Það rifjaðist upp fyrir mér þegar maður kom í Melabúðina í gær og spurði hvort þar fengist sjónvarpskaka, hvað það væri orðið hrikalega langt síðan ég hafði fengið sjónvarpsköku. Ég íhugaði að hringja í Hallveigu systur mína og biðja hana um að baka eina slíka, en fannst heldur langt að fara í kaffi alla leið til Ólafsvíkur. Ég fór því á netstúfana og fann þessa uppskrift. Ég átti nefninlega sjálf von á kaffigestum
Fyrsti sjónvarpskökubaksturinn myndast að minnsta kosti vel og ekki kvörtuðu Gulla og Brói, enda sómafólk mikið
Í dag keypti Gulla sér sinn árlega jólasvein sem bætist í myndarlegt safn af sveinkum. Þennan keypti hún handa mér
Ég ætla að láta Gullu litlu standa á kommóðunni í forstofunni svo hún geti tekið á móti gestum með mér, hún er svo skemmtileg og prakkaraleg á svipinn, soldið eins og Gulla stóra.
Við erum því væntanlega formlega byrjuð að skreyta fyrir jólin hérna í Túninu.
Mikið sem það er annars dáyndislegt að þekkja skemmtilegt fólk.