fimmtudagur, 11. október 2018

Dembdi mér í uppáhalds ræktina beint eftir vinnu.

Sá myndarlegi var búinn að hafa á orði að það væri skítaveður en sú var aldeilis ekki raunin. Vissulega blés hann hraustlega við hornið á Hörpu og ég neita því ekki að það var dulítil skemmtun fólgin í því að sjá eymingjans túrhestana berjast við rokið við Sæbrautina á leið minni heim. Sjálf hallaði ég mér hæfilega fram á við til að taka á móti rokinu í fangið, gaf ekkert eftir af gönguhraða nema þá helst í þau skipti sem ég snarstansaði til að mynda ský eða dást að birtunni sem braust á móti grámanum 
                   
Vindur og logn, birta og dimma, grámi og sterkir litir, blástur og stilla, friðsæld og fegurð 
Meira undrið þetta haust.

1 ummæli:

Íris sagði...

Haustið er dásamlegt