þriðjudagur, 11. október 2011

Í morgunhúminu

gat ég ekki varist þeirri tilfinningu að með mér væri fylgst. Hélt þó ótrauð áfram að sýsla við uppáhellinguna og tautaði við sjálfa mig að láta myrkan morguninn ekki hlaupa með mig í gönur.


Svo sá ég hann



Hann virtist skelkaðri en ég af þessu eina auga að dæma. Eða hvað...


Kallinn í borðinu hlýtur að hafa fylgst með lengi. Ætli hann hafi vitað það sem aðrir ekki áttuðu sig á? Ætli hann horfist alltaf í einu auga á það sem aðrir forðast að sjá? Þýðir þetta að lúna, ljóta borðið er allt í einu komið með karakter? Og hvað er eiginlega málið með það að allt geti e-n haft karakter, svo gott sem sama hvað það er? Er rosalegur karakter í manninum?


Og hvenær í ósköpunum ætli ég hætti að vakna á Tyrklandstíma?

3 ummæli:

Íris sagði...

þessi skelkaði karl þarf nú að fá nafn, er hann ekki ágætis félagsskapur svona þegar þú vaknar á Tyrklandstíma?

Ragna sagði...

Rosalega er þetta frábært.

Frú Sigurbjörg sagði...

Já, hann er skemmtilegur þessi og verðskuldar hugsanlega heiti, e-r tillögur?