Það er gaman að afgreiða glatt fólk í jólagjafainnkaupum. Skemmtilegra þó að vera nýkomin úr jólaboði hjá brósa; borða góðann mat í samveru nánustu fjölskyldu þar sem hver einstaklingur er sannarlega með sínu eigin nefi, inn- jafnt sem útvortis. Miklu skemmtilegra.
Löngu búin að skrifa jólakortin og enn löngu fyrr búin að kaupa jólagjafirnar. Líka búin að brenna döðlur, sykur og smjör í potti.
Á morgun ætla ég að búa til nammi handa skot-fara og jafnvel um-sýslast við upphengingu myndar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli