sunnudagur, 23. janúar 2011

Hjartslættir í Íslandsklukkum

Vorum að koma úr Þjóðleikhúsinu. Fórum að sjá Íslandsklukkuna. Sem betur fer. Langt síðan ég hef séð jafn gott stykki, og þá á ég við LANGT síðan. Uppsetningin, sviðsmyndin og leikur; hrein leikhúsunun. Sérstakt hrós frá mér fær Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir frábæra túlkun sína á Jóni Grindvíkingi. Jafnvel Björn Thors líka fyrir kúvendinguna niður stigann í salnum og flottan lík-stífleika.

Yfir kaffisopanum í morgun hugsaði ég með mér hvað mig langaði til að gera með þeim myndarlega, sem sat á móti mér við eldhúsborðið með úfið hárið, gleraugnalaus í slopp. Áður en ég náði að koma orðum að hugmyndum mínum var sá myndarlegi búinn að stinga upp á þeim. Ekki veit ég hvort hann les hugsanir eða hvort Íslands-klukkur okkar slá svona vel í takt, en ég elska að elska myndarlega manninn minn.

Engin ummæli: