sunnudagur, 16. nóvember 2014

39 ára jæf

Meðan myndarlegi maðurinn puðar í skítagallanum í málningarvinnu hjá tengdaforeldrum sínum dró ég fram jafnöldru mína sem dillaði mér á náttkjólnum í gegnum uppvask, innkaupalistaskrif og kaffisötur


Jævið talar á Broadway nóttum og ástina skal fara um með mjúkum höndum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.


sunnudagur, 9. nóvember 2014

Jóla-roð

Þrátt fyrir að vera yfir mig hneyksluð á jólalögunum sem byrjuð eru að hljóma í útvarpinu í byrjun nóvember leyfði ég hinu eina sanna jólalagi að hljóma í æfón-vasadiskóinu mínu er ég arkaði heim á leið í dag með svarta bakpokann fullan af matvörum. Er ekki frá því að göngulagið hafi orðið léttstígara enda glitti í eitt og eitt lítið hvítt korn. Svona er nú konan tvöföld í jóla-roðinu