þriðjudagur, 22. desember 2009

Hnossg-æti

Fyrir þá sem eiga enn eftir að baka og vantar e-ð fljótlegt. Fyrir þá sem þegar hafa bakað en geta bara ekki hætt. Mest þó fyrir þá sem kunna vel að meta hnossgæti125 gr smjör
60 gr sykur
180 gr döðlur, skornar smátt

Allt saman hitað í potti á lágum hita, verður að graut.
Aðeins látið kólna.
3 bollar af Rice Krispies hrært saman við.
Smjörpappír settur á plötu og blöndunni dreift á hana. Látið kólna.

300 gr suðusúkkulaði brætt, sett yfir og látið kólna.

Uppskriftin kemur frá mömmu hennar Kristínar Helgu. Hún virðist bara kunna að elda góðann mat og bakar eingöngu góðgæti.

Svo segist maður bara hafa bakað, þó þetta fari aldrei inn í ofn.

föstudagur, 18. desember 2009

Ban-a-na

Í strætó í gærkveldi var ungur maður sem hámaði í sig 4 banana. Frá Smáralindarstoppustöð alla leið upp í Hamraborg. Ég stóðst ekki mátíð að fylgjast með og telja bananana. Harmóneraði vel við gult strætó-involsið og langa vinnudaga í jakkafataráðuneytinu.
Það er gaman að afgreiða glatt fólk í jólagjafainnkaupum. Skemmtilegra þó að vera nýkomin úr jólaboði hjá brósa; borða góðann mat í samveru nánustu fjölskyldu þar sem hver einstaklingur er sannarlega með sínu eigin nefi, inn- jafnt sem útvortis. Miklu skemmtilegra.
Löngu búin að skrifa jólakortin og enn löngu fyrr búin að kaupa jólagjafirnar. Líka búin að brenna döðlur, sykur og smjör í potti.

Á morgun ætla ég að búa til nammi handa skot-fara og jafnvel um-sýslast við upphengingu myndar.

fimmtudagur, 10. desember 2009

Jóla hvað?!

Hangikjötsilmur í eldhúsinu og jóladagatalakertið komið niður á 2. Aðventukertin í Samhlíð orðin að mánudagskertum, meðan aðventukerti Skaftatúns brenna hraðar. Afmælisdagur systur minnar runninn upp og henni til heiðurs stend ég vaktina til tíu í kvöld. Jólin eru nebla byrjuð í Zöru-heimi.