þriðjudagur, 1. febrúar 2011

Í dag

var ég pirruð, örg, reið og leið. Ég brosti samt og lét sem ekkert væri þrátt fyrir eftirsjá og gnístan tanna. Dagurinn var langur og ég var orðin þreytt er ég steig yfir þröskuldinn heima. En þá varð líka allt gott. Ég á heima með ástinni. Ástinni sem brosir til mín, tekur fast utan um mig og hvíslar að mér að hún elski mig.

Engin ummæli: