laugardagur, 5. febrúar 2011

Í morgunsárið

er ég búin að:

  1. vakna og fara fram úr á undan þeim myndarlega, sem er hreint ekki létt þegar maður elskar svona gamalt hró.
  2. Þefa mig áfram á neðri hæðinni þar til ég fann kattaúrgang sem sleppti flóðbylgju bölsóta duglega af stað.
  3. Leita köttinn uppi og skamma undir drep í hálfum hljóðum (2 piltar á ólíkum aldri enn í fasta svefni í húsinu).
  4. Þrífa kattaúrgang með enn annari flóðbylgju bölsóta.
  5. Hella upp á kaffi og drekka úr sparibolla.
  6. Taka úr uppþvottavélinni frá í gær og setja meira óhreint í.
  7. Fara í semi snögga sturtu (miðlungs langa) sem hlýtur að sleppa til á næst síðasta degi baðleysis.
  8. Viðhalda hótun minni um nýtt lúkk á síðunni minni.
Einhvern tímann á eftir fer ég að vinna. Þar til býst ég við að geta drukkið meira kaffi, dáðst að öllum fallega snjónum, gert upp sakirnar við köttinn og kreist krúttlega kallinn minn, sem sefur vært eins og unglingur á laugardagsmorgni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki skammast í kisunni! Kær í kotið. Guðlaug Hestnes

Ragna sagði...

Ég er nú á því að þú hefðir einmitt átt að skamma kisu svolítið upphátt, en ekki bölsótast í hljóði. Kisa þarf nefnilega að læra - að svona bara gerir maður ekki.
Njóttu helgarinnar með þeim myndarlega.
Kær kveðja,

Frú Sigurbjörg sagði...

Kötturinn var skammaður, bara á lægri nótum þar sem við vorum bara tvö á fótum. Hann er e-ð ragur við að hunskast út í öllum þessi snjó, blessuð píslin.
Nú þegar vinnupligtinni er lokið hlakka ég til að njóta með þeim myndarlega. Góða helgi til ykkar góðu dömur : )