föstudagur, 18. desember 2009

Ban-a-na

Í strætó í gærkveldi var ungur maður sem hámaði í sig 4 banana. Frá Smáralindarstoppustöð alla leið upp í Hamraborg. Ég stóðst ekki mátíð að fylgjast með og telja bananana. Harmóneraði vel við gult strætó-involsið og langa vinnudaga í jakkafataráðuneytinu.
Það er gaman að afgreiða glatt fólk í jólagjafainnkaupum. Skemmtilegra þó að vera nýkomin úr jólaboði hjá brósa; borða góðann mat í samveru nánustu fjölskyldu þar sem hver einstaklingur er sannarlega með sínu eigin nefi, inn- jafnt sem útvortis. Miklu skemmtilegra.
Löngu búin að skrifa jólakortin og enn löngu fyrr búin að kaupa jólagjafirnar. Líka búin að brenna döðlur, sykur og smjör í potti.

Á morgun ætla ég að búa til nammi handa skot-fara og jafnvel um-sýslast við upphengingu myndar.

Engin ummæli: