miðvikudagur, 2. maí 2018

Maríneraðar símafréttir Sigurbjargar

Lambakjötið trufflumaríneraða var í bitum og þrætt uppá grillspjót. Eiginmaðurinn var búinn að gíra sig upp í grillgírinn og sólin skein er hann fíraði upp í garminum. Rétt í þann mund er hann ætlaði að skella kjötinu á grillið kláraðist gasið. Fyrsta "grill" sumarsins átti sér því stað innandyra á vel notaðri grillpönnu heimilisins. 

Jeff hjá Símanum er ekki búinn að senda mér póst. Kannski að hann hafi náð á þessa Sigurbjörgu eftir allt saman.

Engin ummæli: