sunnudagur, 23. október 2011

Gulrætur & ananas

Þrátt fyrir að hafa á afar klaufalegan hátt tekist að þeyta öllum kurlaða ananasinum út í loftið er ég hristi safann frá í sigti, var gulrótarkaka dagsins stórfín. Já, það er ananas í þessari gulrótarköku



Blandið saman 5 dl af hveiti, 2 tsk af lyftidufti, 1,5 tsk af matarsóda, 1 tsk af salti, 2 tsk af kanil, 1 tsk af múskati og 5 dl af sykri. Rífið 5 dl af gulrótum og grófsaxið 2,5 dl af hnetum. Hrærið 4 egg og 2 dl af matarolíu saman og blandið við þurrefnin ásamt lítilli dós af kurluðum ananas (safinn ekki notaður), gulrótum og hnetum. Setjið deigið í smurt form og bakið neðarlega í ofni í u.þ.b. klstund.

Í kreminu er 150 gr af rjómaosti, 250 gr af flórsykri og sítrónusafi eftir smekk, hrært af myndugleik.

Úr Af bestu lyst 1 frá 1993.

4 ummæli:

Íris sagði...

Jerimías hvað hún er girnileg, á svoldið erfitt með að halda munnvatninu í skefjum.

Frú Sigurbjörg sagði...

Hún er líka rosalega góð og chunky; mikið af hnetum og gulrætum og kryddbragðið nýtur sín rosalega vel líka. Ég fer sjálf að verða í vandræðum með munnvatnið...

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir okkur bestimann í dag. Kakan sú arna var girnileg og góð með kærri í bæinn.

Frú Sigurbjörg sagði...

Fyndið að eiga smá sneið af þessari köku líka til að bjóða í dag; takk fyrir komuna, ánægjan var öll okkar!