota ég aldrei!
Eins og svo sem áður hafði ég kolrangt fyrir mér en móðir mín rétt fyrir sér, hef hundraðogþúsund sinnum notað þessa lopahúfu.
Þegar sá myndarlegi kemur heim ætla ég að steikja lúðu. Steikt lúða er uppáhalds maturinn minn og pabba míns. Þar hafið þið það.
fimmtudagur, 25. október 2018
föstudagur, 19. október 2018
Einu sinni var
Labbaði Laugaveginn heim eftir vinnu í gær. Þrátt fyrir rigningarrok var bærinn smekkfullur af erlendum ferðamönnum, sem er svo sem engin nýlunda. Nema í gær var stemmingin öðruvísi, fyrir utan flesta veitingastaði stóðu enskumælandi ungmenni, meirihlutinn reykjandi, þó nokkrir með glas í hönd, fyrir-partý-fílingur í haustloftinu. Svo mikill reyndar að ég fór að hugsa um sjálfa mig fyrir örfáum þónokkrum árum síðan, djammfiðringinn sem hófst á fimmtudögum, djammfiðringinn sem var settur í gang á föstudögum, djammfiðringurinn sem náði hámarki á laugardögum. Hvað með sunnudaga spyrjið þið? Það man ég ekki lengur.
Í gær sumsé arkaðiungfrúin beinustu leiðina heim og tók til við eldamennsku. Steikti kjúklingabringur, sauð pasta í potti (en ekki hvað?) og bætti niðurskornu spergilkáli út í pottinn þann fjórum mínútum áður en suðu lauk. Skornum kjúklingabringum ásamt pasta og spergilkáli blandað saman við grænt pestó og sólþurrkaða tómata. Við myndarlegi rifum parmesan yfir og nutum vel.
Príma réttur.
Nýeldaður í gær, príma góður kaldur pastaréttur í kvöld. Fölbleik, bleik og fjólublá kerti loga eins og hér sést
Veit ekki með ykkur en á föstudags-haust-kveldi finnst mér þetta kósí enda var ég að gúffa í mig afgöngum gærkvöldsins. Sá myndarlegi var að skríða inn úr dyrunum, örþreyttur eftir að hafa skemmt háskólanemum í lyfjafræði og tónlistarnemum í Listháskóla Íslands.
Á morgun förum við í afmæli hjá barnabarninu.
Mér er þó ekki alls varnað (annað en hægt er að segja um karlinn), annað kvöld ætla ég að hitta vinkonur mínar og drekka með þeim rauðvín. Helljá!
Í gær sumsé arkaði
Príma réttur.
Veit ekki með ykkur en á föstudags-haust-kveldi finnst mér þetta kósí enda var ég að gúffa í mig afgöngum gærkvöldsins. Sá myndarlegi var að skríða inn úr dyrunum, örþreyttur eftir að hafa skemmt háskólanemum í lyfjafræði og tónlistarnemum í Listháskóla Íslands.
Á morgun förum við í afmæli hjá barnabarninu.
Mér er þó ekki alls varnað (annað en hægt er að segja um karlinn), annað kvöld ætla ég að hitta vinkonur mínar og drekka með þeim rauðvín. Helljá!
sunnudagur, 14. október 2018
Sól og svört ský
Sól glampar á Meðalfellsvatn, ferskur vindur ýfir lauflausar trjágreinar og mild rigning stígur laufléttan dans í takt. Sinfónía trjávinds og vatnsgutls endurkastast í sólskininu.
Í gær eldaði ég ferskt rauðkál í fyrsta skipti á minni tæplega miðaldra ævi. Ykkur finnst það kannski ekkert merkilegt en mér fannst það skemmtilegt. Heiti potturinn á veröndinni virkar ekki og því hafa pottferðir ekki verið neinar þessa helgina, það finnst mér ekki skemmtilegt, ekki síst með tilliti til þess að haustveðrið hefur leikið við okkur.
Við sem förum aldrei í Eyjakrók án þess að það sé veður. C'est la vie.
Í gær eldaði ég ferskt rauðkál í fyrsta skipti á minni tæplega miðaldra ævi. Ykkur finnst það kannski ekkert merkilegt en mér fannst það skemmtilegt. Heiti potturinn á veröndinni virkar ekki og því hafa pottferðir ekki verið neinar þessa helgina, það finnst mér ekki skemmtilegt, ekki síst með tilliti til þess að haustveðrið hefur leikið við okkur.
Við sem förum aldrei í Eyjakrók án þess að það sé veður. C'est la vie.
fimmtudagur, 11. október 2018
Dembdi mér í uppáhalds ræktina beint eftir vinnu.
Sá myndarlegi var búinn að hafa á orði að það væri skítaveður en sú var aldeilis ekki raunin. Vissulega blés hann hraustlega við hornið á Hörpu og ég neita því ekki að það var dulítil skemmtun fólgin í því að sjá eymingjans túrhestana berjast við rokið við Sæbrautina á leið minni heim. Sjálf hallaði ég mér hæfilega fram á við til að taka á móti rokinu í fangið, gaf ekkert eftir af gönguhraða nema þá helst í þau skipti sem ég snarstansaði til að mynda ský eða dást að birtunni sem braust á móti grámanum
Vindur og logn, birta og dimma, grámi og sterkir litir, blástur og stilla, friðsæld og fegurð
Vindur og logn, birta og dimma, grámi og sterkir litir, blástur og stilla, friðsæld og fegurð
Meira undrið þetta haust.
mánudagur, 8. október 2018
Pulsa eða pylsa?
Renndum í bæinn rétt undir kvöldmat í gærkvöld. Eiginmaðurinn þráði að komast undir sturtuna og í náttföt svo ég fór í búð. Eljan til að elda var ekki mikil svo pylsuréttur Hallveigar systur varð fyrir kvöldmatarvalinu. Allir og amma hans voru að versla en ég hélt þreyttum fókus á innihaldi pylsuréttar Hallveigar systur. Mundi líka eftir því að kaupa mjólk og brauð.
Karlinn var svo ansi frískur eftir sturtuna að hann bauðst til að elda. Skar niður beikon og lauk og hvítlauk (sem er reyndar ekki í hefðbundnum pylsurétti Hallveigar systur) og sveppi. Stakk mjólkinni inní ísskáp, setti brauðið í skúffuna og opnaði dós af bökuðum baunum. Í miðri steikingu snýr hann sér að eiginkonunni, sem var rétt að komast í náttfötin, og spyr hvar eru pylsurnar?
Rauk í larfa og brunaði aftur í búðina. Það eru jú víst pylsur í pylsurétti Hallveigar systur, ekki hægt að neita því.
Karlinn var svo ansi frískur eftir sturtuna að hann bauðst til að elda. Skar niður beikon og lauk og hvítlauk (sem er reyndar ekki í hefðbundnum pylsurétti Hallveigar systur) og sveppi. Stakk mjólkinni inní ísskáp, setti brauðið í skúffuna og opnaði dós af bökuðum baunum. Í miðri steikingu snýr hann sér að eiginkonunni, sem var rétt að komast í náttfötin, og spyr hvar eru pylsurnar?
Rauk í larfa og brunaði aftur í búðina. Það eru jú víst pylsur í pylsurétti Hallveigar systur, ekki hægt að neita því.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)