miðvikudagur, 20. júní 2012

Sjarmerandi spéfugl

Fyrir rúmu ári skrifaði ég e-ð á þá leið að menn misstu ekkert húmorinn við það að rétt silast yfir hálfa öld. Húmorinn hjá kómíska kærastanum mínum styrktist bara við að komast annað árið yfir hálfu öldina


tví-efldist jafnvel



Gef mér því að húmorinn þrí-eflist eftir tæpt ár og leyfi mér að hlakka til að sjá hvað þeim myndarlega dettur í hug að setja á höfuðið á sér á næsta afmælisdegi. Hláturinn lengir jú lífið.

4 ummæli:

Íris sagði...

Til lukku með spefuglinn

Lífið í Árborg sagði...

Mjög sérstakur þessi spéfugl, ætli hann yngist ekki bara með árunum.

Frú Sigurbjörg sagði...

Held svei mér að þú hafir rétt fyrir þér Þórunn : )

Takk Íris : )

Ragna sagði...

Húmorinn eykst með hverju árinu sem líður og svei mér þá ef þú heldur þeim myndarlega svona ástföngnum áfram þá endar hann líklega sem unglingur aftur.