miðvikudagur, 9. febrúar 2011

Í gær

fór ég í bað eftir 12 daga bað-fjar-veru. Alvöru baðferð í kltíma í vel heitu vatni. Og bók. Hvílíkur unaður. Er strax búin að gleyma hvað þetta fyrirbæra "snögg sturta" er.

Í gær datt líka hrúðrið af sárinu á enninu á mér. Nýja húðin undir er ekki aldeilis ljós eins og ég hafði ýmyndað mér. Rétt örlítill roði til að minna mig á blettinn sem var. Pínu skrýtið en held það venjist furðu fljótt.

Í nótt dreymdi mig svo heila bíómynd um par á flótta undan glæpagengi, stórborg, skuggaleg hús, barnsmissir, pyntingar og dauða. Mætti halda ég horfi of mikið á sjónvarp. Nema það sé skorturinn þar á. Gæti hugsanlega hert mig upp í að horfa á heilann þátt af Poirot á DR í næstu viku.
Sé til.

2 ummæli:

Íris sagði...

Til hamingju með að vera skilin við snöggu sturtuna

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk Íris, hvílíkur léttir!