Munið þið eftir því þegar þriðja hver uppskrift, ef ekki önnur hver, var með mango chutney? Þriðjungur allra kjúklingauppskrifta, helmingur allra fiskuppskrifta, hver ein og einasta laxuppskrift. Finnst eins og þetta hafi verið í fyrradag en þegar ég íhuga það betur finnst mér líka að ég hafi einmitt búið ein (með Degi) í Skaftahlíð þegar mangó tjötney var uppá sitt besta og fyrst ég er komin þangað þá gæti verið að sirka tugur sé síðan þó það hljómi vissulega jafn fáránlega og að ég hafi rétt í þessu litið út um gluggann og séð bleikan einhyrning fljúga í gegnum skýin með Whitney Houston á bakinu.
Nema ég fann krukku af mangó chutney inní skáp um daginn. Keypti fisk í vinnunni minnug allra þessara fiskuppskrifta á chutney-tímabilinu. Var ekki með neina sérstaka uppskrift í huga, steikti bara það grænmeti sem ég gat dregið fram úr ísskápnum og smellti í ofnast mót ásamt þorskinum. Átti jarðarberjajógúrt á síðasta snúning og ákvað að demba chötneyinu útí hana ásamt karrídufti og shriracha-sósu. Dembdi þessu á fiskinn og grænmetið og sáldraði rifnum osti yfir. Sauð hrísgrjón meðan þetta mallaði í ofninum. Príma máltíð skal ég segja ykkur.
Nema krukkan af mango chutneyinu var svona löng og mjó og ég náði ekki að klára hana svo hún endasendist inní ísskáp. Í kvöld var ég ekki heldur með neina uppskrift og nennti ekki heldur að kaupa neitt í matinn. Meðan sá myndarlegi púlaði í ræktinni rýndi ég í ísskápinn. Skar niður og steikti kartöflur, rauða papriku og skinku, dembdi afgangi af soðnum hrísgrjónum yfir ásamt karrímangókryddi og JÁ, þið giskuðuð á það! Mango chutney!! Dró krukkuna fram og skellti vænum matskeiðum útá pönnuna. Þegar sá myndarlegi kom heim braut ég 4 egg út á herlegheitin og hrærði vel saman.
Úr varð hinn prýðilegasti réttur nema ég er ekki enn búin að klára mangó tjötneyið! Já, þessi krukka ER löng og mjó og mín spurning er; hvað á ég eiginlega að gera við restina? Svör óskast.
mánudagur, 28. maí 2018
miðvikudagur, 16. maí 2018
Kvílíkur kjarkur
Mánudagurinn kom í hendingskasti og áður en ég vissi af var kominn þriðjudagur.
Í dag er miðvikudagur og sá myndarlegi bauð mér út að borða í hádeginu. Reyndum að rifja upp hvenær við hefðum síðast farið út að borða í hádeginu á virkum degi. Eina sem við munum eftir er þegar sá myndarlegi bauð mér í hádegisverð á afmælinu mínu á veitingastað í Bankastræti sem er ekki lengur til og Ari frændi bankaði á rúðuna meðan við vorum að borða. Þá vorum við Pétur búin að þekkjast í heilan mánuð og höfum síðan siglt bæði saltan og lygnan sjó og afrekað að fara aftur út að borða í hádeginu á virkum degi.
Sunnudaginn sem leið vorum við húðlöt að vanda en ákváðum engu að síður að skilja sólina eftir á veröndinni og drífa okkur á Helgafellið (einmitt, fellið ekki fjallið). Var fljót að stinga uppá að snúa bara aftur heim á veröndina er rokið lamdi á okkur á bílaplaninu en sá myndarlegi rak mig áfram með sinni samviskuhendi. Fórum allt aðra leið en við erum vön, leið sem svei mér þá gerði fellið að meira fjalli og var fjandi skemmtileg bara.
Rákumst af og til á erlenda konu sem bauðst til að taka mynd af okkur og við svo af henni á toppnum, smá spjall hér, smá spjall þar. Enduðum á því að keyra konuna heim og komumst að því að hún er svo ástfangin af Íslandi að hún ákvað að flytja hingað. Eiginmaðurinn, sem hún kynntist þegar hún var 18 ára, var skilinn eftir heima og foreldrum hennar finnst hún vera klikkuð að gera þetta en hún tók skrefið og hefur síðan þá fengið vinnu sem hún hefur gaman af, fundið sér íbúð miðsvæðis þar sem hún elskar að vera, farið í göngur við öll tækifæri, hitt skemmtilegt fólk en fyrst og síðast kynnst sjálfri sér og fundið hamingju í því að vera hún.
Hvílíkt hugrekki hugsaði ég sem sjálf afrekaði það helst að hunskast út fyrir hússins dyr þann daginn.
Í dag er miðvikudagur og sá myndarlegi bauð mér út að borða í hádeginu. Reyndum að rifja upp hvenær við hefðum síðast farið út að borða í hádeginu á virkum degi. Eina sem við munum eftir er þegar sá myndarlegi bauð mér í hádegisverð á afmælinu mínu á veitingastað í Bankastræti sem er ekki lengur til og Ari frændi bankaði á rúðuna meðan við vorum að borða. Þá vorum við Pétur búin að þekkjast í heilan mánuð og höfum síðan siglt bæði saltan og lygnan sjó og afrekað að fara aftur út að borða í hádeginu á virkum degi.
Sunnudaginn sem leið vorum við húðlöt að vanda en ákváðum engu að síður að skilja sólina eftir á veröndinni og drífa okkur á Helgafellið (einmitt, fellið ekki fjallið). Var fljót að stinga uppá að snúa bara aftur heim á veröndina er rokið lamdi á okkur á bílaplaninu en sá myndarlegi rak mig áfram með sinni samviskuhendi. Fórum allt aðra leið en við erum vön, leið sem svei mér þá gerði fellið að meira fjalli og var fjandi skemmtileg bara.
Rákumst af og til á erlenda konu sem bauðst til að taka mynd af okkur og við svo af henni á toppnum, smá spjall hér, smá spjall þar. Enduðum á því að keyra konuna heim og komumst að því að hún er svo ástfangin af Íslandi að hún ákvað að flytja hingað. Eiginmaðurinn, sem hún kynntist þegar hún var 18 ára, var skilinn eftir heima og foreldrum hennar finnst hún vera klikkuð að gera þetta en hún tók skrefið og hefur síðan þá fengið vinnu sem hún hefur gaman af, fundið sér íbúð miðsvæðis þar sem hún elskar að vera, farið í göngur við öll tækifæri, hitt skemmtilegt fólk en fyrst og síðast kynnst sjálfri sér og fundið hamingju í því að vera hún.
Hvílíkt hugrekki hugsaði ég sem sjálf afrekaði það helst að hunskast út fyrir hússins dyr þann daginn.
miðvikudagur, 2. maí 2018
Maríneraðar símafréttir Sigurbjargar
Lambakjötið trufflumaríneraða var í bitum og þrætt uppá grillspjót. Eiginmaðurinn var búinn að gíra sig upp í grillgírinn og sólin skein er hann fíraði upp í garminum. Rétt í þann mund er hann ætlaði að skella kjötinu á grillið kláraðist gasið. Fyrsta "grill" sumarsins átti sér því stað innandyra á vel notaðri grillpönnu heimilisins.
Jeff hjá Símanum er ekki búinn að senda mér póst. Kannski að hann hafi náð á þessa Sigurbjörgu eftir allt saman.
Jeff hjá Símanum er ekki búinn að senda mér póst. Kannski að hann hafi náð á þessa Sigurbjörgu eftir allt saman.
þriðjudagur, 1. maí 2018
Á enn eftir að hengja úr vél
Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að rjúka á fætur á frídegi, hella uppá kaffi fyrir eiginmanninn og rjúka því næst í ræktina hefði ég svarað viðkomandi fyrr dansa ég húlla í helvíti! Á frídegi verkalýðsins rauk ég á fætur, hellti uppá kaffi fyrir eiginmanninn og rauk því næst í ræktina.
Af öðrum háu ljósum frídagsins ber þar hæst að
Af öðrum háu ljósum frídagsins ber þar hæst að
- Eftir ræktarpúlið drifum við myndarlegi okkur í allsherjarþrif hér á heimilinu enda töluvert löngu tímabært, búið að standa fyrir þrifum ansi lengi.
- Gúffaði í mig vöfflur með rjóma og jarðarberjum og ís og sultutaui sem Ásta og Tóta voru ansi duglegar að greina en sannast sagna hef ég ekki hugmynd hvaðan sultutauið kemur eða hvurslags tau er um að ræða. Kannast einhver við að hafa gefið okkur sultu í krukku utanaf tómatpúrru?
- Litaði og spjallaði og skoðaði ljósmyndir með sætasta afabarninu.
- Tókst að losa mig við kippu af hálfs lítra Epla Kristal.
- Setti í þvottavél.
- Fékk þá flugu í höfuðið að sumarið væri alveg að koma þrátt fyrir haglélin inn á milli sólríkjunnar.
- Borðaði lambakjöt í trufflumaríneringu í kvöldmat.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)