föstudagur, 14. október 2011

Plokkfiskur með slátri

Plokkfiskur gærdagsins rann ljúflega ofan í kallinn sem borðar ekki plokkfisk, og drengi tvo sem borða misvel og mikið, enda bragðbættur með hvítlauk, karrí, osti og sinnepiMér þykir hann þó langbestur eins og amma gerði, einfaldur hveitijafningur og slatti af lauk og pipar.

Vorum enn þjóðlegri í matseldinni í kvöld og skófluðum í okkur slátri. Melabúðin selur slátur með 40% afslætti þessa dagana, haustslátrun. Það þykir mér góður díll. Mun betri en díllinn um að hafa uppstúf og karteflur í stað rófustöppu. Hvílík endemis arkansansans vitleysa. Tók ekki einu sinni mynd af því.

2 ummæli:

Íris sagði...

þessi plokkfiskur er nú alveg sérdeilis girnilegur

Frú Sigurbjörg sagði...

Mæli með honum; einfaldur og góður.