þriðjudagur, 22. febrúar 2011

Daney


Hér er myndin af þér.
Mæli með þessu outfitti fyrir næsta afmæli.
Tilhameðig : *

mánudagur, 21. febrúar 2011

Snudda litlaÞessi litla budda var mikið með snuddu. Að taka dudduna út úr sér til að hleypa vænu brosi fram, krafðist tilfæringa en var vel þess virði, brosið er svo fallegt.

Til hamingju með afmælið, elsku Þyri mín.

sunnudagur, 20. febrúar 2011

Vaknaði við:

"Nú er tímabært að vakna! Klukkan er xx:xx!" í gærmorgun. Sá myndarlegi vaknaði hlægjandi, ég fálmaði hvekkt eftir símanum og náði að slökkva eftir eina endurtekningu. Nýji síminn minn er sumsé með talandi vekjaraklukku.

Velti því fyrir mér í gærkveldi hvað myndi gerast ef ég myndi ekki slökkva jafn fljótt á vekjaranum, hvort röddin myndi stigmagnast og enda í háværu ískri um að ég ætti að drulla mér lappir, klukkan væri löngu orðin xx:xx.

Er það bara ég eða er e-ð skrýtið við talandi vekjaraklukkur? Að vera vakin af ókunnri, rafkenndri konurödd?

miðvikudagur, 16. febrúar 2011

Fékk þessa fínu frú

í afmælisgjöf

Sá myndarlegi lýsti því kampakátur yfir, í saltkjötsveislunni, að umhirða þessarar yrði í hans höndum. Sem er alveg rétt. Blómakona er ég ekki. Þ.e.a.s. umhirðu-blómakona er ég ekki.


Sá myndarlegi er þó ekki fróður um þarfir nýju frúarinnar á heimilinu. Fyrsta "gúgl" skilaði engum upplýsingum um þær. "Orkedía umhirða gúgl" skilaði einum, heilum link sem jafnvel styður þá hugmynd mína um að koma bleiku frúnni fyrir í klósettglugganum.


Eru e-r lesendur hér sem hafa reynslu, helst farsæla, af umhirðu orkedíu?

mánudagur, 14. febrúar 2011

tilhameðig

Hebði mátt halda ég hefði fagnað tíræðisaldri, miðað við allar kveðjurnar sem rafsendust á mig í öllum logrum fésbókarinnar. Ég er djúpt snortin og hoppandi kát með allar þessar kveðjur, en púff hvað ég var fegin þegar handavinnunni við að svara hverri og einni var lokið.

E-r vilja meina að í dag sé upprunninn dagur elskenda, svo kallaður Valentínusardagur. Í raun sanni er þriðji í afmæli hjá Hjalta og annar í afmæli hjá mér. Þess vegna helltum við kóki yfir Wheetosið okkar í morgun og sendum þann myndarlega eftir snakki í kvöldmat.

Maður á víst ekki afmæli nema einu sinni á ári.

miðvikudagur, 9. febrúar 2011

Í gær

fór ég í bað eftir 12 daga bað-fjar-veru. Alvöru baðferð í kltíma í vel heitu vatni. Og bók. Hvílíkur unaður. Er strax búin að gleyma hvað þetta fyrirbæra "snögg sturta" er.

Í gær datt líka hrúðrið af sárinu á enninu á mér. Nýja húðin undir er ekki aldeilis ljós eins og ég hafði ýmyndað mér. Rétt örlítill roði til að minna mig á blettinn sem var. Pínu skrýtið en held það venjist furðu fljótt.

Í nótt dreymdi mig svo heila bíómynd um par á flótta undan glæpagengi, stórborg, skuggaleg hús, barnsmissir, pyntingar og dauða. Mætti halda ég horfi of mikið á sjónvarp. Nema það sé skorturinn þar á. Gæti hugsanlega hert mig upp í að horfa á heilann þátt af Poirot á DR í næstu viku.
Sé til.

þriðjudagur, 8. febrúar 2011

ÁstÁstÁst

Er enn að velta krossgötunum fyrir mér. Kemst alltaf betur og betur að því að með ástina mér við hlið eru mér allir vegir færir.

laugardagur, 5. febrúar 2011

5. febrúar

Fyrir 44 árum giftu foreldrar mínir sig. Dagurinn var ansi stormasamur. Það fyrirfórst að hugsa um brúðarvönd fyrir brúðina. Rúna systir mömmu bjargaði því, en einu blómin sem fengust þann daginn voru túlipanar. Húddið á bílnum hans afa Lárusar fauk af er þau voru á leið í kirkjuna. Það var víst skilið eftir og hirt upp á leiðinni heim. Pabbi gleymdi pappírunum heima svo Matti, frændi mömmu, rauk af stað úr kirkjunni heim til þeirra, að sækja tilskylda snepla. Eftir athöfnina fauk svo mamma niður kirkjutröppurnar í öllu rokinu, bambólétt af Boggu systur sem er nr. 2 í röðinni og fædd í apríl. Hjónabandið heldur enn.

Vafalítið væri við hæfi að birta eins og eina brúðarmynd, en mér hefur alltaf fundist þessa gamla, upplýsta mynd af foreldrum mínum krúttaraleg


5. febrúar er líka afmælisdagurinn hans afa Lárusar. Afi hafði mikið dálæti á bókum og var sílesandi, enda vissi afi hreinlega allt. Til er skemmtileg saga af afa að festa vask heima hjá honum og ömmu, með Boggu systur sitjandi í vaskinum á meðan. Afi var alltaf rólegur og yfirvegaður, sama hversu mikið við systkynin héngum í honum. Afi sagði okkur sögur af víkingum, Maríu Stúart, Napóleon og fór með ljóð fyrir okkur. Afi var góður maður með góða nærveru. Ég sakna hans enn.

Bókmenntaáhugi afa fór svo gott sem ósnertur framhjá syni hans, en fimmfaldaðist í okkur systkynunum öllum. Á þessari gömlu og heldur óskýru mynd, má sjá að ég hef frá unga aldri verið haldin forpokuðu bókmenntasnobbi


Í morgunsárið

er ég búin að:

  1. vakna og fara fram úr á undan þeim myndarlega, sem er hreint ekki létt þegar maður elskar svona gamalt hró.
  2. Þefa mig áfram á neðri hæðinni þar til ég fann kattaúrgang sem sleppti flóðbylgju bölsóta duglega af stað.
  3. Leita köttinn uppi og skamma undir drep í hálfum hljóðum (2 piltar á ólíkum aldri enn í fasta svefni í húsinu).
  4. Þrífa kattaúrgang með enn annari flóðbylgju bölsóta.
  5. Hella upp á kaffi og drekka úr sparibolla.
  6. Taka úr uppþvottavélinni frá í gær og setja meira óhreint í.
  7. Fara í semi snögga sturtu (miðlungs langa) sem hlýtur að sleppa til á næst síðasta degi baðleysis.
  8. Viðhalda hótun minni um nýtt lúkk á síðunni minni.
Einhvern tímann á eftir fer ég að vinna. Þar til býst ég við að geta drukkið meira kaffi, dáðst að öllum fallega snjónum, gert upp sakirnar við köttinn og kreist krúttlega kallinn minn, sem sefur vært eins og unglingur á laugardagsmorgni.

miðvikudagur, 2. febrúar 2011

Fyrir helgi

fór ég og lét fjarlægja nokkra fæðingabletti. Fyrir vikið má ég ekki fara í bað og varð að kaupa plastlausan sáraplástur, sem límist á húðina eins og marglytta. Skemmtileg verðlaun það. Læknirinn sagði ég mætti bara fara í snögga sturtu í 10 daga á eftir. Snögga sturtu?! Ég veit ekki einu sinni hvað það er. Síðan þá, og eftir útskýringar á fyrirbærinu frá þeim myndarlega, hef ég reynt þessa svo kölluðu "snöggu sturtu". Ég hef líka farið tvisvar í bað með vatn upp á mjaðmir. Það er ekki sama fúttið í því og alvöru baðferð.

Í baði er hægt að gera svo margt skemmtilegt:

- hlusta á tónlist og syngja hátt með
- hlægja að prumpukúlum
- lesa bók
- láta sig dreyma
- leggja sig
- drekka rauðvín
- æfa ýmyndaðar aríur
- vefja handleggjum og fótleggjum utan um ástina sína
- fá viskhendur
- skvampa freyðibaðsfroðu við kertaljós
- tala í símann

Einu sinni neyddist ég til að fara í bað í gallabuxum. Það hafði ekkert með fæðingabletti að gera.

þriðjudagur, 1. febrúar 2011

Í dag

var ég pirruð, örg, reið og leið. Ég brosti samt og lét sem ekkert væri þrátt fyrir eftirsjá og gnístan tanna. Dagurinn var langur og ég var orðin þreytt er ég steig yfir þröskuldinn heima. En þá varð líka allt gott. Ég á heima með ástinni. Ástinni sem brosir til mín, tekur fast utan um mig og hvíslar að mér að hún elski mig.