sunnudagur, 9. nóvember 2014

Jóla-roð

Þrátt fyrir að vera yfir mig hneyksluð á jólalögunum sem byrjuð eru að hljóma í útvarpinu í byrjun nóvember leyfði ég hinu eina sanna jólalagi að hljóma í æfón-vasadiskóinu mínu er ég arkaði heim á leið í dag með svarta bakpokann fullan af matvörum. Er ekki frá því að göngulagið hafi orðið léttstígara enda glitti í eitt og eitt lítið hvítt korn. Svona er nú konan tvöföld í jóla-roðinu

1 ummæli:

Guðlaug sagði...

Gaman að hitta þig hér mín kæra. 1. des. 1. des! með kærri í bæinn frá okkur Bróa