mánudagur, 31. janúar 2011

Í-gildi

Í gær hitti ég góðar og skemmtilegar vinkonur á kaffihúsi. Eftir gott spjall og mikla kaffidrykkju kíktum við í bókabúð. Þar eyddi ég peningum í nokkrar bækur. Jafn miklum peningum og ég eyddi á útsölunni í Skífunni í vikunni á undan.

Á laugardaginn buðum við góðum gestum í vanillumatarboð. Eyddum ígildi bóka og geisladiska í trakteringar. Fengum blóm að launum en enga kransa. Gott að eiga góða blómálfavini sem fúslega aðstoða við líkjörsgrynkingar.

Engin ummæli: