Fyrir þá sem eiga enn eftir að baka og vantar e-ð fljótlegt. Fyrir þá sem þegar hafa bakað en geta bara ekki hætt. Mest þó fyrir þá sem kunna vel að meta hnossgæti
125 gr smjör
60 gr sykur
180 gr döðlur, skornar smátt
Allt saman hitað í potti á lágum hita, verður að graut.
Aðeins látið kólna.
3 bollar af Rice Krispies hrært saman við.
Smjörpappír settur á plötu og blöndunni dreift á hana. Látið kólna.
300 gr suðusúkkulaði brætt, sett yfir og látið kólna.
Uppskriftin kemur frá mömmu hennar Kristínar Helgu. Hún virðist bara kunna að elda góðann mat og bakar eingöngu góðgæti.
Svo segist maður bara hafa bakað, þó þetta fari aldrei inn í ofn.