Búin að hjóla í og úr vinnu eins og kostur gefst, meira hvað það er gaman að hjóla *enn dýpra sældardæs* Svei mér þá, það er eins og það gerist eitthvað í sálartetrinu við að stíga pedalana, hamingjuhula virðist sveipast yfir frúnna eins og hjálmur, líka þó hann blási köldu með öllu sólskininu eins og í dag, eftir vinnu, með mótvind í fangi og hallærislegan hjólahjálm á höfði, þá dillaði hamingjan sér í sálartetrinu alla leið.
Hlunkaðist svo í stólinn á veröndinni með bók sem við myndarlegi gripum á bókamarkaði og var satt að segja enn í plastinu. Bók útgefin ári áður en við myndarlegi kynntumst. Bók skrifuð af konu sem sá myndarlegi vann með fyrir þrjátíuogþremur árum. Bók sem hitti mig í hjartastað.
Sól hnígur til viðar en þessi bók ætti að vera á allra náttborðum
Eða vörum. Legg ekki meira á ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli